Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Side 12

Skessuhorn - 02.10.2013, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Ágúst Sig- urðsson rektor Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri undirrituðu samstarfssamning á föstudaginn. Samkomulagið felur í sér samstarf um afmörkuð verkefni sem um- hverfisskipulagsbraut LBHÍ vinn- ur að í tengslum við Akranes. Hlut- verk Akraneskaupstaðar er að verða innan handar í upplýsingagjöf ásamt því að kynna fyrir starfsfólki og nemendum umhverfi og skipu- lag á Akranesi. Nemendur deild- arinnar munu síðan kynna niður- stöður hvers verkefnis í samstarfi við kaupstaðinn. Frá árinu 2004 hafa ellefu Akurnesingar lokið BS námi af þessari braut skólans og átta nemendur unnið BS – verkefni sín með Akranes sem viðfangsefni. „Það er kjörið að nýta þessi tengsl til að styrkja tengsl fræða og fram- kvæmda,“ sagði Helena Guttorms- dóttir námsbrautarstjóri umhverf- isdeildar við undirritun samnings- ins á föstudasginn. grþ Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn á Holtsflöt 9, nýja íbúðakjarna fatlaða á Akranesi, en þar búa tíu einstaklingar í mis- stórum íbúum á neðstu hæðum blokkarinnar. Þá er einnig félags- og starfsmannaaðstaða í sérstakri íbúð í blokkinni. Það voru glað- ir íbúar sem tóku á móti blaða- manni en þeir voru reyndar ný- komnir heim úr vinnunni í Fjöl- iðjunni. Meðal þeirra var Sindri Víðir Einarsson sem búið hefur á Akranesi í nokkur ár, en er úr Reykhólasveitinni. „Það er frá- bært að vera kominn hingað. Ég leigði áður hjá frænda mínum á Einigrund 8. Hérna er miklu þægilegra að hitta vini mína og kunningja. Það er meira að gera hérna og meiri félagsskapur. Ég vildi reyndar fá meira kaup í vinnunni, vantar meiri peninga, enda er ég í hljómsveit sem heitir Rósin og svo er ég líka sundmað- ur. Já, það er pottþétt að það er gott að búa hérna,“ sagði Sindri Víðir. Meiri vinna og félagsskapur Eva Dögg Héðinsdóttir kom á Holtsflötina frá Borgarnesi, en hún hefur í nokkur ár beðið eft- ir því að komast á Akranes þar sem foreldrar hennar búa. „Ég er mjög ánægð með að vera komin á Akranes, þótt ég sé ennþá pínu með hugann í Borgarnesi. Ég er ánægðust með að vera komin ná- lægt pabba og mömmu og það er ekki verra að pabbi er við næt- urvörsluna í næstu íbúð. Hérna hef ég líka meiri félagsskap en ég hafði í Borgarnesi. Það er líka meiri vinna hérna en þar. Þar vann ég tvo tíma á morgnana. Núna get ég slappað af fram á daginn. Mæti í Fjöliðjuna klukkan tólf og þá byrjum við á því að borða. Vinnan byrjar svo klukkan eitt og ég vinn til fjögur. Þetta er mjög gott og ég er mjög ánægð með íbúðina,“ seg- ir Eva Dögg og sýnir blaðamanni sína íbúð, en íbúðirnar á Holts- flötinni eru mjög vistlegar. þá Bæjarstjórn Stykkishólms sam- þykkti á fundi sínum sl. fimmtu- dag áskorun til Kristjáns Þórs Júlí- ussonar heilbrigðisráðherra að tryggja að fyrirhuguðum fram- kvæmdum við húsnæði Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands í Stykk- ishólmi verði fram haldið eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Forsendur framkvæmdanna er m.a. að öldr- unarþjónusta í bænum verði færð á einn stað. Í bókun bæjarstjórnar segir að ljóst sé að mikil rekstrar- hagræðing felist í þeirri aðgerð og auk þess muni hún styðja við aðra starfsemi HVE í Stykkishólmi. „Mikilvægt er að áætlaðir fjármun- ir til verksins verði sóttir í gegn- um fjáraukalög fyrir árið 2013 og þeim framkvæmdum sem hafnar eru í húsnæðinu verði lokið. Einn- ig skorar bæjarstjórn á ráðherra að sjá til þess að háls- og bakdeild sjúkrahússins verði efld til fram- tíðar með því að bæta við lækni og sjúkraþjálfara þannig að deild- in verði nýtt til fulls öllum lands- mönnum til hagsbóta,“ segir í bók- un bæjarstjórnar. þá Töluverðar breytingar eiga sér nú stað í búsetumálum fatlaðra á Akranesi og jafnframt á búsetu- þjónustunni. Enn frekari breytingar eru síðan áætlaðar á næsta ári þeg- ar sambýlinu við Vesturgötu verður lokað, en áður en það gerist verð- ur búið að útvega þeim íbúum sem þar búa búsetu og þjónustu í sam- ræmi við þeirra þarfir. Blaðamaður Skessuhorns spjallaði