Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
„Þáverandi bæjarstjóri, Gísli Gísla-
son, sakaði mig um að hafa stolið
þessum skipsskrúfum en hann stal
þeim sjálfur,“ segir Hafsteinn Jó-
hannsson Akurnesingur og kafari
með meiru, þegar blaðamaður sett-
ist niður með honum að ræða um
skipsskrúfur sem eru við hafnarhús-
ið á Akranesi. „Þessar skrúfur voru
á síðustu Eldingunni minni en ekki
á annarri tveggja ferja sem keyptar
voru hingað árið 1946, eins og bæj-
arstjórinn hélt fram. Meira að segja
var þetta fullyrt í Skagablaðinu
sem þá var gefið út hér á Skagan-
um. Þetta er nú svolítið athyglisvert
að lögfræðimenntaður maður skuli
haga sér svona án þess að kanna
málið því framleiðsluár skrúfanna
er grafið í þær. Svona er þetta. Það
er háttur lögfræðinga að þæfa mál-
in,“ segir Hafsteinn sem síðustu 40
ár hefur búið í Noregi. „Það eina
sem ég fer fram á er að skrúfunum
verði skilað og þá er málið búið,“
segir hann.
Átti þessar skipsskrúfur
frá upphafi
Hafsteinn segist hafa frétt af því
fyrir tilviljun að skrúfurnar hefðu
verið fjarlægðar af lóð æskuheimil-
is síns við Krókatún. „Geiri bróð-
ir bjó þar um tíma og hann kom
skrúfunum fyrir í gamla hænsna-
skúrnum sem er á lóðamörkunum.
Þegar þetta gerðist átti Óli Þórðar
á Hvítanesi þetta hús en leigði það
út meðan hann var í fótboltanum
í Noregi. Leigjandinn sagði bæj-
arstjóranum að hann vissi ekkert
um þessar skrúfur svo hann þyrfti
að hafa samband við Óla. Það var
ekki gert og skrúfurnar fjarlægð-
ar. Ég hef átt þessar koparskrúf-
ur frá upphafi því þær voru á síð-
ustu Eldingunni minni,“ segir Haf-
steinn. Honum er mikið niðri fyr-
ir að leiðrétta þetta og vill ekki sitja
undir því, orðinn 78 ára gamall,
að vera stimplaður þjófur á Akra-
nesi. „Það er alveg rétt að við gerð-
um mikið af okkur nokkrir strákar
á Skaganum á þessum árum. Þetta
voru svo sem engin skipulögð sam-
tök hjá okkur með formann og slíkt
en með mér voru oft Binni skarfur,
Hilmar hressilegi, Andri á Sunnu-
hvoli, Maggi bróðir, Stjáni meik
og fleiri. Það sem ég gerði af mér á
þessum árum gæti ég skrifað á eina
A-4 síðu og svo gæti ég alveg skrif-
að aðra með því sem ég var sakaður
um, en kom hvergi nærri. Við vor-
um bara það sem er í dag ADHD
plús eða mínus fimm. Eins ofvirkir
og hægt var. Við vorum bara fædd-
ir svona og engin ráð til við því þá.
Um tíma var farið að kenna okk-
ur um alla mögulega hluti sem úr-
skeiðis fóru á Akranesi, sérstaklega
mér. „Ég man vel eftir því þegar ná-
granni minn, Stebbi lögga, breytti
þrisvar framburði sínum í ákæru á
mig fyrir að hafa brotist inn í Fiski-
ver. Hann kærði mig fyrir að hafa
skotið máv út um eldhúsgluggann
heima og það var alveg rétt. Hann
var í svo góðu færi þessi mávur að
ég stóðst það ekki að skjóta hann
en þegar hvert ákæruatriðið af öðru
var hrakið fannst mér nóg kom-
ið. Nóg var það samt,“ segir Haf-
steinn sem er með reiðhjól með-
ferðis í húsbílnum sínum. Á hjólinu
fer hann á um allar trissur.
Vegurinn grafinn
Hafsteinn var líka oft í stríði við
Stefán nágranna sinn. Einu sinni
fannst honum hann ganga of langt.
Þá hafði Stefán byggt bílskúr sam-
hliða skúr foreldra Hafsteins og
steypti síðan rúmlega eins metra
háan steinvegg á milli aðkeyrsln-
anna að skúrunum. „Hann steypti
vegginn ekki inni á sinni lóð því
veggurinn var allur á okkar lóð og
því minnkaði lóðin hans ekkert.
