Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 6

Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Lárus tekur við sem forseti ÍSÍ LANDIÐ: Eftir fráfall Ólafs E. Rafnssonar forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 19. júní sl. tók Lárus L. Blön- dal varaforseti ÍSÍ við emb- ætti forseta ÍSÍ, eins og lög ÍSÍ kveða á um. Á fundi fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ 11. júlí sl. var síðan endurskipað í emb- ætti stjórnar sambandsins. Nú skipar Helga Steinunn Guð- mundsdóttir embætti vara- forseta og Sigríður Jóns- dóttir embætti ritara. Gunn- ar Bragason verður eftir sem áður gjaldkeri ÍSÍ. –hlh Umferð jókst um göngin HVALFJ.SV: Samkvæmt töl- um frá Vegagerðinni jókst umferð um Hvalfjarðargöng- in lítillega fyrstu tvær vikurn- ar í júlí samanborið við sömu vikur í fyrra. Nemur aukn- ingin um hálfu prósentustigi. Á sama tímabili dróst um- ferð um Hellisheiði saman um 7,3%. Það sem af er sumri hefur umferð um göngin auk- ist um 1,5%. Að meðaltali er vöxtur í umferð á virkum dög- um 2,1%, á meðan umferð um helgar og á föstudögum drógst saman um 1,3% í Hvalfjarðar- göngum. –hlh Breytingar á trú- og lífsskoðunar- félagsaðild LANDIÐ: Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman tölur um breytingar á trú- og lífsskoð- unarfélagsaðild sem skráðar hafa verið frá 1. apríl til 30. júní á þessu ári. Þann 13. febrúar 2013 tóku gildi breytingar á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999, (lífsskoðunarfélög, aðild barna að skráðum trú- félögum, lífsskoðunarfélög- um o.fl.). Þessar lagabreyt- ingar miðuðu að því að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á við stöðu skráðra trúfélaga. Sam- kvæmt frétt Hagstofunnar gengu 325 fleiri úr Þjóðkirkj- unni en í hana á tímabilinu. Í fríkirkjurnar þrjár gengu 43 fleiri en úr þeim og 138 fleiri í önnur trúfélög en úr þeim. Í Siðmennt, sem er nýskráð lífsskoðunarfélag, gengu 213. Nýskráðir utan félaga voru 69 færri en gengu í félög eftir að hafa verið utan félaga. –mm Enn dregur úr atvinnuleysi LANDIÐ: Samkvæmt nýj- ustu tölum frá Vinnumála- stofnun er atvinnuleysi á Ís- landi 3,9%. Þetta þýðir að atvinnuleysi minnkaði milli mánaða, en það mældist 4,3% í maí. Atvinnuleysi hefur frá áramótum dregist saman um 1,6 prósentustig, var 5,5% í janúar. Staðan á vinnumarkaði er einnig betri miðað við júní í fyrra en þá mældist atvinnu- leysi 4,8% og 6,7% í júnímán- uði árið 2011. Sé atvinnuleysi á landinu skoðað á grunni ein- stakra landshluta kemur í ljós að atvinnuleysi á Vesturlandi er einungis 2% en var 2,3% í maí. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3%. –hlh Karen Líndal í landsliðið HVALFJ.SV: Landslið Íslands í hestaíþróttum er nú fullskipað fyrir Heimsleika íslenska hestsins sem verða í Berlín í byrjun ágúst eftir að liðsstjórinn valdi Karen Líndal Marteinsdóttur í liðið á mánudaginn. Karen er frá Vestri- Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit og keppir á stóðhestinum Tý frá Þverá II en þau urðu í þriðja sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu í Borg- arnesi um nýliðna helgi. Karen er reyndur tamningamaður og þjálf- ari í hestaíþróttum. Hafa hún og hinn átta ára gamli Týr átt góðu gengi að fagna á síðastliðnum fjór- um árum og hefur sá góði árangur nú skilað þeim í landsliðshópinn. Karen keppir í hópi fullorðinna en alls er 21 knapi sem fer til Þýska- lands ásamt hrossum og er þeim skipt í þrjá hópa, fullorðna, ung- menni og knapa kynbótahrossa. -jsb Hross flækt í gaddavírsgirðingu AKRANES: Síðastliðinn laugar- dag klipptu lögreglumenn hross laust sem flækst hafði í