Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 13.03.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 „Fólk á að njóta ferm ingarund­ ir bún ings ins, vera sam an og hafa gam an. Ferm ing ar kak an og þær veit ing ar sem born ar eru á borð þenn an stóra dag skipta miklu máli," seg ir Hjör dís Dögg Grímars­ dótt ir ann ar eig andi Mömmur.is í sam tali við Skessu horn. Í um fimm ár hef ur hún á samt móð ur sinni og syst ur hald ið úti heima síð unni mömmur.is og safn að sam an ýms­ um skemmti leg um hug mynd um að veit ing um og skreyt ing um fyr ir ferm ing ar kræs ing arn ar. Á síð unni eru góð ar mynd ræn ar leið bein ing­ ar á samt upp skrift um sem fólk ætti að eiga auð velt með að not færa sér. „Við höf um sett inn leið bein ing­ ar, upp skrift ir og hug mynd ir fyr ir vin sæl ar kök ur á borð við kran sa­ kök ur, brauðtert ur, mar engstert ur og rjóma tert ur. Auk þess má finna fjöld ann all an af köku skreyt ing um. Fólk not ar vef inn fyrst og fremst til þess að fá hug mynd ir." Teng ir kök una við á huga mál barns ins „Marg ir velt ast í vöng um yfir því hvern ig köku þeir eigi að gera, súkkulaði köku, rjóma tertu eða mar engs. Ég segi að það eigi bara að spyrja ferm ing ar börn in hvað þeim finnst best, og oft ast eru þau hrifn ust að ein fald leik an um. Það sem mér finnst skemmti leg ast er að gera per sónu leg ar ferm inga kök ur og tengja þær við á huga mál ferm­ ing ar barn anna. Þeg ar ég fermd­ ist voru gjarn an þess ar svoköll uðu bóka kök ur en ég held að það sé að breyt ast. Mér finnst því skemmti­ legt að tengja veit ing arn ar við á huga mál barns ins og hug mynd irn­ ar sem við setj um á vef inn ein kenn­ ast af þeirri teng ingu. Á vefn um er til dæm is hægt að fá hug mynd ir að fót bolta þema, körfu bolta þema, tón list ar þema. skvísu þema og svo fram veg is. Fyr ir mig snýst þetta um sköp un og fólk á að vera ó hrætt við að leyfa hug mynda flug inu að njóta sín. Það er um að gera að fara að­ eins út fyr ir þæg indara mmann." Hjör dís Dögg starfar sem um­ sjón ar kenn ari 8. bekkj ar í Grunda­ skóla og hef ur að eig in sögn náð að smita nokkra krakka af bakst urs­ bakt er í unni. „Mér finnst líka heill­ andi til hugs un að leyfa ferm ing ar­ barn inu að spreyta sig á ferm ing­ ar kök unni sinni. Ég hef oft heyrt og orð ið vitni að því þeg ar vel tekst til og barn ið ljóm ar af stolti að geta sagst hafa bak að og skreytt kök una sjálft. Fólk á bara að láta vaða og hafa gam an af þessu. Það er mik il­ vægt að njóta und ir bún ings ins fyr­ ir stóra dag inn og líta á þetta sem skemmti lega sam veru stund með fjöl skyld unni í stað þess að vera í ein hverju stressi með þetta," sagði Hjör dís Dögg. Fjöl breytt ir mögu leik ar En hvaða kök ur henta best sem ferm ing ar kök ur? „Það fer bara eft ir smekk hvers og eins," svar ar Hjör­ dís Dögg. „Sum ir eru fyr ir ein fald­ leik ann og þá gæti hent að að vera með franska súkkulaði köku sem er bök uð í ofn skúffu móti, skreytt með súkkulaði og jarð ar berj um. Franska s ú k k u l a ð i k a k ­ an slær alltaf í gegn. Aðr ir vilja hafa mik ið fyr ir tert unni, þá verð ur rjóma­ terta eða súkkulaði terta fyr ir val­ inu sem síð an er hjúp uð með syk­ ur massa eða mar sípani. Skreyt ing­ arn ar fara síð an eft ir hverj um og ein um. Hægt að hafa skreyt ing arn­ ar lát laus ar; mar sípan rós ir, skraut­ skrift með súkkulaði og stytta sem keypt er út í búð. Aðr ir föndra með syk ur massa og búa til ým is kon ar skraut tengt á huga­ mál um og öðr u. Ef rjóma terta verð ur fyr­ ir val inu er hægt að flýta fyr ir sér með því að baka s v a m p ­ b o t n ­ ana og frysta þá, setja kök­ una síð­ an sam an og skreyta deg in um áður. Ef hjúpa á tert una með syk ur massa þarf að passa að hafa mass ann ekki of þunn­ an þar sem rjóma tert ur eiga það til að bleyta of mik ið í mass an