Skessuhorn - 08.02.2012, Síða 3
VENJULEGT FÓLK Í ÓVENJULEGUM AÐSTÆÐUM
GETUR ÞÚ HJÁLPAÐ
ÞEGAR Á REYNIR?
Slys, áverkar og veikindi gera sjaldnast boð á undan sér. Það getur
því oltið á þeim sem eru nærstaddir, til dæmis ættingjum eða
samstarfsmönnum, að veita viðeigandi aðstoð. Skyndihjálp er fyrsta
aðstoð sem veitt er slösuðu eða bráðveiku fólki þar til viðeigandi
læknishjálp fæst.
Rauði krossinn hefur haft forystu um fræðslu í skyndihjálp, og hefur útbreiðsla
skyndihjálpar verið eitt af meginverkefnum Rauða kross Íslands í um 80 ár.
Rauði kross Íslands-Akranesdeild og Borgarfjarðardeild bjóða upp á vönduð
og hagnýt námskeið sem sniðin eru að þörfum almennings, fagaðila, eða
starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Eins bjóðum við upp á styttri námskeið í heimahús fyrir saumaklúbba, vinahópa eða
stórfjölskyldu.
Dæmi um námskeið sem eru í boði.
Endurlífgun 2 klukkustundir
Lengd : 2 klukkustundir (fjöldi kennslustunda 3)
Markmið: Að þátttakendur öðlist færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunni að nota
hjartarafstuðtæki við endurlífgun.
Viðfangsefni: Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna
öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð
(AED), endurlífgunarkeðjan og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp 4 klukkustundir
Lengd: 4 klukkustundir með hléum (fjöldi kennslustunda 5)
Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í
neyðartilvikum.
Viðfangsefni: Kynning; hvað er skyndihjálp?
Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa
veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða
sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna
öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð
(AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni,
höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.
Það er einfalt að fá námskeið.
Þið finnið dag og tíma dags sem hentar ykkur með ca. viku fyrirvara •
og við komum á staðinn.
Pantið námskeið hjá Akranesdeild í síma 431 2270 / 861 3336 •
eða í tölvupósti á akranes@redcross.is •
Einnig hjá Borgarfjarðardeild í síma 430 5700 / 857-7100 •
eða í tölvupósti á borgarfjordur@redcross.is •
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
2