Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2011, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 24.08.2011, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST Í Garða hreppi skott að ist lít­ il hnáta fyr ir rétt rúmri hálfri öld. Dama sem átti helst að verða dreng ur vegna tíð ar and ans en var samt klædd í kjóla og káp ur. Alin upp við fjöl þjóð legt and rúms loft á samt þreng ing um sem víða voru raun in á Ís landi á sjötta og sjö unda ára tug lið inn ar ald ar. Sofn aði við Beet hoven tóna er móð ir in lék Für Elise á pí anó ið og fór upp í Esju að tína grjót til að nota í mósaíkverk. Þekkti jafn framt að döm ur ættu að drekka sherry og læra að reykja sí­ gar ett ur, sext án ára gaml ar. Fannst hún koma heim til móð urafa og ­ömmu þeg ar Gljúfra steinn var heim sótt ur fyr ir nokkru. Löngu síð ar á kvað dam an að máta karl og sveit og hef ur ekki far ið úr Borg­ ar firði síð an. Sveit ung ar og fjöl­ skylda fundu snemma að henni var vel treystandi fyr ir á byrgð ar­ mikl um hlut um þótt hlé drægni og feimni hafi lengi ver ið fylgi fisk ar. Þór unn Reyk dal opn ar dyrn ar fyr­ ir les end um Skessu horns. Við erum lent á hlað inu á Arn heið ar stöð um í Hálsa sveit. Að skott ast um í Garða hreppi „Ég er alin upp í Garða hreppi, Set bergs landi sem þá til heyrði nú­ ver andi Garða bæ en varð síð ar hluti af Hafn ar firði,“ seg ir Þór unn Reyk­ dal þeg ar búið er að skenkja blaða­ manni gott kaffi. „Á og við Set berg átti föð ur fólk mitt heima en for­ eldr ar mín ir reistu hús ið Mó berg. Ég var því með frænd ur og frænk ur allt í kring með til heyr andi barna­ fjölda og föð ur amma mín og nafna prjón a ði sokka og vett linga á allt lið ið. Mó berg var úti i sveit á þess­ um tíma og ó þrjót andi við fangs­ efni og verk efni fyr ir krakka. Móð­ ir mín, Ið unn Eylands, var hálf n­ orsk en pabbi, Þór ar inn Reyk dal, var frá Set bergi. Ég er í miðj unni af fimm börn um for eldra minna sem kynnt ust í Banda ríkj un um við nám á stríðs ár un um. Hann lærði skipa verk fræði, en varð að hætta námi þeg ar Jó hann es föð ur afi minn dó og hún lyfja fræði. Var reynd ar fyrsta ís lenska kon an sem öðl að ist ap ó tek ara rétt indi og sá alltaf eft ir því að hafa ekki unn ið við það. Ég var mik ill strák ur í mér og mamma hafði í raun ósk að þess að ég yrði það, vegna tíð ar and ans en stúlk­ ur áttu erf ið ara upp drátt ar í sam fé­ lag inu á þess um árum. Ég man eft­ ir fal legri rauðri kápu sem mamma saum aði á mig. Þeg ar ég fór í hana í fyrsta sinn fín og flott pass aði ég mig vel að verða ekki skítug. Síð ar gleymdi ég mér að eins, fór í skurð og kom heim svo haug drullug að káp unni varð að henda,“ seg ir Þór­ unni kím inn. Skóla gang an hófst í barna skóla Garða hrepps þótt horft væri á ann an skóla út um glugg ann þá var hann ekki í rétt um hreppi. Fyrst voru börn in sótt í leigu bíl en síð ar í skól ar útu. Eft ir skyldu­ nám ið var hald ið í Kvennó. Móð ir lagði á það á herslu. Ekki var tek ið lands próf því ung lingn um var talið trú um það í skól an um að á stund­ un hefði ekki ver ið nægj an leg svo gagn fræða próf varð reynd in. Aristókrat ar og fleira fólk Móð ur for eldr arn ir höfðu ferð­ ast víða og heim ili þeirra bar þess ríku lega vitni. Amm an var norsk, Margit Foss t veit, en af inn Árni Eylands, ramm ís lensk ur. Á þeirra heim ili var mik ið af mun um sem ekki sáust á hverj um bæ á þeirri tíð. „Mér fannst heim ili ömmu og afa kannski ekk ert sér stakt þá því ég þekkti ekk ert ann að. En skoð að í síð ari tíma ljósi þá hef ég auð vit­ að séð að margt var þar öðru vísi en gerð ist. Þau voru í hópi betri borg­ ara, eins og það hét þá. Á veggj­ un um voru sem dæmi mörg mál­ verk eft ir Kjar val