Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Qupperneq 16

Skessuhorn - 02.10.2013, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Nýbygging sem nú er að rísa rétt ofan við bæjarhúsin að Kolsstöðum vekur athygli vegfarenda. Álengd- ar er að sjá sem þetta sé ferkant- að hús úr steinsteypu, hugsanlega íbúðarhús. Svo er þó ekki. Þarna er verið að byggja fyrsta tilbeiðslu- húsið á Íslandi sem á að verða fyr- ir alla trúarhópa. „Þetta er alveg nýtt hér á landi,“ segir Helgi Ein- arsson menningarbóndi að Kols- stöðum. Hann stendur fyrir bygg- ingunni á jörð sinni. „Hugmynd- in er sú að þetta verði eins konar hlutlaus helgidómur þar sem fólk getur komið og iðkað sína trú. Þetta verður tilbeiðsluhús að hluta til. Það verða engin föst trúar- tákn hvorki utan á húsinu né inni í því. Eina undantekningin er hurð- in á húsinu. Á henni verða öll þau trúartákn sem við þekkjum. Fólk sem aðhyllist hin ýmsu trúarbrögð getur síðan komið og skapað þann helgidóm sem það vill utan um þau trúarbrögð sem það aðhyll- ist og haldið sínar athafnir. Fólk- ið skapar þannig sjálft þá „kirkju“ sem það trúir á og vill tilheyra,“ segir Helgi Eiríksson. Burðarvirki hússins er úr stein- steypu. Veggir þess verða síð- an klæddir að utan með svörtum borðvið. Torf verður lagt á þakið. Lítill turn verður við helgidóminn. Kross verður reistur uppi í hlíð- inni ofan við húsið. Honum er þó ekki ætlað að tengjast því beint. „Þetta er svar við þeim breyt- ingum sem eru að verða á okkar samfélagi. Fjölbreytnin er alltaf að aukast í trúarbrögðum. Fjölmenn- ingarsamfélagið er orðið stað- reynd á Íslandi eins og í mörgum öðrum löndum. Það hefur skapast bæði af hálfu þeirra sem hér búa en líka vegna þeirra sem sækja land- ið heim. Með þessu húsi er verið að taka tillit til þessa. Við erum að hugsa til langrar framtíðar.“ mþh Þegar komið er að bænum Kolsstöð- um innarlega í Hvítársíðu í Borg- arfirði verður strax augljóst að þar hafa verið gerðar nýstárlegar breyt- ingar. Gömul bæjarhús hafa tekið stakkaskiptum. Myndarlegir veggir hafa verið hlaðnir úr hraungrjóti og bera meistara sínum Unnsteini Elí- assyni frá Ferjubakka í Borgarfirði fagurt vitni. Gengið er inn í það sem áður var fjárhús býlisins að Kols- stöðum og þá verður ljóst að þessi jörð er ekki lengur nýtt til búskap- ar. Hér hefur öllu verið breytt. Fjár- húsin eru nú orðin að stórum og vel búnum sal með upplyftum palli eða sviði við innri endann sem snýr að því sem áður var hlaða. Til hliðar við fjárhúsin er síðan gamalt gróðurhús ættað frá Kleppjárnsreykjum sem nú hefur fengið hlutverk sem eins kon- ar glerskáli. Inni í því má skoða fjöl- mörg listaverk eftir Pál Guðmunds- son frá Húsafelli. Frá hlíðinni þar sem húsin standa að Kolsstöðum má horfa beint yfir að Húsafelli þar sem Páll sinnir sínum sköpunarverkum. Boðið heim Síðastliðinn laugardag var heimboð að Kolsstöðum þar sem Helgi Ei- ríksson menningarbóndi og eigandi jarðarinnar kynnti starfsemina fyrir gestum. Boðið var til þessarar sam- verustundar í samvinnu við Fram- farafélag Borgfirðinga. Helgi keypti jörðina fyrir nærri 14 árum síðan en hún var þá komin í eyði. Síðan hefur hann staðið fyrir ýmsum breytingum og endurbótum sem enn sér ekki fyrir endann á, eins og Helgi segir, því þetta verkefni klárast aldrei og á eftir að þróast inn í framtíðina. Helgi hefur leitast við að að fá aðstoð héraðsbúa í Borg- arfirði við framkvæmdirnar eins og kostur er. Gamalt fjárbú er nú orð- ið að sérstakri menningarmiðstöð þar sem fólk getur komið og sinnt ýmsum hugðarefnum og listsköpun á kyrrlátum stað í stórfenglegri nátt- úrfegurð efri hluta Hvítársíðu þar sem ótal blæbrigði hrauns, gróðurs og auðnar kallast á við einstæða sýn til fjalla og jökla. Allt blandast sam- an í birtu og litum sem veitir ein- stæða náttúrusýn. Í skammdeginu ráða norðurljósin ríkjum og krydda enn frekar þetta magnaða