Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2011, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 24.08.2011, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST Karl manns nafn ið Þjóð björn er sjald gæft og Þjóð björn Hann­ es son, vél stjóri og fyrr um fram­ halds skóla kenn ari á Akra nesi, seg ist að eins vita um einn ann an sem beri nafn ið en það er syst ur­ son ur hans, Þjóð björn Jó hanns­ son. „Afi hét Þjóð björn en ég hef ekki fund ið nafn ið lengra aft ur. Þjóð björg er hins veg ar nokk­ uð þekkt kven manns nafn og kannski kom nafn ið á afa þannig til,“ seg ir hann. Þjóð björn hætti kennslu í fyrra haust, 65 ára gam­ all, eft ir að hafa kennt við Fjöl­ brauta skóla Vest ur lands á Akra­ nesi frá stofn un skól ans, að vísu byrj aði hann að kenna árið áður við Iðn skól ann á Akra nesi en fram að því hafði hann unn ið við skipa skoð un og vél stjórn frá því hann lauk námi við Vél skóla Ís­ lands árið 1968. Hann hefði get­ að hætt kennslu sex tug ur sam­ kvæmt 95 ára reglu op in berra starfs manna en gerði það ekki. Það var svo þeg ar bæði hann og kona hans, Kristrún Lín dal Gísla­ dótt ir, greindust með krabba­ mein með stuttu milli bili að þau á kváðu bæði að hætta störf um. Yfir þau veik indi komust þau bæði og nú njóta þau lífs ins með því að sinna á huga mál um sín um. Þar eru ferða lög efst á blaði, fé­ lags störf og ljós mynd un. Koma þarf 9.000 slides­ mynd um í tölv una Þjóð björn seg ir næsta verk­ efni að koma 9.000 slides mynd um í staf rænt form í tölv unni. Hann er bú inn að prófa allt í ljós mynd­ un. Byrj aði ung ur að fram kalla eig­ in mynd ir og sautján ára var hann far inn að hand lita ljós mynd ir. Þá tók hann kvik mynd ir á 8 mm filmu, lét fram kalla þær í Banda ríkj un­ um eða í Evr ópu og klippti síð an sjálf ur með þar til gerð um skær­ um. Nú hamp ar hann nýrri staf­ rænni Canon mynda vél með öll um þeim mögu leik um sem sú vél gef­ ur til ljós mynda­ og mynd banda­ töku. „Breyt ing arn ar eru ó trú leg ar í ljós mynd un inni á þess um ára tug­ um síð an ég byrj aði að taka mynd­ ir. Nú er ein falt að taka allt staf rænt og setja inn í tölv una en ferl ið frá því að taka mynd áður fyrr og þar til hún kom á papp ír var tals vert með til heyr andi myrkra kompu, fram köll un ar vökva og fix er.“ Þjóð­ björn reyndi ým is legt fyr ir sér áður fyrr í ljós mynd un inni. Hann lét sér ekki nægja að fram kalla film urn­ ar og stækka mynd irn ar á papp ír, hann hand lit aði mynd ir með góð­ um ár angri og „tóner aði“ eins og það var kall að þeg ar brún um eða lit uð um blæ var náð á þær. Uppi á vegg hjá hon um hanga líka lit ljós­ mynd ir sem hann fram kall aði sjálf­ ur en það var mik ið verk því nokk­ ur böð af fram köll un ar vökva þurfti til og mikla ná kvæmni. Fædd ur og upp al inn á Suð ur göt unni Þjóð björn er fædd ur á Suð ur­ götu 87 á Akra nesi árið 1945. Hann fædd ist um há degi á sunnu degi og ólst þar upp og átti heim ili allt þar til hann hleypti heim drag an um til náms í Vél skóla Ís lands. Hann er í miðju fimm barna þeirra Hann es­ ar Þjóð björns son ar og Rann veig­ ar Jó hanns dótt ur. Elst ur systk in­ ana er Sig ur jón, þá Fann ey, síð an Þjóð björn, svo kem ur Guð ríð ur og yngst ur er Guð bjart ur. Hann seg­ ir æsku sína hafa ver ið líka því sem gerð ist hjá strák um á Akra nesi á þess um árum en þó hafi í þrótt irn ar al veg far ið fram hjá hon um. „Ég var send ur í sveit á hverju sumri frá því ég var sjö ára. „Fyrst var ég í sveit hjá bróð ur pabba á Neðri hóli í Stað ar­ sveit í tvö ár en svo fór ég norð ur á Vatns nes í Tungu kot sem er í Hlíð­ ar dal rétt fyr ir utan Hvamms tanga. Þar var ég þrjú sum ur og síð an var ég í þrjú sum ur á Há reks stöð um í Norð ur ár dal. Ég var í sveit á sumr­ in al veg þar til ég var fimmt án ára gam all. Þess vegna slapp ég við alla í þrótta mennsku hér á Skag an um. Pabbi var með kind ur nið ur á Suð­ ur götu svo lengi sem hann mátti þannig að ég þekkti til bú skap ar. Hann var með ein ar tutt ugu kind ur karl inn. Mað ur ólst upp við þetta og hjálp aði til en svona var þetta víða hér á Skaga.