Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Side 8

Skessuhorn - 02.10.2013, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Leggja til að auk- inn mjólkurkvóta LANDIÐ: Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn- aði ákvað á fundi sínum í lið- inni viku að gera tillögu um 123 milljón lítra greiðslumark í mjólk árið 2014. Gangi tillag- an eftir, þýðir hún aukningu á greiðslumarki um sjö milljónir lítra frá yfirstandandi ári, meira en dæmi eru um áður. Til- laga um þessa miklu aukningu er til komin vegna verulegrar söluaukningar mjólkurafurða á innanlandsmarkaði undanfar- in misseri, sérstaklega á fitu- ríkari afurðum. Landssamband kúabænda segir þessa þróun á neyslu mjólkurafurða afar já- kvæða fyrir íslenska kúabændur og feli í sér margvísleg tækifæri fyrir greinina. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefur út reglugerð um greiðslumark mjólkur á næstu vikum. Aukn- ing greiðslumarksins hefur ekki áhrif á umfang stuðnings hins opinbera við búgreinina. –mm Kostnaður á grunnskólanem- endur hækkar LANDIÐ: Áætlaður rekstr- arkostnaður á hvern nem- anda í grunnskóla var að jafn- aði 1.467.000 krónur í septem- ber 2013. Á síðasta ári var þessi kostnaður 1.411.587 krónur og árið 2011 var hann 1.321.308 krónur. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands, sem reiknar meðal rekstrarkostnað á hvern nemanda í grunnskólum lands- ins á hverju ári. Útreikningur- inn er byggður á ársreikning- um sveitarfélaga fyrir liðið ár að gefnu tilliti til verðlagsbreyt- inga til þess dags sem útreikn- ingurinn er gerður. –sko Aflatölur fyrir Vesturland 21. - 27. sept. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 11.784 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 8.007 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 9 bátar. Heildarlöndun: 42.759 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 15.888 kg í þremur lönd- unum. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 260.458 kg. Mestur afli: Hringur SH: 64.078 kg í einni löndun. Ólafsvík 17 bátar. Heildarlöndun: 113.866 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 33.425 kg í sex löndunum. Rif 9 bátar. Heildarlöndun: 80.118 kg. Mestur afli: Lilja SH: 20.233 kg í sex löndunum. Stykkishólmur 3 bátar. Heildarlöndun: 9.333 kg. Mestur afli: Kári SH: 5.184 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 64.078 kg. 25. sept. 2. Grundfirðingur SH – GRU: 51.113 kg. 26. sept. 3. Helgi SH – GRU: 48.026 kg. 22. sept. 4. Sóley SH – GRU: 45.524 kg. 24. sept. 5. Farsæll SH – GRU: 40.769 kg. 23. sept. mþh Afli, aflaverð- mæti og ráð- stöfun afla LANDIÐ: Út er komið rit- ið Afli, aflaverðmæti og ráð- stöfun afla 2012 í Hagtíðind- um sem Hagstofan gefur út. Þar kemur m.a. fram að árið 2012 var afli íslenskra skipa tæp 1.449 þúsund tonn sem er 300 þúsund tonnum meiri afli en árið 2011. Aflaverð- mæti árið 2012 nam rúm- um 159 milljörðum króna á verðlagi ársins og hækk- aði um tæplega 5,5 millj- arða króna frá 2011 (3,5%). Á föstu verðlagi miðað við verðvísitölu sjávarafurða var aflaverðmæti 3,4% lægra en árið á undan. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem verkaður var þar. Stærsti hluti botn- fisksaflans var unninn á höf- uðborgarsvæðinu og á Suð- urnesjum (48,9%). Hlutur uppsjávarafla var um 68,4% af aflamagninu en 29,4% af verðmæti landaðs afla. Verðmæti botnfiskstegunda var hins vegar tæp 60,6% af heildarverðmæti en að magni aðeins 28,6%. Verð- mæti aukaafurða sem féllu til við vinnslu fiskaflans nam 4,5 milljörðum króna á árinu 2012 og jókst um 21,8% frá árinu áður. Verðmæti auka- afurða telst þó ekki ennþá inni í heildaraflaverðmæti. –mm Segja upp samningi við Mostra STYKKISH: Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Stykkis- hólms í síðustu viku að segja upp samningi við Golfklúbb- inn Mostra um rekstur upp- lýsingamiðstöðvar. Mostri hefur starfrækt upplýsinga- miðstöðina síðustu sumur. Uppsagnartími samningsins er á tímabilinu 1. september til 15. október á ári hverju og nýtti bæjarstjórn það ákvæði. Bæjarstjórn samþykkti einn- ig ákvörðun bæjarráðs á dög- unum, þar sem samþykkt var að í vetur mun fara fram end- urskoðun á starfsemi upplýs- ingamiðstöðvar í Stykkis- hólmi, með það að markmiði að skoða mögulegar leiðir til að hafa upplýsingamiðstöð starfandi allt árið um kring. –þá Minna atvinnu- leysi kvenna LANDIÐ: Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í ágúst 2013 að jafnaði 188.300 manns á vinnumarkaði. Þar af voru 180.000 starfandi og 8.300 án vinnu og í atvinnu- leit. