Skessuhorn - 02.10.2013, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Vitinn, félag áhugaljósmyndara á
Akranesi, flutti á dögunum í nýtt
húsnæði við Suðurgötu en það er í
eigu Akraneskaupstaðar. Húsnæð-
ið fékkst í raun í skiptum fyrir vita-
gæslu en Hilmar Sigvaldason, for-
maður Vitans, hefur undanfarin tvö
ár ásamt fleiri félögum sínum sinnt
því hlutverki að taka á móti ferða-
mönnum og sýna vitann á Breið.
Þrjú ár eru síðan félagið var stofn-
að en þetta er í fyrsta sinn sem það
hefur fast húsnæði fyrir starfsemi
sína. Hópurinn fer stækkandi en
um sextíu virkir félagar eru skráðir.
„Það var ótrúlegt hvað félagið hef-
ur verið fljótt að vaxa. Það kom mér
og fleirum á óvart hversu marg-
ir stunda áhugaljósmyndun hér á
svæðinu,“ segir Hilmar í samtali við
blaðamann Skessuhorns.
Stefnt er að því að hafa nýliða-
fund í félaginu fljótlega en hægt er
að skoða upplýsingar um Vitann og
skrá sig í félagið á heimasíðu þess;
www.vitinn.net. „Þetta er mikil
breyting til hins betra að vera kom-
in í fast húsnæði með þægilegra að-
gengi fyrir félagsmenn. Húsnæðið
býður upp á margt, svo sem fyrir-
lestra og hægt er að funda hvenær
sem er,“ segir Hilmar. Nú bætist við
möguleikinn að halda námskeið og
kynningar en stefnan hjá Vitanum
er að fara í skólana og bjóða nem-
endum upp á námskeið eða kennslu
í ljósmyndun.
Framundan hjá Vitanum er að
halda ljósmyndasýningu á Vöku-
dögum ásamt því að gefa mynd-
ir í dagatal. „Við erum búnir að
gefa myndir í dagatal Lionsklúbbs-
ins Eðnu síðastliðin tvö ár og það
verður framhald á því. Þetta eru
árstíðabundnar myndir héðan úr
umhverfinu,“ segir Hilmar Sig-
valdason. grþ
Samtök atvinnulífsins og Há-
skólinn á Bifröst stofnuðu form-
lega sl. föstudag Rannsóknastofn-
un atvinnulífsins - Bifröst. Á veg-
um hennar verður unnið að marg-
víslegum rannsóknaverkefnum í
þágu atvinnulífsins. Samtök at-
vinnulífsins hafa ákveðið að leggja
Rannsóknastofnuninni lið næstu
tvö árin og skapa með því sterkan
grunn fyrir stóraukið rannsókna-
starf í þágu atvinnulífsins. Rann-
sóknastofnun atvinnulífsins mun
starfa sem sjálfstæð stofnun inn-
an Háskólans á Bifröst og verður
undir forystu rektors skólans.
Fyrsta verkefnið á vegum Rann-
sóknastofnunar atvinnulífsins
verður að gera rannsókn á fyrir-
komulagi kjarasamninga á Íslandi
og ástæðum þess að ekki tekst jafn
vel að samræma aukinn kaupmátt,
betri lífskjör og lága verðbólgu eins
og á öðrum Norðurlöndum. Þessi
rannsókn verður byggð á vinnu
og niðurstöðum sem fram komu
í skýrslu sem aðilar vinnumarkað-
arins gáfu út eftir sérstaka kynnis-
ferð til Norðurlandanna sl. sumar.
Vonast er til að þessi rannsókna-
vinna á fyrirkomulagi kjarasamn-
inga á Íslandi fæði af sér gagnlegar
hugmyndir og tillögur um hvern-
ig hægt sé að bæta vinnubrögð og
árangur af starfi aðila vinnumark-
aðarins í kjarasamningum.
Fleiri verkefni eru í deiglunni á
vegum Rannsóknastofnunarinn-
ar. Samtök atvinnulífsins og Há-
skólinn á Bifröst leggja áherslu á
að fjölga þeim aðilum sem leggja
Rannsóknastofnuninni lið þann-
ig að starf hennar festist í sessi
á næstu árum. Markmiðið er að
rannsóknir og úttektir á veg-
um stofnunarinnar geti stutt við
margvíslega framþróun í starfs-
skilyrðum og innviðum atvinnu-
lífsins jafnframt því að efla mennt-
un fólks sem kemur til starfa í ís-
lenskum fyrirtækjum. Vilhjálmur
Egilsson rektor Háskólans á Bif-
röst segir að skólinn fái með þessu
samstarfi afar mikilvægan stuðn-
ing frá SA, sem auðveldi skólan-
um mjög að laða góða kennara og
nemendur að skólanum og um leið
bæta gæði skólastarfsins, sem hef-
ur fyrst og fremst þann tilgang að
mennta fólk til leiðandi hlutverka
í íslensku atvinnulífi og samfélagi.