“ Skráð um okk ur í Skáta fé lag ið Á vet urna þurfti Þjóð björn eitt­ hvað að gera, eins og fleiri jafn­ aldr ar, sem voru í sveit á sumr in. Þá var það skáta starf ið sem heill­ aði. „Ætli ég hafi ekki ver ið ell­ efu ára þeg ar við fór um nokkr ir upp í prent smiðju til Braga Þórð­ ar. Ég man eft ir Grét ari Guðna og Bigga Karls þarna og ef laust voru fleiri. Við skráð um okk ur í skáta­ fé lag ið hjá Braga og vild um stofna skáta flokk og fá for ingja. Okk ur tókst svo að smala sam an nokkrum fleir um eins og Árna Ein ars, Gústa í Ár sól og ein hverj um fleir um. Þá feng um við fyrsta skáta for ingj ann og það var Bogi Sig urðs son. Við vor um með skáta fundi í kjall ar­ an um í fyrr um í þrótta húsi og síð­ ar smíða kennslu húsi á Vest ur göt­ unni. Þar höfðu ver ið bún ings klef­ ar sem not að ir voru fyr ir skáta fundi því Skáta hús ið við Skaga braut var löngu sprung ið und an starf sem­ inni, að vísu var búið að byggja við það að aust an verðu en hin við bygg­ ing in yfir að Há holti kom svo löngu síð ar. Ég man eft ir deild ar fund um í kjall ar an um hjá Jóni í Bíó höll­ inni þeg ar hann bjó á Mána braut­ inni. Jón var þarna með kýr, sá eini á þess um slóð um sem var með þær, en ekki bara kind ur. Ég fór fyrst á lands mót skáta 1962 en það var á Þing völl um, fyrsta Botns dals mót ið sem Skaga skát ar héldu var 1957 en ég var þar fyrst 1960.“ Mán að ar æv in týra ferð Þjóð björn seg ir skáta starf ið hafa ver ið mik ið á vet urna. Úti leg­ ur voru í Skáta felli upp við Akra­ fjall því Há kot í Leir ár dal kom ekki fyrr en 1964. „Við geng um auð vit­ að upp í Skáta fell héð an neð an af Skaga og fyrsta stopp ið var venju­ lega við bragg ann hans Kalla á Jaðri, rétt við þar sem skóg rækt in er núna. Þar var tek ið upp nesti og svo labb að sem leið lá upp að fjalli og far ið yfir alla skurði á tré stokk­ un um sem voru fyr ir vatns leiðsl una á Skag ann. Svo þeg ar ég var fjórt án eða fimmt án ára gerð ist ég flokks­ for ingi í skát un um. Síð an var það ári eft ir lands mót ið 1962 að ég fór til Eng lands með skáta hópi héð­ an. Þetta var vegna þess að bresk­ ir skát ar sem komu á lands mót ið á Þing völl um komu eft ir mót ið hing­ að til Akra ness og gistu í heima­ hús um hjá skát um héð an. For ing­ inn í þeirri ferð var skáta höfð ingi í Leichest er. Hann bauð svo skát um héð an þang að árið eft ir. Við þurft­ um að borga ferð ir en allt ann að var frítt. Við vor um all ir mál laus ir á ensku sem átt um að fara en tveir far ar stjór ar voru fengn ir í ferð­ ina, Svav ar Sig urðs son og Kjart an Trausti Sig urðs son en Kjart an hef ur starf að sem far ar stjóri nán ast síð an. Það sem meira er að í þess um hópi með mér var Magn ús Odds son sem síð ar var ferða mála stjóri Ís lands og þetta var hans fyrsta ut an lands­ ferð. Þarna voru auk mín og Magga Odds þeir Helgi Jóns son, Jón Ein­ ars son, Björn Þór leifs son, Dan í el Lár us son, og Trausti Finns son. Við sáum ým is legt þarna og þessi mán­ að ar ferð var al gjört æv in týri. Við gist um á heim il um eins og Bret­ arn ir höfðu gert hér. Við skoð uð um Jagú ar bíla verk smiðj urn ar sem eru þarna og við vor um í mót töku hjá borg ar sjó r an um í Leichest er. Það var far ið með okk ur um allt. Við skoð uð um kola námu og Cad burry súkkulaði verk smiðj una, sigld um á kajök um nið ur á í Wa les og þetta var al gjört æv in týri fyr ir okk ur sem vor um 16­19 ára gaml ir.