gaddavírs- girðingu skammt utan við Akra- nes. Því hafði eflaust þótt grasið grænna á næsta stykki og fest sig í girðingunni í tilraun sinni til að komast í herlegheitin. Hrossinu varð ekki meint af. –sko Ferðamönnum fjölgar áfram LANDIÐ: Um 90 þúsund erlend- ir ferðamenn héldu úr landi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júní. Þetta kom fram í tölum frá Ferða- málastofu Íslands sem birtar voru sl. fimmtudag. Þetta þýðir að ferða- mönnum fjölgaði um 20,9% frá því á sama tíma í fyrra þegar þeir voru tæplega 74 þúsund. Fjölgunin er í takt við aukningu í fyrri mánuðum ársins en samtals hefur aukningin á fyrstu sex mánuðum ársins ver- ið 27,2%. Brottfarir eru nú orðn- ar fleiri en voru allt árið 2003 en nokkuð ljóst er að árið 2013 verður metár í þessu tilliti. –hlh Garðar Bergendal byrjaði árið 2000 að mæla rafbylgjur úr jörðu og rafbylgjur sem koma úr tengl- um, tölvum, gsm símum og ljós- um. Allar þessar bylgjur hafa áhrif á fólk og skepnur og geta valdið ýmsum kvillum á borð við; mí- greni og annan höfuðverk, svefn- truflunum, vöðvabólgu, exemi, þurrk í húð vegna tölvu, fóta- verkjum og fleira. Þá geta raf- bylgjur haft áhrif á búfénað, svo sem sauðfé og valdið t.d. júgur- bólgu í kúm. Garðar býður íbúum á Vesturlandi að koma og mæla bylgjurnar og framkvæma þær að- gerðir sem þarf. Upplýsingar gef- ur Garðar í síma 581-1564 og 892-3341. -fréttatilkynning Á miðvikudaginn í liðinni viku heimsóttu sautján ungmenni á veg- um Skemmtismiðjunnar á Akranesi, Björgunarfélag Akraness. Aðstand- endur Skemmtismiðjunnar eru Haf- dís Bergsdóttir og Hildur Björns- dóttir en þær stofnuðu smiðjuna fyrr á þessu ári. Markmið heimsóknar- innar var að gefa krökkunum færi á að kynnast starfsemi björgunar- félagsins og um leið að kynnast störf- um björgunarmannsins. Krakkarn- ir fengu að spreyta sig á klifri í klif- uraðstöðunni í K2, höfuðstöðvum björgunarfélagsins og einnig að fara í sjóferð að baujunni við Akraneshöfn. Góð stemning var í hópnum og voru ungmennin afar ánægð með heim- sóknina. hlh/ Ljósm. Kolla Ingvars. Töluverður fjöldi af spánarsniglum fund- ust í garði við íbúð- arhús á Akranesi um helgina. Spán- arsniglar af þeirri tegund sem sjást á meðfylgjandi mynd hafa gert vart við sig ítrekað á liðn- um árum en fyrst var tekið eftir þeim árið 2003 í Reykja- vík. Þeirra varð fyrst vart á Akranesi sum- arið 2011. Sam- kvæmt upplýsingum af vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands eru sniglarnir afar algengir í nágrannalöndunum og eru til mik- ils skaða í görðum og garðrækt. Það sem gerir hann að slíkum vágesti er frjósemi hans, stærð og græðgi, en hann er talinn geta étið hálfa þyngd sína á dag af öllu sem lífrænt er, ekki síst garðplöntum. Hann þrífst best í röku og úrkomusömu lofts- lagi en ætla má að veðrátta sumars- ins hafi verið fjölg- un hans hagfelld. Snigillinn er að öllu jöfnu auðþekkt- ur frá öðrum snigl- um hér á landi, þar sem hann er einlit- ur rauður, þótt rauði liturinn geti verið breytilegur. Fullvax- inn er hann tröllvax- inn, miklu stærri en aðrir sniglar af sinni ættkvísl. Á vef Nátt- úrufræðistofnunn- ar segir ennfremur að mikilvægt sé að sporna gegn landnámi spánarsnig- ils eins og frekast er unnt og skal því tortíma þeim sniglum sem ekki gefst kostur á að skila til Náttúru- fræðistofnunar. hlh Hópurinn sem heimsótti Björgunarfélag Akraness á miðvikudaginn. Kynntust starfi björgunarmannsins Býður upp á rafbylgjumælingar Hluti þeirra Spánarsnigla sem fundust í garði á Akranesi um liðna helgi. Ljósm. ki. Spánarsniglum fjölgar í vætutíð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.