Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 24

Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Lengi er hægt að horfa á og fylgj- ast með aðgerðarleysi án þess að tjá sig. Segja við sjálfan sig: „Þetta kemur mér ekki lengur við.“ En nú get ég ekki orða bundist leng- ur. Á nýafstöðnu 27. Landsmóti UMFÍ á Selfossi var ég oft spurður af ungmennafélögum víða af land- inu: Hvað er eiginlega að gerast hjá UMSB? Spurningin var sennilega borin fram vegna þess að ég hef lengi tengst undirbúningi UMSB fyrir landsmótin. Einnig vegna þess að Ungmennasamband Borgar- fjarðar hefur ætíð verið áberandi á landsmótum UMFÍ. En þátttakan á nýloknu Landsmóti UMFÍ var í æpandi ósamræmi við fyrri mót. Metnaður lagður í undirbúning Allt frá því að ég kynntist fyrst starfi UMSB árið 1974 hefur ver- ið lagt mikið kapp á góða þátttöku á Landsmótum UMFÍ. Einnig að hafa glæsilegar tjaldbúðir. Skipaðar voru landsmótsnefndir fyrir hvert mót sem unnu ötullega að undir- búningi. Reynt var að fá keppend- ur í sem flestar greinar mótsins. Oft þurfti mikla vinnu og fortölur til að ná þeirri þátttöku sem þótti æski- leg. Margir brugðust við kallinu. Komu ýmsir sjálfum sér og öðrum á óvart með góðum árangri. Burt- fluttir borgfirskir ungmennafélag- ar sóttust eftir því að leggja fram krafta sína á Landsmótinu og þar myndaðist ætíð skemmtileg stemn- ing. Hægt væri að nafngreina marga sem komu að undirbúningi UMSB fyrir Landsmót UMFÍ í áratugi og unnu á mörgum mótum sjálfir, en það verður ekki gert hér. Árið 1997 sá Ungmennasam- band Borgarfjarðar um 22. Lands- mót UMFÍ í Borgarnesi. Mik- il vinna var lögð í undirbúning og mótið var UMSB til sóma. Fjöl- margir lögðu á sig mikla sjálfboða- vinnu. Voru það ekki einungis ung- mennafélagar sem lögðu þar hönd á plóginn. Fjöldi keppenda tók þátt í mótinu fyrir hönd UMSB í hin- um ýmsu greinum og margir unnu til verðlauna. UMSB hlaut þriðja sætið í heildar stigakeppni mótsins á eftir Héraðssambandinu Skarp- héðni og Kjalnesingum. Íþróttaaðstaðan sem byggð var upp kringum Landsmótið í Borgar- nesi bauð upp á að þar yrðu haldin glæsileg mót. Á næstu árum á eft- ir Landsmótinu sá UMSB meðal annars um Norðurlandsmót ung- linga í frjálsum íþróttum, Aldurs- flokkameistaramót Íslands í sundi og Unglingalandsmót UMFÍ. Öll þessi mót voru haldin með miklum glæsibrag og starfsmenn frá UMSB voru eftirsóttir við framkvæmd hinna ýmsu móta á landsvísu. Hver er staðan í dag? Á undanförnum árum hefur hallað verulega undan í starfi UMSB. Svo virðist sem forusta UMSB hafi ekki haft sama áhuga, þekkingu né dug til að halda upp merki sambands- ins líkt og fyrri forusta. Sem lagði sig t.d. fram um að á Landsmót- um UMFÍ væri fjölmennur hóp- ur starfsmanna og keppenda. Það krafðist mikillar vinnu og ósér- hlífni. Nú hefur keyrt um þverbak. Mörg afdrifarík mistök hafa verið gerð. Eitt það alvarlegasta er vafa- laust þegar lagðar voru niður starfs- nefndir sambandsins. Í dag er ekki til staðar hið sterka bakland öflugra stuðningsmanna sem hægt var að leita til og ávallt hægt að treysta á. Að minnsta kosti virðist ekki áhugi fyrir að leita til þessa hóps leng- ur og nýir merkisberar virðast ekki hafa komið í staðinn. Áhugaleysi? Landsmót UMFÍ 50+ fór fram í Vík í Mýrdal 7. – 9. júní sl. Aldrei heyrðist eitt einasta hvatningarorð til þessa aldursflokks frá UMSB fyrir mótið. Þar kepptu þrír félagar í sundi og komu heim með átta gull og þrenn silfurverðlaun í einstak- lingsgreinum. Unnu einnig boð- sundið (ásamt Skagfirðingi) með miklum yfirburðum. Á það hef- ur ekki verið minnst einu einasta orði! Rýr hlutur UMSB á Landsmótinu á Selfossi? Mér dauðbrá þegar ég frétti að keppendur frá UMSB á mótinu væru einungis fimm talsins og að UMSB hefði lent í 17. sæti á mótinu. Það var von að félagar okkar úr öðrum landshlutum yrðu undrandi. Hvað er stjórn UMSB eiginlega að hugsa? Er enginn metnaður leng- ur til að halda merki sambandsins á lofti? Ekki er vitað til að skipuð hafi verið undirbúningsnefnd fyrir Landsmótið og hvatning var nánast engin. Metnaður fyrir mótið virtist lítill og lítið leitað eftir þátttöku hjá okkar unga íþróttafólki sem halda á uppi merki UMSB í framtíðinni. Með þessu áhugaleysi geta forráða- menn UMSB ekki vænst þess að fá eftirleiðis verkefni hjá UMFÍ á landsvísu. UMSB á inneign! Ég leyni því ekki að fyrir gamlan félagsmálamann eins og mig er erf- itt að horfa upp á að slíkt dugleysi ríki innan gamla stórveldisins Ung- mennasambands Borgarfjarðar. Það „sýður“ hreinlega