Við margbáðum hann um að hafa
vegginn lægri en hann sinnti því
ekki. Þetta var svo þröngt að ég gat
ekki opnað hurðir á bílnum hjá mér
án þess að reka þær utan í vegg-
inn, enda var ég yfirleitt á stórum
amerískum bílum. Ég tók mig því
til einn daginn og gróf rúmlega
metra breiðan skurð meðfram öll-
um veggnum, gekk svo út að götu
og gaf veggnum létt spark og hann
lagðist allur snyrtilega ofan í skurð-
inn. Svo mokaði ég bara yfir. Þetta
var auðvitað svolítið kvikindislega
gert en úr þessu varð samt ekkert
kærumál, því karlinn hefur eflaust
vitað upp á sig sökina.“
Vill ekki vera dæmdur
glæpamaður á
Skaganum
Hafsteinn er greinilega bitur út í
það orðspor sem sveitungar hans á
Akranesi hafa komið á hann. Hann
er reglumaður og hefur aldrei
bragðað áfengi né reykt. Þess vegna
segir hann alltaf meira inni á banka-
bókinni sinni þegar hann komi úr
Íslandsferðum en þegar hann fer
að heiman. Hafsteinn ferðast nú
um landið á sendiferðabíl og ætl-
ar að vera í rúma þrjá mánuði áður
en hann heldur til Noregs á ný. Þar
býr Geiri bróðir hans með hon-
um. „Þetta gekk svo langt um tíma
að Sveina systir varð fyrir barðinu
á þessu þegar hún var að vinna í
Skútunni. Þangað kom smá gutti og
benti á myndina af skútunni minni
á vegg þar og sagði að sá sem ætti
þessa skútu væri glæpamaður. Þeg-
ar hún gekk á hann og spurði hvað-
an hann hefði það, varla hefði hann
lært þetta í skólanum, var hann
fljótur til svars og svaraði um hæl.
„Pabbi sagði það.“ Það er ekki gott
þegar svona rangfærslur eru hafðar
fyrir börnum. Ég var búinn að reyna
lengi að fá byssuleyfi og ég var því
öruggt skotmark hjá lögreglunni
sem aldrei vildi láta mig hafa leyf-
ið. Maður var búinn að vera fasta-
gestur hjá Þórhalli Sæmundssyni
bæjarfógeta um tíma.“ Hafsteinn
er með öll viðurnefni Skagamanna
á hreinu frá því að hann var að alast
upp. „Það þýddi ekkert að nefna
menn með fullu nafni hér áður fyrr.
Þeir þekktust ekki. Ég var með les-
blindu og var í tossabekknum, ef-
laust væri ég greindur þannig núna.
Ég man ekki í hvaða bekk ég var
þegar ég loks náði að lesa 100 at-
kvæði á mínútu og þá klappaði allur
bekkurinn, nema Gvendur Skolli,
sem var kennari, hann sagði að ekki
ætti að klappa fyrir mér. Karlinn
var ekki nokkur kennari og skyldi
ekki okkur krakkana. Alli Sí var
með mér í bekk og Hálfdán kennari
sagði einu sinni að annar okkar yrði
að fara. Á þessum tíma vorum við
bara óþekkir og ódælir. Nú værum
við settir á rítalín en það sem átti
að gera var að virkja kraftinn í okk-
ur til einhvers nýtilegs. Það er ekk-
ert vafamál að þetta átti að gera við
okkur.“ Hafsteinn segist ekki hafa
haldið dagbók en þetta byggi hann
á dagbókum vinar síns.
