Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 22

Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Þriðjudaginn 15. október er al- þjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Hóp- urinn Englamömmur á Akranesi stendur fyrir tónleikum þennan dag í Tónbergi á Akranesi til styrkt- ar þeim sem missa barn á með- göngu eða eftir fæðingu. Af því til- efni hitti blaðamaður tvær mæður sem tilheyra hópnum, þær Stein- unni Björgu Gunnarsdóttur og Hildi Karen Aðalsteinsdóttur. „All- ir gefa vinnuna sína. Tilgangurinn er að safna peningum til að bæta aðstöðuna á sjúkrahúsinu og í kap- ellunni fyrir þá sem missa börnin sín. Það verður unnið í samvinnu við sjúkrahúsið og kirkjuna,“ seg- ir Steinunn Björg. Á tónleikunum munu koma fram; Ylja, hljómsveit- in Þýða, Stúkurnar og fleiri. Enn eiga nokkrir eftir að staðfesta komu sína og verður nákvæmari dagskrá auglýst síðar. Stuðningshópur fyrir foreldra Hópurinn Englamömmur saman- stendur af mæðrum sem eiga það sameiginlegt að hafa misst barn, annað hvort á meðgöngu eða eft- ir fæðingu. „Þetta er sameigin- legur vettvangur til að hittast og spjalla. Það er gott að tala við ein- hvern sem hefur upplifað það sama. Þetta er það sem við eigum sameig- inlegt, stundum er það rætt mikið og stundum ekki neitt,“ segir Hild- ur Karen um félagsskapinn Engla- mömmurnar. „Ef einhverjir eru í sömu sporum og við og óska eft- ir að vera með, þá hvetjum við þá til að hafa samband. Hópurinn er með Facebook síðu; Englaforeldrar á Akranesi,“ bætir Steinunn Björg við. Í fyrra var haldin bænastund í Akraneskirkju þennan dag og var góð mæting. „Í ár ætlum við hins- vegar að eiga notalega stund sam- an, hlusta á góða tónlist og láta gott af okkur leiða. Það skiptir okk- ur máli að þeirra líf verði til ein- hvers góðs,“ segja þær að endingu. Eftir tónleikana verður farið upp í kirkjugarð til að tendra ljós á leið- um og geta þeir sem vilja farið með og er fólk hvatt til að setja ljós út á tröppur um kvöldið til að sýna stuðning. grþ Síðastliðinn mánudag héldu nem- endur Hvanneyrardeildar Grunn- skóla Borgarfjarðar flóamarkað í húsnæði skólans að Túngötu. „Að standa fyrir markaði sem þessum er í anda þeirrar stefnu sem skól- inn hefur sett sér með Grænfána- viðurkenningunni um sjálfsbærni, þar sem nýtni og virðing fyrir verðmætum eru í hávegum höfð. Markmið með þessu framtaki var einnig að tengja skólann við nær- samfélag sitt og fjölskyldur nem- enda. Við þetta tilefni stigu einn- ig nemendur á stokk og lásu frum- samdar sögur og ljóð og spiluðu á hljóðfæri. Á markaðinum var ýmislegt til sölu; föt, skór, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Gestum gafst gullið tækifæri að gera góð kaup og styðja gott mál- efni því ágóðinn sem af markaðin- um hlaust rennur í sjóð til nem- enda og til góðgerðamála,“ segir í tilkynningu. Því má við þetta bæta að 17. okbóber nk. stendur til að hafa flóamarkað í Kleppjárnsreykja- deild GBF. mm Helgi Daníelsson setti í vikunni upp ljósmyndasýningu í húsa- kynnum Bókasafns Akraness. Hann hefur sinnt ljósmyndun um áratugaskeið og hefur safn- að miklum fjársjóði sem hefur ómetanlegt gildi. Gestum bóka- safnsins býðst nú að sjá nokkr- ar af þessum myndum. „Það eru 25 ljósmyndir á þessari sýningu. Þetta er sitt af hvoru tagi enda ber sýningin yfirskriftina „Úr ýmsum áttum.