og aðra lista­ menn. Hús gögn in voru afar vönd­ uð, þung og mik il, og ýms ir sið ir við hafð ir sem mað ur sér nú bara í bíó mynd um. Amma sagði til dæm­ is að ung ar stúlk ur ættu að læra að drekka sherrý og reykja sí gar ett ur þeg ar þær yrðu sext án ára. Þannig var and inn í henn ar heimi. Mað ur varð jú að kunna sig. Drykk ur inn var bor inn fram í dýr ind is staup um á flott um bakka, sem ég reynd ar á,“ og blaða manni er sýnd ur bakki sem greini lega hef ur ver ið not að ur vel í eina tíð en prýð ir nú vegg í eld hús­ inu á Arn heið ar stöð um. „Svo var það tó bak ið. Það var ekk ert endi­ lega ver ið að gera fólk að reyk inga­ mönn um held ur var at höfn in svona sós í al. Vera með. Svo skyldi amma ekk ert í því síð ar, þeg ar ég var að keyra hana eitt hvert, að ég vildi ekki taka með henni sherrý staup,“ seg ir Þór unn hlæj andi. „Auð vit­ að var mað ur mót að ur af þessu og lengi vel var það svo að ég hafði hvergi kom ið á heim ili sem minnti mig á afa og ömmu, fyrr en ég kom í Gljúfra stein, þá fannst mér sem ég að hluta til kæmi heim.“ Sól skinsár ið, kreppa og öld ung ar Að loknu gagn fræða prófi tók við sól skinsár ið í lífi Þór unn ar, eins og hún orð ar það. „Ég fór sem skiptinemi á veg um AFS til Cali­ forniu árið 1968, það var ó gleym­ an legt. Þar var ég hjá dá sam leg um hjón um sem sam bandi hef ur ver­ ið hald ið við. Ég fór út þveng mjó en kom þrif leg til baka. Í Am er­ íkunni var ekk ert far ið nema á bíl. Það mun aði um það. Heima hafði ég ætíð hreyft mig mik ið. En líf­ ið og að stæð ur voru gíf ur lega mik­ ið öðru vísi, ekki síst á þess um árum þeg ar við bjugg um hér við allskyns höft. Er heim kom fór ég bara að vinna, það var kreppa og fátt ann að í boði. Þá hóf ég störf á RALA 18 ára, var þar við loð andi í ára tug og mest­ all an minn starfs ald ur hef ég ver ið hjá ríki eða bæ, eins og þar stend­ ur. Hug ur inn stóð hins veg ar til ein­ hvers náms svo vor ið 1972 gekk ég upp í Hamra hlíð, átti tal við þann mæta mann Guð mund Arn laugs son sem eft ir smá spjall rétti mér blý­ ant og blað og sagði mér að efna­ fræði tími væri að hefj ast. Þannig hóf ég nám í öld unga deild þótt ég væri ekki orð in 21, sem var ald urs­ tak mark ið og ég varð yngsti öld ung­ ur inn. Enda köll uðu kon urn ar mig baby­ið sitt. Þar stund aði ég nám með vinnu, skipti svo yfir í dag skól­ ann og lauk stúd ents prófi frá MH í des em ber 1974.“ Nám, flug og ást in Eft ir braut skrán ingu úr MH skrá­ ir Þór unn sig í líf fræði við Há skóla Ís lands, hvað an hún lauk BSc gráðu með starfs heit ið líf fræð ing ur árið 1979. Lík lega er líf fræði nám ið á hrif að heim an þar sem for eldr arn ir voru mik il nátt úru börn á alla lund. Á Mó­ bergi var mat jurta garð ur með þeirra tíma fram and legu græn meti. Móð­ ir in gerði ýms ar rækt un ar til raun­ ir og þar sem fað ir inn rak ís hús um tíma var hægt að geyma græn met ið. Í raun var búið upp í sveit þótt fátt væri um heim il is dýr nema hænsni á tíma bili. Oft var far ið upp í Esju eða Hval fjörð til að tína grjót sem not­ að var í list muna gerð og til ann arr ar prýði því for eldr arn ir voru afar list­ feng ir. Jafn framt var far ið í sveppa­ tínslu leið angra, nokk uð sem Ís lend­ ing ar gerðu ekki á þeim tíma. Þrátt fyr ir próf í líf fræði tel ur Þór unn lík­ legt að tungu mála nám hefði orð­ ið fyr ir val inu, ef hún hefði spurt ráða því það ligg ur mjög opið fyr ir henni. „Ég hætti bæði við að sækja um í Garð yrkju skóla rík is ins og Mynd lista­ og hand íða skól an um og kannski veit ég ekki enn þá hvað ég vil.