Allar dagsetningar
á hreinu
„Við skiptum um skrúfur á Elding-
unni í Sandgerðishöfn, renndum
henni þar upp í fjöru. Þær voru svo
settar inn í skúrinn á Krókatúninu
og þetta eru sömu skrúfurnar, sem
ég hef átt alla tíð. Óli Þórðar sagði
mér að á þessum tíma hafi hann
verið úti í Noregi og leigt íbúð-
ina. Leigjandinn hafði sagt honum
að hann gæti ekkert gert í þessu því
verið væri að taka þær. Gísli bæj-
arstjóri stal þeim þar.“ Skrúfurn-
ar verðmætu eru nú til skrauts við
hafnarskrifstofuna á horni Fax-
abrautar og Akursbrautar. Merk-
ingin á þeim er greinileg 11-1965
og merki skipasmíðastöðvarinn-
ar greypt í koparinn. Betri sönn-
un fyrir eignarhaldi Hafsteins er
því vandfundin. „Við skiptum um
skrúfur á Eldingunni þriðjudag-
inn 6. júní árið 1967, það er skjal-
fest í dagbókum og hún var með
tvær skrúfur. Þetta var síðasta Eld-
ingin, sem smíðuð var í Kópavog-
inum. Ég var nú sagður hafa stol-
ið henni en þannig var að báturinn
var kyrrsettur þegar fyrirtækið fór
á hausinn og þeir voru margir fleiri
en ég sem töpuðu peningum í þessu
gjaldþroti. T.d. Þórður Óskarsson,
útgerðarmaður hér á Akranesi, sem
var búinn að borga inn á nýsmíði
sem aldrei varð neitt úr og svo
voru þeir nýju búnir að smíða nýj-
an Baldur á Breiðafjörðinn. Ég fór
því þarna niður á bryggju um borð
í bátinn og sýslumaðurinn æddi
þangað til að kanna hvað ég væri
að gera. „Ég man að hann benti á
koparrör í vélarrúminu og sagði við
mig að þau væru nú mikils virði en
svaraði með því að segja nei. „Þá
lýsi ég því hér með yfir að þú ert
löglegur eigandi bátsins,“ sagði
hann þá. Málið er að ég var búinn
að borga vélina í bátnum og miklu
meira en það en skipasmíðastöðin
notaði peningana til að klára Bald-
ur og þangað fóru líka peningarn-
ir sem Þórður hafði borgað þeim.
Þessi Skipasmiðja Kópavogs ætl-
aði bara að velta þessu öllu á und-
an sér. Eldingin var síðasti báturinn
sem þar var smíðaður en hún var
107 brúttótonn. Við Geiri bróð-
ir keyptum hana svo aftur á níunda
áratugnum og hann gerði hana út
um tíma og hann aðstoðaði skip.
Í dag er þetta hvalaskoðunarbát-
ur og ber ennþá sama nafnið. Við
ætluðum í fyrstu bara að taka vél-
arnar úr bátnum og henda honum
því skrokkurinn var svo illa farinn.
Það var einhver köfunarþjónusta
sem átti bátinn og það hafði verið
hroðalega illa gengið um hann. T.d.
var búið að eyðileggja allar innrétt-
ingar í honum. Við lögðum svolitla
peninga í púkk og keyptum bát-
inn og Geiri gerði hann út. Hann
setti bátinn í slipp hér á Akranesi og
gerði hann fínan.
Á fjölda ljósmynda
Í gegnum árin hefur Hafsteinn tek-
ið mikið af ljósmyndum og ekki síst
á síldarárunum þegar hann fylgdi
síldarflotanum eftir á Eldingunni
og bjargaði þá ófáum bátum frá því
að sökkva, þegar næturnar festust í
skrúfum og fóru jafnvel inn á dekk.
Þær eru margar sögurnar sem sjó-
menn þeirra tíma kunna af afrek-
um Hafsteins þá, en hann þótti
einkar kaldur og tefldi oft á tæp-
asta vað þegar hann kafaði und-
ir báta sem áhafnirnar voru bún-
ar að yfirgefa. „Ég gaf Ljósmynda-
safni Akraness mikið af myndum og
nú hafa um 500 þeirra verið settar
inn á síðu safnsins. Hins vegar tap-
aði ég talsverðu af filmum á sín-
um tíma. Snorri Snorrason, flug-
maður og ljósmyndari, fékk hjá
mér tvær fullar möppur af filmum
en þegar ég loks náði filmunum til
baka aftur vantaði um helminginn
Vill gera upp fortíðina á Akranesi
Hafsteinn Jóhannsson kafari og siglingakappi er búsettur í Noregi en í heimsókn á Akranesi
Hafsteinn við tjaldstæðið í Kalmansvík sem hann segir það ódýrasta á landinu.
Nýjasta Eldingin. Bátur sem Hafsteinn smíðaði sjálfur en fékk ekki skráðan hér á
landi.
Myndin er af málverki en Hafsteinn man ekki nafn málarans.