Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Page 1

Skessuhorn - 02.10.2013, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 16. árg. 2. október 2013 - kr. 600 í lausasölu HVAR OG HVENÆR SEM ER Með Arion appinu tekur þú stöðuna með einum smelli og borgar reikningana, hvar og hvenær sem er. Þú færð appið á Arionbanki.is. Skannaðu QR kóðann og sæktu appið frítt í símann þinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -1 8 9 2 10 töflur 25% afslát tur Tilbod vikunnar Fersk ýsuflök med roði 990 kr/kg BORGARNESI LAGERSALA Kalmansvöllum 1A (Húsgagnaverslunin Bjarg) SÍÐUSTU DAGARNIR 70% AFSLÁTTUR OG MEIRA AF DÖMU OG HERRAFATNAÐI OPIÐ: FIMMTUDAG 13-18 FÖSTUDAG 13-18 LAUGARDAG 11-15 Segja má að hugmyndin um stórt sameinað sveitarfélag á sunnan- verðu Vesturlandi, stundum kall- að Akraborg manna á meðal, sem sett var fram fyrir nokkrum árum, hafi verið endurvakin á fundi bæj- arstjórnar Akraness í síðustu viku. Þar var samþykkt að Akraneskaup- staður hefði forgöngu um að bjóða þremur öðrum sveitarfélögum til sameiningarviðræðna. Þetta eru Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshreppur. Samanlagt yrði um 11 þúsund manna sveitarfé- lag að ræða. Frásögn af þessu, við- brögð oddvita og fréttaskýring um hvernig sveitarfélagið „Akraborg“ hugsanlega yrði ef af þessari sam- einingu verður má lesa á bls. 24. og 25 í blaðinu í dag. þá Línu- og handfæraveiðum á mak- ríl lauk 30. september síðastliðinn eftir að þær höfðu verið framlengd- ar í tvígang. Til línu- og handfæra- veiða var 3.200 tonnum úthlutað í fyrstu sem skipt var niður á tvö tímabil. Þegar þær heimildir klár- uðust voru veiðarnar gerðar frjálsar fram til 20. september, sem svo var framlengt um tíu daga til viðbótar. Bátum hafði þó fækkað mjög áður en veiðitímabilinu lauk og höfðu margir snúið sér að hefðbundnum veiðum og vinnslu. Í heildina voru veiðarnar stundaðar á 98 bátum og komu þeir með 4.655 tonn af mak- ríl að landi yfir sumarið. Stór hluti bátanna var gerður út frá Snæfells- nesi í sumar og eru 37 af makríl- bátunum skráðir á Vesturlandi. Vinnslur á Snæfellsnesi og víð- ar voru margar hverjar opnar í allt sumar og er það m.a. makrílveiðun- um að þakka. Þar hefur skólafólki og fleirum boðist vinna, en greini- legt er að veiðar og vinnsla á makríl er mikil búbót. sko Makrílveiðar á línu- og handfæri hafa mikla þýðingu fyrir Vesturland Mikill fjöldi báta á makrílveiðum hefur verið gerður út frá Ólafsvík í sumar. Tíu aflahæstu bátar á línu- og handfæraveiðum: 1. Særif SH 180.626 kíló. 2. Brynja SH 176.450 kíló. 3. Ólafur HF 174.011 kíló. 4. Ísak AK 162.399 kíló. 5. Herja ST 155.796 kíló. 6. Fjóla GK 145.786 kíló. 7. Litli Hamar SH 138.740 kíló. 8. Siggi Bessa SH 133.743 kíló. 9. Addi afi GK 133.419 kíló. 10. Hlökk ST 131. 219 kíló Sigurgeir Erlendsson, Geiri bakari í Borgarnesi, er einnig frístunda- bóndi ásamt fleirum á Kárastöð- um. Ærin Dimma bar í vor þremur myndarlegum lömbum. Saman fóru þau svo á afrétt í sumar eins og ger- ist og gengur. Þegar lömbin þrjú, tvær gimbrar og hrútur, voru vikt- uð um helgina kom í ljós að sam- anlagður þungi þeirra var 140 kíló, eða 46,7 kíló að meðaltali hvert lamb á fæti. Án þess að framkvæmd hafi verið vísindaleg úttekt á því er ekki ósennilegt að um Íslandsmet sé að ræða eftir eina á. Fallþungi dilka er ríflega 40% af lífþunga og því gæti Geiri átt von á hátt í 60 kílóum eftir Dimmu, tími hann að slátra lömbunum. Dimma er í eigu Arons Elí Magnússonar barnabarns Geira. Dimma og afkvæmi hennar verða til sýnis á Sauðamessu næsta laugardag í Borgarnesi. mm/Ljósm. sko. Hugmyndin um Akraborg endurvakin Rígvænir dilkar bakarans

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.