“ Árið 1974 á kveð ur stúlk an að prófa að vinna sem flug freyja. Sú reynsla gerði henni gíf ur lega gott. „Ég hafði alltaf ver ið hlé dræg og feim in. Að vinna sem flug freyja lækn aði mig lík lega að mestu af því. Ég var þó ekki lengi í þessu starfi, ein ung is ár, þar sem verk leg ir kúrs­ ar voru hafn ir í líf fræði nám inu og ég gat ekki gert hvoru tveggja.“ Á sama tíma og nám ið í líf fræð inni var stund að skellti Þór unn sér Leið­ sögu manna skól ann og út skrif að­ ist sem leið sögu mað ur árið 1978. Hún starf aði sem land vörð ur í Jök­ ulsár gljúfr um í tvö sum ur, árin 1978 og 1979. Það átti eft ir að verða af­ drifa ríkt. Á þessu tíma bili er Borg­ firð ing ur, Þórð ur Stef áns son, mik ið að keyra í há lend is ferð um. „Hann gerði það fyr ir sam starfs konu mína að bjóða mér með í Herðu breið ar­ lind ir í síð ustu ferð inni, það hafði sín ar af leið ing ar, við erum hjón í dag,“ seg ir Þór unn bros andi. „Ég kom í Reyk holt árið 1979 og á kvað að máta karl og sveit og hef ekki far­ ið síð an. Árið 1981 fædd ist frum­ burð ur inn og 1986 seinni son ur­ inn. Það er rúss neska fimm ára regl­ an sem gilt hef ur hér í barn eign um,“ seg ir Þór unn kím in. „Þórð ur hætti í há lend isakstr in um og hóf rekst ur á bif véla verk stæði hér heima á Arn­ heið ar stöð um og ég hélt á fram að vinna við skóla mál.“ Upp fræðsla á öll um svið um Þór unn starf aði við Hér aðs skól­ ann í Reyk holti í átján ár, bæði sem kenn ari, á fanga stjóri og síð ustu tvö árin skóla stjórn andi FVA í Reyk­ holti. Þá var skól inn lagð ur nið ur og ekki hef ur ver ið skóla hald á hinu forna mennta setri síð an. „Trú mín er sú að vel hefði mátt halda á fram skóla starfi í Reyk holti. Það var hins veg ar aldrei næg sam staða í hér aði um Reyk holt sem skóla set ur,“ seg­ ir Þór unn um á stæð ur þess að skól­ inn var lagð ur nið ur. „Ég flutti mig bara á milli skóla og gerð ist að stoð­ ar skóla stjóri á Klepp járns reykj um, á grunn skóla stig inu. Þeim kafla lauk árið 2008 en þá fór ég að kenna verð andi bænd um við Land bún­ að ar há skól ann á Hvann eyri. Núna er ég verk efn is stjóri NOVA sem er sam nor rænt net verk níu land bún að­ ar­ dýra lækna­ og skóg fræði há skóla með þátt töku LbhÍ. Með fram þessu hef ég ver ið að bæta við mig námi sem end aði á því að ég hóf meist ara­ nám og var boð in þátt taka í rann­ sókna verk efni, svo kall aðri star f­ enda rann sókn um mennt un til sjálf­ bærr ar þró un ar og hlaut verk efn ið nafn ið GETA. Það sem er á huga­ vert við þetta við fangs efni er að allt í þínu nán asta um hverfi teng ist sjálf­ bærri þró un, ef grannt er skoð að. Það voru leik­ og grunn skól ar sem tóku þátt í þessu og kjarn inn í hugs­ un inni er að mennta unga fólk ið í að geta brugð ist við breyt ing um, til­ einka sér hug ar far sjálf bærni. Reyna að gera það sem er rétt þeg ar kem ur að um gengni við hvert ann að, um­ hverfi og nátt úru og ekki að gef ast upp í bar átt unni því margt smátt ger ir eitt stórt, eins og við vit um. Mér finnst þetta afar heill andi, eins og þú heyr ir.“ Snemma köll uð til á byrgð ar Þótt Þór unn sé ekki elst í systk­ ina hópn um var það snemma svo að hún var köll uð þar til á byrgð­ ar og svo er enn, ef systk ina hóp­ Sherry, tón ar, timb ur og grjót Allt þetta hef ur mót að líf Þór unn ar Reyk dal á Arn heið ar stöð um Þór unn Reyk dal verk efn is stjóri NOVA, hér stödd á Horn strönd um í sum ar. Heima á Mó bergi með for eldr um, Ið unni Eylands og Þór arni Reyk dal á samt eldri systk in um. Þrátt fyr ir eðl is læga feimni gat Þór unn kom ið fram í hlut verki ef hún átti að syngja. Hér er hún sjö ára göm ul að syngja „ Dansi, dansi, dúkk an mín.“ Eitt sinn skáti, á valt skáti. Hér eru ung ar stúlk ur að fara í „Hi keferð“ árið 1968 eins og göngu ferð­ ir skáta voru gjarn an kall­ að ar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.