við þær Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs Akraneskaupstað- ar og Sveinborgu Kristjánsdótt- ur félagsmálastjóra. Þær eru sann- færðar um að það náist sem að er stefnt, að breytingarnar muni auka lífsgæði fatlaðra, skapa þeim meira öryggi og efla félagslega. Á Akra- nesi eins og reyndar í byggðakjörn- um víðar um landið hefur þjónusta við fatlaða byggst upp síðustu ára- tugina. Á Akranesi eru starfandi tvö sambýli og einnig hafa nokkrir fatl- aðir einstaklingar búið í íbúðum víða um bæinn, en notið búsetu- þjónustunnar. Fjöliðjan og önnur þjónusta hefur byggst upp í takt við fjölgun þjónustuþega málaflokks- ins sem fyrir rúmum tveimur árum fluttist frá ríki til sveitarfélaganna á Vesturlandi. Aukin þörf fyrir einkarými Búsetumál fatlaðra taka breyting- um eins og margir aðrir málaflokk- ar í þjóðfélaginu. Það er ekki aðeins að lög og reglugerðir kveði á um að fólk með fötlun geti sjálft valið sér búsetu, heldur á það einnig rétt á meira einkarými en áður var. Þann- ig uppfylla mörg sambýli í landinu ekki þær kröfur sem gerðar eru um rétt til einkarýmis. Það er ástæð- an fyrir því að stefnt er að því að loka sambýlinu við Vesturgötu á næsta ári. „Það hefur legið fyrir að húsnæði sambýlisins er ekki í takt við kröfur dagsins í dag og þeg- ar tækifæri bauðst að leigja íbúðir á Holtsflötinni þá var að hrökkva eða stökkva,“ segir Helga Gunnars- dóttir á fjölskyldusviði Akraneskap- staðar. Nýtt úrræði í búsetumál- um fatlaðra á Akranesi er íbúða- og þjónustukjarni í nýjasta fjölbýlis- húsinu á Akranesi, Holtsflöt 9, þar sem fyrstu íbúarnir fluttu inn fyrir um mánuði. Þar munu búa í eigin íbúðum tíu einstaklingar með fötl- un, sem flestir hafa fram að þessu búið víðsvegar um bæinn. Ein íbúð í þessum þjónustukjarna er fyr- ir starfsmenn búsetuþjónustunnar, sem og félagsaðstaða fyrir íbúana. Aðstaðan býður einnig upp á að einstaklingar geta tímabundið dval- ið í íbúðinni ef veikindi eða ófyrir- séðar aðstæður skapast. Aukið öryggi í þjónustunni Þær Helga og Sveinborg segja að búsetuformið til þessa, það er að einstaklingarnir búi hingað og þangað í bænum, hafi verið óhent- ugt með tilliti til þess takmarkaða fjármagns sem til ráðstöfunar er í búsetuþjónustunni og þjónustu- þarfar. Það hafi gert það að verk- um að ekki hafi verið unnt að veita nokkrum einstaklingum í þessum hópi eins mikla þjónustu og æski- legt væri, það er allt að sólarhrings- þjónustu. Ótvíræður kostur við nýja búsetuúrræðið, þar sem all- ir búa á sama stað, sé að þjónustan verði betri og eintaklingarnir búi við meiri öryggi en áður. Starfsfólk verður til staðar allan sólarhringinn og fjöldi starfsmanna mismunandi eftir tímum dagsins. Þjónustan flyst með Í samtalinu við þær Helgu og Svein- borgu kom fram að þjónusta við fatlaða hafi verið að þróast og sem betur fer fagmennskan í þjónust- unni að sama skapi. Þar eru þroska- þjálfar í lykilhlutverkum. Aðspurð- ar um hvernig að lokun sambýlisins við Vesturgötu yrði staðið, sögðu þær að það væri unnið í samráði við íbúana eða aðstandendur þeirra. Einhver pláss væri til að mynda að losna í sambýlinu við Laugabraut vegna nýju íbúðanna á Holtsflöt. Sambýlinu við Vesturgötu verði ekki lokað fyrr en búið verður að útvega íbúunum búsetu sem sam- rýmist þeirra þörfum. Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn sambýlisins á Vesturgötu haldi áfram störfum í þágu íbúanna sem og í búsetuþjón- ustunni. „Augljóslega verða tals- verðar breytingar bæði fyrir íbúa og starfsfólk en hugur er í starfs- fólkinu og þá eru allir vegir færir,“ segja þær Helga og Sveinborg. þá Hópurinn sem kemur að samstarfinu. Akraneskaupstaður og Landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyri í samstarf Eva Dögg Héðinsdóttir. Ánægð með nýju íbúðirnar Sindri Víðir Einarsson. Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Helga Gunnarsdóttir hjá fjöl- skyldusviði Akraneskaupstaðar. Breytingar í búsetumálum fatlaðra á Akranesi Húsnæði HVE í Stykkishólmi, St. Fransiskusspítli. Ljósm. Þorkell Þorkelsson. Áskorun til ráðherra vegna framkvæmda

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.