Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 10

Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum framleiðir þang- og þaramjöl í háum gæðaflokki. Sérstaða fyrirtækisins er lífræn vottun framleiðslunnar og öflun hráefnisins miðar að sjálfbærni nátt- úrunnar. Fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu FMC BioPolymer (71%) og Byggðastofnunar (28%). Ársverk hjá fyrirtækinu s.l. ár voru 16 auk starfa verktaka við þangslátt. Áætluð ársvelta er 400 milljónir kr. Afurðirnar eru að langmestu leyti fluttar út og m.a. nýttar til framleiðslu alginats, fóðurbætis, áburðar og snyrtivara. Rekstur Þörungaverksmiðjunnar hf. hefur gengið vel s.l. ár og er fyrirhugað að efla hann enn frekar á komandi árum. Rík áhersla er lögð á öryggismál og velferð starfsmanna. Á Reykhólum er mikil náttúrufegurð og þar m.a. starfræktur gunnskóli, leikskóli, sundlaug og bókasafn. Nánar á www.thorverk.is Helstu verkefni • Dagleg framkvæmdastjórn með áherslu á öryggi og ábyrgð í rekstri, fjármál, markaðs- og sölumál, starfsmannastjórnun, vöruþróun og dreifingu • Setning markmiða og stefnumótun til framtíðar í samvinnu við stjórn fyrirtækisins • Áhersla er lögð á að viðhalda góðum tengslum við eigendur fyrirtækisins, viðskiptavini og samfélagið Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði stjórnunar, viðskipta-, verk- eða tæknifræði – eða sambærileg menntun • Reynsla af stjórnun í framleiðslufyrirtæki • Reynsla af öryggis- og gæðamálum • Áhersla er lögð á að viðkomandi hafi góða kunnáttu í ritaðri og talaðri ensku og íslensku • Viðkomandi þarf að vera framsækinn og sjálfstæður, sýna frumkvæði og hafa áræði til að takast á við krefjandi stjórnunarstarf hjá traustu og vel reknu fyrirtæki Stjórn Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að takast á við krefjandi stjórnunarstarf í alþjóðlegu umhverfi Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Helga Rún Runólfsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 6. október n.k. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. ráðgjöf ráðningar rannsóknir Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225 Í boði er áhugavert og krefjandi starf í fallegu umhverfi Reykhóla, með góðum kjörum og húsnæði. Í sumar hafa staðið yfir fram- kvæmdir við heimavirkjun á Leirár- görðum í Hvalfjarðarsveit, svokall- aða Bugavirkjun. Bændur á Eystri- og Vestri-Leirárgörðum hafa lengi horft til hagkvæmni þess að koma upp virkjun og rafstöð við Buga- læk. Áætlað er að umrædd virkjun skili allt að 40 kílóvöttum raforku. Bugavirkjun ehf. er félag tveggja lögbýla og fjögurra bænda á Leir- árgörðum, þar sem Magnús Hann- esson bóndi á Eystri-Leirárgörð- um er framkvæmdastjóri og Mar- teinn Njálsson á Vestri-Leirár- görðum stjórnarformaður. Áætl- að er að framkvæmdum við stíflu- gerð og inntaksmarkvirki verði lok- ið í byrjun vetrar, en von er á túrb- ínunni í desembermánuði. Magnús á Eystri-Leirárgörðum segist ekki geta sagt til um hvenær raforku- framleiðsla hefjist. Búið er að steypa stífluna fyr- ir virkjunina og uppsteypa veggjar til hliðar við stífluna sem ramma á af miðlunarlónið eru komnar vel á veg. Sá veggur er 36 metra lang- ur og að jafnaði fimm metra hár. Að sögn Magnúsar bónda reyndist hann nauðsynlegur sökum þess að jarðvegurinn á þessu svæði er möl og því ekki nógu þéttur til að halda vatninu í lóninu. Þá er lagnaefni í virkjunina komið og bíður þess að verða komið fyrir