“ Skrá um öll ferm ing ar börn Síð an þetta var hef ur Þjóð björn ver ið við loð andi skáta starf alla tíð að und an skild um þeim tíma sem hann var í Reykja vík, fyrst í Vél­ skól an um og síð an við störf þar á eft ir og þann tíma sem hann var í sigl ing um og í Sví þjóð. „Svo var það bara fyrsta vet ur inn eft ir að ég kom hing að á Skag ann aft ur að þá komu nokkr ir skát ar hing að heim, bönk uðu upp á og heimt uðu að ég yrði fé lags for ingi Skáta fé lags Akra­ ness. Því kalli sinnti ég og var fé­ lags for ingi í ein þrjú ár en þá tók Ó laf ur Ás geirs son þá ver andi skóla­ meist ari Fjöl brauta skól ans við því. Þarna tók ég líka að mér að sjá um skáta skeyt in sem Skáta fé lag Akra­ ness sel ur um ferm ing ar hér og hafa í gegn um tíð ina ver ið stór fjár­ öfl un fyr ir fé lag ið. Ég hef séð um að stjórna þeirri fram kvæmd al veg síð an á samt konu minni.“ Þjóð­ björn seg ir skeyta söl una við ferm­ ing ar hafa dreg ist mik ið sam an frá því sem áður var. „Það sem merki­ legt er að það er til skrá yfir hvert ein asta ferm ing ar barn á Akra nesi frá ár inu 1956 og til dags ins í dag.“ Í iðn nám 16 ára Þjóð björn lauk hvorki lands prófi né gagn fræða prófi eins og al gengt var hjá hans jafn öldr um. „Ég hætti í Gagn fræða skól an um eft ir þriðja bekk og sá ekki til gang í því að vera þar leng ur. Ég ætl aði mér í vél­ stjórn ar nám og þarna gat ég kom­ ist á samn ing hjá Þor geir og Ell­ ert í vél virkj un og kláraði það nám 1965. Síð an fór ég beint í Véla skóla Ís lands og kláraði það nám árið 1968. Þessi sum ur var ég að vinna í hval stöð inni í Hval firði. Fyrst var ég send ur þang að sem við gerða­ mað ur þeg ar ég var í vél virkja nám­ inu hjá Þ&E og síð an réði ég mig þang að þeg ar ég var í vél stjóra­ nám inu fyrstu tvo vet urna til þess að hafa efni á því að vera í skól an­ um. Mað ur varð að eiga eins og hundrað þús und kall að hausti til að geta ver ið í Reykja vík yfir vet ur inn. Ekki var náms lán um eða styrkj um fyr ir að fara á þess um árum í vél­ stjóra námi.“ Skemmti leg ur tími á Ár vakri Þjóð björn var þó ekki í hvaln um öll náms ár in. „Sum ar ið 1967, þeg­ ar ég átti eft ir einn vet ur í vél stjóra­ nám inu, bauðst mér staða þriðja vél stjóra á vita skip inu Ár vakri. Ég var lengi að hugsa um hvort ég ætti að taka þessu því tekj urn ar í hval­ stöð inni voru mun hærri. Ég sló þó til og sé ekki eft ir því enda var þetta eitt skemmti leg asta sum ar sem ég hef átt. Við þrædd um strönd ina, fór um inn á alla firði og vík ur, fór­ um út í eyj ar og sker. Í raun fór um við á alla þá staði sem ekki var með góðu móti hægt að kom ast á nema frá sjó. Við vor um að færa vita vörð­ um birgð ir, flytja bú slóð ir milli staða og fleira. Ég á meira að segja mynd af því þeg ar við hjáp uð um til við bygg ingu véla skemmu í Sval­ vog um milli Arn ar fjarð ar og Dýra­ fjarð ar en þang að var ekki vega­ Gott fyr ir kenn ara að vera í tengsl um við at vinnu líf ið Spjall að við vél stjór ann og fyrr um fram halds skóla kennar ann Þjóð björn Hann es son Þjóð björn Hann es son í garð in um heima á Dal braut inni. Síld háf uð um borð í Ólaf Sig urðs son AK í Norð ur sjó. Á brú ar vængn um stend ur Guð mund ur Sveins son stýri mað ur, í brú ar glugga stjórn borðs meg in er Ein ar Árna son skip stjóri og í bak borðs glugg an um er Jónas Hall gríms son kokk ur. Frá Ár vak ursár un um. Steypu vinna í Sval vog um og skip stjór inn mætt ur í ún íform inu. Skip verj ar á Ár vakri sinntu fjöl breytt um störf um. Hér er ver ið að flytja kýr og kálfa um borð á Siglu nesi þeg ar Er lend ur Magn ús son vita vörð ur flutti það an á Dala tanga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.