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Atvinnu- leysi var 4,4% og hefur það minnkað um 1,3 prósentu- stig frá ágúst 2012. Meðal karla var atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum 4,6% mið- að við 4,9% í ágúst 2012 og meðal kvenna var það 4,2% miðað við 6,7% í ágúst 2012. Atvinnuþátttaka mældist 82,9% og hlutfall starfandi 79,3%. –sko Þessa dagana standa yfir flutn- ingar á bókasafni Grundarfjarð- ar yfir í upplýsingamiðstöð bæjar- ins sem áður hýsti Sögumiðstöðina. Sunna Njálsdóttir forstöðumað- ur bókasafnsins stendur í ströngu við flutningana en hún hefur feng- ið vaska félaga úr Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga til liðs við sig við mesta bókaburðinn. Að- spurð segir Sunna að þessu miði vel áfram og stefnir hún á að opna bókasafnið fimmtudaginn 3. októ- ber næstkomandi. Í viðtali sem ný- verið birtist hér í Skessuhorni við Sunnu kom fram að einungis hluti safnkostsins muni verða aðgengi- legur á nýja staðnum, enda rýmið minna. Hluti bókanna á safninu fer því til geymslu. tfk Síðastliðinn miðvikudagsmorgun afhenti Gísli V. Halldórsson í Borg- arnesi MS-félaginu 434.646 krónur sem söfnuðust í afmælishófi í til- efni 70 ára afmælis hans sem haldið var í Hjálmakletti 19. september sl. Berglind Guðmundsdóttir formað- ur MS-félagsins tók við hinni höfð- inglegu gjöf fyrir hönd félagsins. Gísli afhenti félaginu þó ekki ein- göngu peningagjöf heldur einnig forláta söfnunarbauk til eignar sem hann hafði látið hanna og smíða af tilefninu. Málefni MS-félagsins eru Gísla einkar hugleikin en tengda- sonur hans, mágur og hans sonur eru allir með MS-sjúkdóminn. Gísli var ákveðinn í að afþakka allar afmælisgjafir og við undir- búning fjölskyldunnar fyrir afmæl- ið kom upp sú hugmynd að gera einhvern grip eða söfnunarbauk sem hafa mætti frammi í afmælinu. Fékk Gísli Hlyn Ólafsson, tengda- son sinn sem er í námi í bygginga- fræði, til að hanna og gera teikningu að veglegum söfnunarbauk. Síðan fékk hann Borgfirðingana Ingólf Eiríksson til að smíða gripinn eft- ir teikningunni, Pétur Jónsson til að sprauta hann og Björk Jóhanns- dóttur til að skreyta. Öll gáfu þau vinnu sína af miklu örlæti. Óhætt er að segja að útkoma samvinnu allra þeirra sem að komu er virkilega fal- legur söfnunarbaukur sem heldur betur stendur fyrir sínu. „MS-félagið óskar Gísla V. Hall- dórssyni til hamingju með stóraf- mælið og þakkar honum, fjölskyldu hans og vinum, kærlega fyrir hug þeirra í verki til félagsins.“ mm Orkuveita Reykjavíkur hyggst á næstu árum greiða skuldir fyrirtæk- isins niður um 80,3 milljarða króna samkvæmt fjárhags- áætlun sem sam- þykkt hefur verið í stjórn fyrirtækisins. Í fjárhagsáætlun fyr- ir árið 2014 og lang- tímaáætlun fyrir árin 2015 til og með 2019 er áhersla lögð á áframhaldandi að- hald í rekstrinum meðan staðinn er vörður um grunn- þjónustu fyrirtæk- isins. Áætlunin er í samræmi við „Plan“ OR og eigenda frá árinu 2011. „Sparnaður í rekstri Orkuveitunnar hefur skilað góð- um árangri undanfarin ár og telja stjórnendur fyrirtækisins að nú- verandi umfang henti viðfangsefn- um þess. Orkuveitan rekur vatns- veitur, hitaveitur, rafmagnsveitur og fráveitur í um 20 sveitarfélögum auk þess að framleiða orku í fjór- um virkjunum. Fyrirhugaðar fjár- festingar á næstu árum eru einkum í veitukerfum en líka í umhverfis- verkefnum við virkjanirnar tvær á Hengilssvæðinu. Eins og ákveðið var með Plan- inu vorið 2011 er gert ráð fyrir að gjaldskrár Orkuveit- unnar fylgi verð- lagi. Á árunum 2005 til 2010 rýrnuðu gjaldskrár fyrir raf- magn og heitt vatn um u.þ.b. þriðjung. Aðrar forsendur fjárhagsáætlunar eru í samræmi við þjóð- hagsspá. Ljóst er að þróun ytri þátta, svo sem gengis, vaxta og álverðs, getur rask- að þeim áformum sem í þeim birtast. Þung skuldabyrði í erlendum gjaldmiðlum gerir fyr- irtækið viðkvæmara fyrir sveiflum þessara þátta, jafnvel þótt brugðist sé við með áhættuvörnum,“ segir í tilkynningu frá OR. mm Orkuveitan leggur áherslu á lækkun skulda út þennan áratug Bókasafnið í Grundarfirði flutt í upplýsingamiðstöðina Baukurinn góði sem var hluti gjafarinnar og er samstarfsverkefni nokkurra Borgfirðinga eins og fram kemur í fréttinni. Gísli færði MS félaginu höfðinglega gjöf Með Gísla í för við afhendingu gjafarinnar voru Guðrún Birna Haraldsdóttir eiginkona hans, dóttir þeirra Sigrún Halla Gísladóttir, tengdasonurinn Ronny Mathiasen og barnabarnið Sebastian Gísli. Berglind Guðmundsdóttir formaður MS félagsins er einnig á myndinni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.