um. Súkkulaði tert urn ar eru mjög þægi­ leg ar og finnst ferm ing ar krökk un­ um mörg um alltaf gott að fá hefð­ bundna súkkulaði tertu. Kost ur inn við að gera súkkulaði tertu er sá að það er auð velt að móta þær og hægt að gera svo lít ið fyr ir ferm ing ar dag­ inn. Botn ana má baka og geyma síð­ an í fryst in um þar til smjör krem ið er sett á milli. Tveim ur dög um fyr ir ferm ing una er til val ið að setja kök­ una sam an, hjúpa með syk ur massa og skreyta. Kak an er þá geymd í kæli og tek in úr kæl in um ca, 4­5 klukku tím um áður en hún er bor in fram. Mar engsterta sem að alterta kem ur líka vel út, hægt að lita mar­ engs blönd una með gelmat ar lit eða dufti til að fá skemmti leg an blæ á loka út kom una. Það góða við mar­ engs botn ana er að það er hægt að baka þá svo lít ið áður, geyma á þurr­ um stað og setja síð an á milli þeirra kvöld ið fyr ir ferm ing una. Vel hægt að skreyta mar engs með mót un­ arsúkkulaði eða syk ur massa. Það sem mestu máli skipt ir er að slappa af, hafa gam an að und ir bún­ ingn um og leyfa sköp un ar gleð inni að njóta sín í botn," seg ir Hjör dís Dögg að lok um. Blaða mað ur gat þó ekki sleppt henni án þess að fá hana til að deila með okk ur upp­ skrift um að tveim ur ferm ing ar kök­ um. Hérna koma þær: Rjóma terta Svamptertu botn: 6 stk egg 260 g syk ur 100 g hveiti 100 g kart öflu mjöl 1 1/2 tsk lyfti duft Að ferð: Stíf þeyt ið egg og syk ur og bland ið sigt uðu hveiti sam­ an við. Lyfti dufti bætt sam­ an við. Bak ið við 175° c í miðj um ofni í 18 ­ 20 mín út ur. Fyll ing: 3/4 l rjómi með muld um makkar ón um (ca. 20 tsk) (magn ið fer eft ir stærð kök unn ar) Jarð ar berjarjómi: 1 l þeytt ur rjómi 1 pk jarð ar­ ber ja­ duft (fæst til bú ið hjá mömmur.is eða 2 pk jello jarð ar berja duft) Að auki er 1/2 l þeytt ur rjómi sett ur yfir jarða berjarjó mann Að ferð: Safi úr blönd uð um á vöxt um er sett­ ur á neðri botn inn, jarð ar berja sultu smurt yfir og blönd uðu á vöxt un um dreift yfir botn inn. Þeytt um rjóma er smurt yfir og muld um makkar­ ón um dreift yfir rjómann. Jarð ar­ berjarjóm an um er smurt yfir í lok­ in. Þeytt um rjóma er smurt yfir jarða berjarjó mann síð an er efri botn inn smurð ur með jarð ar berja­ sultu og botn inn síð an sett ur yfir. Rjóma er smurt yfir kök una til að mass inn fest ist bet ur. Súkkulaði terta 500 g hveiti 200 g syk ur 200 g púð ur syk ur 10 msk kakó 2 tsk mat ar sódi 2 tsk lyfti duft 1 tsk salt 4 egg 1 1/2 bolli ný mjólk 1 bolli súr mjólk 250 g brætt smjör, kælt að eins. Einnig hægt að nota olíu í stað­ inn fyr ir smjör ið. 3 tsk vanillu drop ar Að ferð: Ofn inn hit að ur í 175 ­ 180 gráð ur. Bland ið þurr efn un um sam an í skál. Vökv an um á samt eggj un um í aðra skál. Hrær ið með pískara þar til allt hef ur bland ast vel sam an. Smyrj ið ofn skúffu og hellið deig inu í skúff­ una. Bak ið í 40 mín út ur eða þar til deig ið er bak að í gegn Smjör krem: ( Þetta er stór upp skrift sem hent ar til að skreyta köku sem er á stærð við ofn skúffu) 500 g smjör 400 g flór syk ur 2 msk kakó 1 stk eggjarauða 1 tsk vanillu drop ar 1 msk síróp Að ferð: Þeyt ið sam an smjöri og flór sykri þar til það verð ur létt og ljóst, bæt ið kakói út í og hrær ið síð an eggjarauð unni sam an við. Að lok­ um eru vanillu drop ar og síróp sett út í. Hrært vel sam an í 1 ­ 2 mín. Fyr ir þá sem eru á huga sam ir að læra nýja hluti í tengsl um við köku­ skreyt ing ar þá bjóða Mömmur.is upp á skemmti leg nám skeið í syk­ ur massa skreyt inga og bolla köku­ gerð. Næstu nám skeið hefj ast 18. mars næst kom andi og eru hald in á Akra nesi. ákj Bakst ur inn á að vera sam veru stund fjöl skyld unn ar Hjör dís Dögg Grímars dótt ir eig­ andi Mömmur.is. Lit rík ar kran sa kök ur. Skemmti legt er að tengja kök urn ar við á huga mál barns ins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.