Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 11

Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 11
11MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Grunnskóli Grundarfjarðar Laus er staða íþróttakennara við Grunnskóla Grundarfjarðar Um er að ræða 70% starf Umsóknarfrestur er til 15. október Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir, skólastjóri í síma 430 8555 GRUNDARFJARÐARBÆR S K E S S U H O R N 2 01 3 Tveir nýir blaðamenn hafa verið ráðnir til starfa á ritstjórn Skessu- horns. Þetta eru þau Guðný Ruth Þorfinnsdóttir viðskiptafræðingur og Magnús Þór Hafsteinsson rit- höfundur en hann starfaði um ára- bil við blaðamennsku í Noregi og sat auk þess eitt kjörtímabil á Al- þingi. Heiðar Lind Hansson blaða- maður er nú í 6 vikna námsfríi en kemur aftur til starfa um miðj- an nóvember. Samúel Karl Ólason hefur nú látið af störfum á ritstjórn en hann er byrjaður sem blaðamað- ur á Fréttablaðinu. Samúel Karli er þakkað góð störf og nýtt starfsfólk boðið velkomið. mm Síðastliðinn föstudag var skrif- að undir samning milli Hval- fjarðarsveitar og Þjótanda ehf um lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. Verkfræðistofan Efla yfirfór tilboðin sem bár- ust og reyndust þau öll upp- fylla skilyrði og skilmála sem sett voru fram í útboðinu. Við opnun tilboða fyrir um mán- uði síðan reyndist Þjótandi ehf vera lægstbjóðandi í verkið. Hafist verður handa við lagn- ingu og blástur ljósleiðarans í þessari viku en verkinu á að vera lokið 15. júní á næsta ári. Að sögn Laufeyjar Jóhanns- dóttur sveitarstjóra var tilboð í lagningu og blástur ljósleiðar- ans upp á 197 milljónir króna og efniskaup þar að auki fyrir 75 milljónir. Heildarkostnaður við að tengja alla bæi í sveitar- félaginu, þar sem föst búseta er, verður því 272 milljónir króna. „Þetta bætir búsetuskilyrði hér gríðarlega. Raunar svo mikið að hægt er að bera saman dag og nótt í því sambandi,“ seg- ir Laufey sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. Hún segir að þrátt fyrir að Hvalfjarðarsveit sé vel í stakk búin til að ráðast í svo kostnaðarsama framkvæmd, sé það hennar skoðun að ríkið verði að koma að því að styðja við landsbyggðina til að lands- menn allir eigi sama kost á að búa við viðunandi búsetuskil- yrði í fjarskiptamálum. mm Guðný Ruth Þorfinnsdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson blaðamenn. Nýir blaðamenn á Skessuhorn Myndin er tekin við undirritunina og eru það Ólafur Einarsson fyrir hönd Þjótanda ehf og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri fyrir hönd Hvalfjarðar- sveitar sem skrifa undir samningana. Sigurður Sverrir Jónsson oddviti og Gunnar Bachmann frá verkfræðistofunni Eflu vottuðu samningana. Skrifað undir samning um lagningu ljósleiðarans

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.