Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.03.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Líkt og aðr ir tísku straum ar geng­ ur ferm ing ar tísk an í hringi. Í dag er óal gengt að stelp ur kaupi sér einn ferm ing ar kjól fyr ir til efn ið sem síð an fær að hanga inni í skáp um ó komna tíð. Þess í stað velja þær sér föt sem þeim finnst flott og nýt ast við fleiri til efni síð ar meir. Blúndu kjól ar halda á fram að vera vin sæl ir með al stelpn anna líkt og und an far in ár, en nú eru þeir ekki bara hvít ir og pastellit­ að ir, þótt hvíti lit ur inn sé á vallt vin sæll hjá stelp un um og verð­ ur afar á ber andi í sum artísk unni í ár. Nú eru hins veg ar að koma inn skemmti leg ir og sterk ir lit­ ir, app el sínu gul ur, rauð ur, blár og grænn, sem koma mjög vel út í blúndu kjól un um. Einnig má sjá lit­ ríka sif fon kjóla með fal legu háls­ máli eða kraga, jafn vel úr blúndu, í fata búð um um þess ar mund ir. Slauf an vin sæl hjá strák un um Strá k arn ir eru gjarn an hefð bundn­ ari en stelp urn ar í klæða burði. Al­ gengt er að jakka föt séu tek in á leigu fyr ir ferm ing ar dag inn og splæst í nýja skyrtu og bindi. Hins veg ar væri mik il fá sinna að halda því fram að strák ar fylgi ekki tísku­ straum um líkt og stelp urn ar. Háls tauið á það til að breyt­ ast með ár un um. Bind in eru alltaf klass ísk en þau koma í ýms um stærð um og lit um. Fyr ir ekki alls löngu voru lakk rís bind in svoköll­ uðu til að mynda þau allra heit­ ustu hjá ferm ing ar strák un um en nú virð ist ann að vera uppi á ten­ ingn um, þverslauf an. Slauf an hef­ ur sjald an ver ið jafn vin sæl og um þess ar mund ir og hún kem ur í alls kon ar út færsl um og lit um. Marg­ ir kjósa til dæm is að klæð ast fín­ um galla bux um, spari legri skyrtu, í vesti og með slaufu. Aðr ir nota slauf una til þess að brjóta upp hefð­ bund in jakka föt og enn aðr ir leyfa slauf unni að njóta sín al gjör lega með ein litri skyrtu, dökk um bux um og jafn vel bleiserjakka. All ar týp ur drengja ættu því að geta fund ið slaufu við sitt hæfi í dag. Stríðs ára stíll inn hef ur ver ið á ber andi í herrat ísk unni að und an­ förnu. Föt in eru þá helst í jarð lit um og bux urn ar gjarn an í ljós ari kant­ in um. Góð út færsla á þessu út liti væri brúnn jakki, lit uð peysa höfð yfir hvíta skyrtu, bindi eða slaufa og ljós brún ar bux ur. Con ver se skór og háir hæl ar Marg ar stúlk ur kaupa sér ein­ falda ein lita kjóla en brjóta þá upp með skemmti­ leg um auka hlut um. Mjó mitt is belti eru sér stak lega vin sæl um þess­ ar mund ir og stórt og á ber andi skart. Þá skipta skórn ir ekki síð­ ur máli en föt in, bæði hjá stelp um og strák um. Striga skór hafa sjald­ an ver ið jafn vin sæl ir með al drengja og í ár. Marg ir verða ef laust fermd­ ir í Con ver se skóm, þess um klass­ ísku svörtu og hvítu eða í öðr um skemmti leg um lit um. Stelp urn­ ar vilja marg ar gjarn an vera á hæl­ um og nú er bæði botn inn og hæll­ inn stærri en oft áður. Svo kall að­ ir Jef frey Camp bell hæl ar voru til að mynda vin sæl ir í fyrra og verða það aft ur í ár. Aðr ar vilja helst ekki vera á svo háum skóm og þá er víða hægt að finna þægi lega hæla, gjarn­ an fyllta. En sama hvað tísku straum um líð ur eiga ferm ing ar börn fyrst og fremst að velja sér föt sem þau eru á nægð með og líð ur vel í. Þetta er þeirra dag ur. ákj Frjáls leg ferm ing ar tíska í ár Hér má sjá þrjár út færsl ur á spari klæðn aði drengja. Jef frey Camp bell skórn ir eru á fram í tísku. Con­ ver se skórn ir hafa sjald an ver ið vin sælli með al drengja. Þverslauf an hef ur yf ir hönd ina um þess ar mund ir hvað háls tau varð ar. Justin Bieber hef ur löng um ver ið fyr­ ir mynd stráka í klæða burði og hár­ greiðsl um. Í FERMINGARVEISLUNA Bakaríið Brauðval • Vallholti 5 • 300 Akranesi • 434 1413 Afgreiðslutími: Virka daga kl. 12.00 – 18.00 Kransakökur Marsipantertur Súkkulaðitertur Framleiðum kleinur og yfir  25 tegundir af kökum á frábæru verði Bara kökur – Bara ódýrt Long Repair Sjampó og hárnæring Inniheldur Babassu olíu sem styrkir og nærir hárið, fljótandi keratín sem gefur mikla mýkt og kemur í veg fyrir að endar klofni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.