á okkur sem und- anfarna áratugi höfum lagt á okk- ur mikla vinnu til að halda uppi öfl- ugu starfi hjá UMSB. En tími okk- ar er liðinn. Forusta UMSB verður að taka sig taki og „gera eitthvað“. Það er ekki nóg að skipuleggja og skrifa undir einhverja samninga. Aðgerða er þörf. Nú er komið að því að það unga fólk sem naut starfs ungmennasambandsins áður fyrr skili einhverju til baka. Skili til baka þeirri miklu vinnu sem fjölmargir lögðu á sig til að þið gætuð stund- að ykkar áhugamál. Það er komið að því að þið hefjið merki UMSB á loft á ný eftir mögur ár. Á Ung- mennasamband Borgarfjarðar ekki eitthvað inni hjá ykkur? Ingimundur Ingimundarson. Í ljósi umfjöllun- ar í Skessuhorni um skipulagsmál í Borg- arnesi undanfar- ið langar mig að leggja orð í belg. Borgarnes hefur margt umfram aðra bæi hvað varðar fegurð. Hefur þú ekið þjóðveginn í átt að Borgarnesi um miðjan nótt og séð kirkjuna rísa yfir byggðina í myrkr- inu? Götuljósin eru slökkt, að- eins kirkjan og fáar aðrar bygging- ar eru upplýstar. Næturhimininn er fallegur með sína litadýrð, sjórinn kyrr og byggðin sem rís á klettun- um speglast í honum. Í forgrunni dökka birkikjarrið. Brúin teygir sig í boga þvert yfir fjörðinn, byggð- in í Borgarnesi stendur hafinn yfir hann í öryggi og smeygir sig upp og niður klettana, fylgir mishæð- óttu landinu. Eða hefur þú komið að Borgar- nes að vetralagi, í myrkri yfir brúna og séð götuljósin speglast í sjónum? Langar ljóskeilurnar mynda ljósa- spil í alls konar litabrigðum, aðal- lega gul, rauð og appelsínugul, en einnig græn. Alveg eins og rönd- ótti veggurinn í menntaskólanum, Hjálmakletti. Ég held að arkitekt hússins hafi séð það! Þessi sýn eru óvenju falleg. Óvíða er jafn falleg aðkoma að bæ! Þegar nær er komið að sunn- an mætir manni nútíma verslunar- svæði. Stór bílastæði við vöruhúsa- skemmu og bensínstöðvar. Getur þú nefnt bæ þar sem bensínstöðv- ar og nútíma verslunarhúsnæði eru ekki í jaðri byggðar? Hvernig er að- koma Hafnarfjarðar, Selfoss, Blön- dóss eða Akureyrar? Ef ekið er að Borgarnesi að norð- an mætir manni líka falleg sýn. Vel viðhaldinn golfvöllur með miklum trjágróðri, Hvíti bærinn hvítmál- aður trónir yfir völlinn. Aspar trjá- aröð sem er yfir kílómeters löng fylgir manni inn í bæinn, alla leið framhjá Borgarvognum og tjald- svæðinu. Þjóðvegur 1 liggur um Borg- arnes sem er verslunarbær og lif- ir af heimsóknum viðskiptamanna. Verslun og þjónusta krefst mikils rýmis og góðs aðgengis fyrir flutn- ingabíla og viðskiptavini sem marg- ir koma akandi langt að. Á sumrin eru stórir bílar með allar tegund- ir af aftanívögnum í eftirdragi. Öll krefjast ökutækin orku og við þurf- um að fá umferðina og viðskipta- vinina í bæinn. Miðsvæði Borgar- ness var nokkur ár í uppbyggingu. Tvær bensínstöðvar við Brúartorg hafa verið byggðar upp og búið er að ganga frá vegköntum. Sem betur fer er þessi nútíma þjónusta staðsett í jaðri byggð- ar Borgarness. Gamli miðbærinn, hjarta staðarins, hefur sloppið við niðurrif til þess að rýmka fyrir nýju verslunarhúsnæði og bensínstöðv- um. Margt hefði geta farið verr og ýmislegt hefði mátt gera betur. Í heildina séð tel ég samt að Borgarnes sé vel sett hvað varðar fegurð byggðar. Hér eru falin ótal tækifæra í fallegri byggð og aðlað- andi umhverfi. Það er brýnt að við sem erum heimamenn opnum augu okkar fyrir þessu og nýtum tæki- færin. Við getum ekki gert ráð fyr- ir að aðrir gerir það ef að við gerum það ekki sjálf! Ulla R. Pedersen, landslagsarkitekt og heimamaður. Einn af dagskrárliðum á Írskum dögum sem fram fóru nýverið á Akranesi, var söngkeppni barna í risatjaldi við höfnina. Í myndatexta féll niður nafn söngvarans sem söng til sigurs. Hún heitir Isabella Cabrita en hún söng lagið Hallelu- jah með stæl. Beðist er velvirðingar á þessu og myndin af Isabellu birt aftur. mm/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Söngtónleikar verða í Reykholts- kirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 20.30. Fluttar verða kirkjulegar arí- ur stórskáldanna og frönsk og ís- lensk sönglög. Flytjendur eru þau Hólmfríður Friðjónsdóttir sópr- ansöngkona og Fabien Fonteneau, sem spilar undir á orgel og píanó. -fréttatilkynning Pennagrein Frá Landsmóti UMFÍ á Akureyri 1980. Að loknu 27. landsmóti UMFÍ - Fallið stórveldi Pennagrein Fegurð Borgarness Borgarnes. Ljósm. Áskell Þórisson. Hólmfríður Friðjónsdóttir. Söngtónleikar í Reykholtskirkju Söng til sigurs á Írskum dögum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.