umhverfi. Fjölsóttur staður margbreytilegra gesta Á liðnum árum hafa fjölmargir lagt leið sína að Kolsstöðum til dvalar þar sem ýmsum verkefnum er sinnt þó það hafi ekki farið hátt í fjölmiðl- um. Yfirleitt er um skemmri dvöl að ræða. Ungt listafólk hefur verið áberandi. Tónlistarmenn frá ýms- um löndum hafa stundað æfingar og hljóðritað þar verk sín. Japanskir vís- indamenn sem sinna rannsóknum á norðurljósunum hafa einnig haft þar aðsetur og vinnuaðstöðu. Helgi Eiríksson lýsti staðnum fyr- ir gestum sínum. Honum varð tíð- rætt um þá hugmyndafræði sem leg- ið hefur að baki þeirri uppbyggingu og breytingum sem hann hefur stað- ið fyrir á Kolsstöðum. „Mig langaði til að búa til stað fyrir skapandi fólk. Ég hafði engan áhuga á að búa hér einn eða með fjölskyldunni í lokuðu umhverfi. Ég vil hafa fólk í kring- um mig því þá líður mér best. Hér Hlutlaus helgidómur rís í Hvítársíðu Tilbeiðsluhúsið sést hér til vinstri á myndinni. Fjær eru bæjarhúsin að Kols- stöðum sem sinna nú nýju hlutverki. Flatarmál hússins er svipað og í gömlu sveitarkirkjunum. Lengd þess er 12 metrar en breiddin sex metrar. Þjónusturými er undir sjálfum helgidóminum. Fullbúið verður húsið klætt að utan með svörtum timburborðum og þakið verður úr torfi og veggir við húsið grjóthleðslur. Húsið er teiknað af Glámu-Kím arkitektum í Reykjavík. Menningarbýlið að Kolsstöðum sótt heim fær enginn að dvelja nema hann hafi verkefni til að vinna að. Fólk verð- ur að hafa drauma sem það vill að rætist eða einhverja hugsun að baki því sem það er að vinna. Þessi staður er ekki ætlaður til skemmtana, nema í bland við vinnuna. Verkefnin hafa verið mjög fjölbreytt,“ sagði hann. Húsin felld inn í landslagið „Fyrsti gesturinn kom til dvalar að Kolsstöðum árið 2004. Það var John Miller prófessor í arkitektúr við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Sérgrein hans er að fella hús inn í landslag.“ Prófessorinn var að fara á eftirlaun og vildi komast í næði og gott umhverfi til að sinna frek- ar vinnu við sýningu sem hann var að undirbúa. Kolsstaðir urðu fyr- ir valinu. Miller prófessor fannst landslag- ið umhverfis bæinn alveg stórmerki- legt og það veitti honum innblástur fyrir nýjar hugmyndir. Hann bætti svo um betur og kom með nýjar til- lögur að deiliskipulagi á Kolsstöð- um sem kollvörpuðu því sem Helgi hafði áður lagt mikla vinnu í að gera. „Ég hef algerlega unnið eftir því plani sem hann og arkitektarnir hjá Glámu- Kím hér á landi lögðu upp með. Það er alltaf að koma betur í ljós að þær tillögur voru réttar.“ Staður ljóss og birtu Augljóst er að ljósið og birtan fá að njóta sín í húsunum að Kolsstöðum. Það þarf ekki að koma á óvart. Sjálf- ur starfar Helgi sem lýsingarhönn- uður. Samspil ljóss og skugga er hans sérsvið. Breytingarnar á húsakostin- um að Kolsstöðum er skemmtileg blanda af hinu gamla og nýja. „Ég er upptekinn af því að endurnýta hluti, er alinn upp við það. Hér er allt endurnýtt sem hægt er að nota. Allt innanstokks í húsunum kemur annars staðar að. Það er fengið not- að og átti í raun að henda þegar ég fékk að hirða það. Árið 2007 var mér gjöfult. Þá gat ég hirt ótrúlega góða hluti sem neyslusamfélagið var að losa sig við.“ Uppbygging heldur áfram af miklum krafti á Kolsstöðum. Þar ber nú helst að geta nýstárlega byggingu sem á að verða eins kon- ar helgidómur ætlaður öllum trúar- brögðum. Lesa má um það í grein hér til hliðar. mþh Mörg listaverka Páls Guðmundssonar frá Húsafelli prýða húsin að Kols- stöðum. Kolsstaðir hafa verið í eigu Helga Eiríkssonar síðan 1999. Húsin þar hafa tekið miklum breytingum. Hér eru gömlu fjárhúsin og hlaðan. Helgi Eiríksson kynnir starfsemi Kolsstaða fyrir gestum. Gamalt gróðurhús frá Kleppjárnsreykjum hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga sem skáli þar sem veggur og þak úr gleri veitir frábært útsýni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.