í haust í farveg- inum frá stíflunni niður að Leirá. Nokkuð var fjallað um Bugavirkj- un á síðasta vetri sökum kæru- mála nágranna hinum megin Leir- ár, Leirárskógar ehf, sem eiga þó ekki land að Bugalæk. Í lok síðasta árs var sett lögbann á framkvæmd- ir. Í byrjun árs gaf síðan Orkustofn- un út nýtt leyfi fyrir vatnsmiðlun í virkjunina. Í framhaldi af því gaf umhverfis-, skipulags- og náttúru- verndarnefnd Hvalfjarðarsveitar út nýtt framkvæmdaleyfi og var það í sjötta sinn sem nefndin samþykkti leyfi fyrir virkjun til bænda á Leir- árgörðum, en að virkja Bugalækinn hefur reynst þeim ansi torsótt. Miðlunar- og inntakslón fyr- irhugaðrar Bugavirkjunar verður allt að einum og hálfum hektara af flatarmáli. Í greinargerð með leyfi Orkustofnunar segir að fyrir liggi að landeigendur og hagsmunaaðil- ar í Veiðifélagi Leirár hafi ekki lagst gegn umræddri framkvæmd, aðr- ir en Leirárskógar ehf. Veiðifélag- ið áskilji sér þó rétt til skaðabóta, ef reynslan af rekstri Bugavirkjunar sýnir fram á tjón á Leirá hvað varð- ar fiskgengd og veiði. þá Nafn: Inga Jóhanna Kristins- dóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Forstöðu- maður á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík. Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Ólafsvík, er gift og á fjögur börn og sjö barnabörn. Áhugamál: Fjölskyldan, útivera og ferðalög. Vinnudagurinn: Miðvikudagur- inn 25. september 2013. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Mæti í vinnuna klukkan 8, hress og endurnærð enda hófst morg- uninn í ræktinni kl. 6! Býð sam- starfskonum mínum góðan dag og næturvaktinni góðan svefn. Síðan fer ég með starfsfólkinu í okkar daglega „rappport,“ þ.e.a.s. farið yfir stöðumat hjá öllu heim- ilisfólki sl. sólarhringinn. Klukkan 10: Þá var ég að ganga frá ráðningu tveggja nýrra starfs- manna. Hádegið: Spjallaði við vistfólk, snæddi hádegismat með starfs- stúlkum og fór síðan í apótekið að sækja lyf. Klukkan 14: Yfirfór og sam- þykkti reikninga, svaraði tölvu- póstum og undirbjó starfs- mannafund sem ég var með dag- inn eftir. Hvenær hætt og síðasta verk í vinnunni? Var til klukkan 16. Þá þakkaði ég heimilisfólki og starfs- mönnum fyrir daginn. Fastir liðir alla daga: Rapport- tímar á morgnana, svara tölvu- póstum, fer yfir vinnuplan, rabba við heimilisfólk og ýmislegt fleira enda viðfangsefnin fjölbreytt flesta daga. Hvað stendur upp úr eft- ir vinnudaginn? Alltaf gam- an að ráða nýtt starfsfólk og end- urskipuleggja vinnuplanið út frá því. Var dagurinn hefðbundinn? Já og nei! Þetta var mjög fjölbreytt- ur og skemmtilegur starfsdagur í vinnunni. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði árið 2002. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég vona að mér verði treyst áfram til að gegna þessu starfi. Hef fullan áhuga á að sinna þessu starfi áfram. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, yfirleitt. Eitthvað að lokum? Er mjög heppin með að fá að starfa með svona duglegu og skemmtilegu fólki og umgangast allt þetta yndislega heimilisfólk sem hér býr. Jaðar er góður vinnustaður. Dag ur í lífi... Forstöðumanns dvalarheimilis Virkjunarframkvæmdir komnar á fullt við Bugalæk Bugalækur er ekki stórfljót en mun nýtast vel til framleiðslu raforku. Stífla- og virkjunarstæði við Bugalæk. Unnið að fráslætti á steyptum vegg til hliðar við stífluna sem rammar af lónið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.