„Háskólinn á Bifröst starfar í nán-
um tengslum við íslenskt atvinnu-
líf og hinn veigamikli stuðningur
Samtaka atvinnulífsins styrkir þau
tengsl enn frekar,“ segir Vilhjálm-
ur rektor á Bifröst.
þá
Hér er hluti hópsins sem tók virkan þátt í að lagfæra félagsaðstöðuna við Suður-
götu.
Áhugaljósmyndaraklúbburinn
Vitinn flytur í nýtt húsnæði
Svipmynd frá fyrsta fundi Vitans í nýja húsnæðinu.
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og Þorsteinn Víglundsson
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að lokinni undirritun skipulagsskrár
fyrir Rannsóknastofnun atvinnulífsins - Bifröst.
Stóraukið rannsóknastarf í
samvinnu við SA á Bifröst
Mánudagur 7. október
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 16.10 – 16.55
Sundæfing hjá Skallagrími,
fyrir alla krakka í 3. og 4. bekk
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 17.30
Hlaupahópur - allir á sínum hraða
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 18.10
Spinning
Þriðjudagur 8. október
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 06.45
Morgunstuð, fjölbreytt leikfimi með Erlu
Menntaskóli Borgarfjarðar kl. 11.20
Gengið, hlaupið eða skokkað eftir „Menntaveginum“ 1,7 km
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 12.00 – 13.00
Hádegispúl með Írisi Grönfeldt
Heilsugæslustöðin í Borgarnesi kl. 13.00 – 15.00
Blóðþrýstingsmælingar
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 16.25 – 17.40
Sundæfing hjá Skallagrími fyrir alla krakka í 5. - 10. bekk
Sundlaugin á Varmalandi kl. 15.00 – 18.00
Frítt fyrir alla í sund í boði UMF Stafholtstungna
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 17.00 - 18.00
Vatnsleikfimi fyrir konur, leiðbeinandi Íris Grönfeldt
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 18.10
Kvennaþrekið, skemmtilegar æfingar fyrir konur
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 18.00 - 19.00
Vatnsleikfimi fyrir karla, leiðbeinandi Íris Grönfeldt
Miðvikudagur 9. október
Heilsuhof í Reykholtsdal kl. 16.00
Tabata, allir velkomnir
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 18.10
Spinning
Fimmtudagur 10. október
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 06.45
Morgunstuð, fjölbreytt leikfimi með Erlu
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 16.25 – 17.40
Sundæfing hjá Skallagrími fyrir alla krakka í 5. - 10. bekk
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 17.00 - 18.00
Vatnsleikfimi fyrir konur, leiðbeinandi Íris Grönfeldt
Frá Íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 17.30
Hlaupahópur - allir á sínum hraða
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 18.10
Kvennaþrekið, skemmtilegar æfingar fyrir konur
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 18.00 - 19.00
Vatnsleikfimi fyrir karla, leiðbeinandi Íris Grönfeldt
Heilsuhof í Reykholtsdal kl. 18.00 - 19.00
Heilsuganga, jógateygjur og slökun
Föstudagur. 11 október
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 12.00 - 13.00
Hádegispúl með Írisi Grönfeldt
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 14.00 - 15.00
Vatnsleikfimi fyrir konur, leiðbeinandi Íris Grönfeldt
Sundlaugin í Borgarnesi kl. 16.15 – 18.15
Sundæfing hjá Skallagrími fyrir alla krakka í 5. - 10.bekk
Mæting í þreksal og svo farið í sund
Óðal kl. 18.00
BÍÓ á vegum körfuknattleiksd. Skallagríms
Heimildamyndin um Örlyg Sturluson, einn efnilegasta
körfuknattleiksmann Íslendinga sem lést árið 2000, aðeins 18 ára
Aðgangseyrir 1.000- kr.
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 18.00 - 21.00
Frítt í sund og þreksal
Kaffi og kósýheit á sundlaugarbakkanum
Laugardagur 12. október
Frá íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 10.00
Hlaupahópur - allir á sínum hraða
Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 10.00
Laugardagsfjör, skemmtileg leikfimi með Guðrúnu, Erlu og Dóru.
Sunnudagur 13. október
Einkunnir kl. 14.00
Gönguferð um Einkunnir með göngunefnd UMSB
Föstudaginn 4. október kl 18.30
Íþróttahúsið í Borgarnesi
Sauðamessumót í körfubolta
Firmakeppni þar sem allir geta skráð lið til leiks. Skráning og nánari
upplýsingar: finnur23@simnet.is og í síma 898 9208.
Vegleg verðlaun í boði.
Þátttökugjald 10.000- kr.
Alla vikuna verða tilboð á
heilsutengdum vörum í:
Nettó og Borgarsport
Allir auglýstir viðburðir í heilsuvikunni eru þátttakendum að
kostnaðarlausu, nema annað sé tekið fram.
Heilsuvika UMSB og Borgarbyggðar
7. – 13. október 2013
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3