“ Ég tók saman myndir af mannlífinu á Akranesi frá löngu árabili. Sú elsta er um 50 ára gömul en yngsta mynd- in er nýleg. Allar nema tvær eru teknar af mér,“ segir Helgi. Hann vonar að fólk hafi gaman af að skoða afraksturinn. Helgi er enginn nýgræðingur, hvorki í ljósmyndun eða sýninga- haldi. Áður hefur hann í gegnum árin haldið um 15 ljósmynda- sýningar og hann lætur hvergi deigan síga í þeim efnum þótt hann standi á áttræðu. „Ég var nýverið með sýningu á Safn- asvæðinu í Görðum, í skálan- um þar. Þetta er svo önnur sýn- ingin sem ég set upp í Bóka- safni Akraness. Hin var í fyrra. Þá sýndi ég myndir sem ég tók í síðustu siglingu Akraborgar frá Reykjavík til Akraness. Það er kannski ágætt fyrir fólk að skoða svona ljósmyndasýningu þegar það heimsækir bókasafn- ið og nær sér í lesefni.“ Sýning- in „Úr ýmsum áttum“ var opn- uð 27. september. Myndirnar verða uppi á veggjum Bókasafns Akraness til 25. október næstkomandi. mþh Laugardaginn 19. október nk. verður haldin hópslysaæfing í Borgarfirði á vegum Rauða kross- ins í Borgarfirði þar sem m.a. verða æfð viðbrögð við rútuslysi. „Í kjöl- far námskeiða sem haldin hafa ver- ið hjá deildinni í fjöldahjálparstjórn og sálrænum stuðningi taldi stjórn tilvalið að halda slíka æfingu. Þegar hættuástand skapast vegna náttúru- hamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnakerfi Rauða krossins í gang. Hlutverk RKÍ í almannvörn- um ríkisins er fjöldahjálp og félags- legt hjálparstarf sem felst einkum í því að útvega fæði, klæði og húsa- skjól og veita upplýsingar til fólks á neyðarstundu. Allir viðbragðsaðilar á svæðinu munu taka þátt í æfing- unni, þ.e. björgunarsveitir, slökkvi- lið, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Rauði krossinn og lögregla. Búast má við allt að 100 manns komi að æfingunni með einum eða öðrum hætti,“ segir í tilkynningu. Skipuð var undirbúningsnefnd fyrir æfinguna og eru Haukur Vals- son, Brynjólfur Guðmundsson og Margrét Vagnsdóttir í henni fyr- ir hönd Rauða krossins í Borgar- firði auk þeirra Theódór Þórðar- son yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, Linda Kristjánsdóttir yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Guðni Eðvarðsson úr svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 4 og Jök- ull Helgason forstöðumaður fram- kvæmdasviðs Borgarbyggðar. Jón Brynjar Birgisson verkefnastjóri hjá RKÍ hefur verið nefndinni innan handar og veitt aðstoð og stuðning. mm „Þeir eru margir sem eiga þakk- ir skildar og lögðu okkur lið. Svo vonum við bara að fólk fjöl- menni á Sauðamessuna og ekki síst á ballið um kvöldið, enda er þar á ferðinni ein besta og skemmtilegasta ballhljómsveit landsins,“ segir Hlédís Sveins- dóttir aðal umsjónarmaður Sauðamessunnar í Borgarnesi þetta árið. Messan verður hald- in í Skallagrímsgarði nk. laugar- dag. Í yfirskrift dagskrár segir að þar muni sauðsvartur almúginn skvetta úr klaufunum. Sauða- messunni lýkur með balli í reiðhöll- inni Faxaborg í Borgarnesi. Hvann- dalsbræður leika þar fyrir dansi fram á nótt. Sætaferðir verða með Sæ- mundi frá planinu við Olís, en keyrt er um Bjargsland og til baka. Hlédís er ekki óvön að stússast í kringum Sauðamessuna, ásamt þeim Gísla Einarssyni og Bjarka Þorsteinssyni forustusauðunum, sem höfðu sig minna frammi nú en áður en Hlédís segist samt hafa not- ið áfallahjálpar frá þeim. Hún seg- ir dagskrána núna ekki ósvipaða og áður. Sauðamessan byrjar eins og jafnan á því að lausafé frá Geira bak- ara og fleiri hobbýbænda í Borg- arnesi er rekið frá dvalarheimilinu Brákarhlíð niður í rétt við Skalla- grímsgarð. Þar byrjar hátíðardag- skrá klukkan 14 og í ár er það gæð- ingadómarinn og sauðfjárbónd- inn Sigrún Ólafsdóttir frá Hallkels- staðahlíð sem verður kynnir. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan. Meðal annars útgáfuteiti bókarinnar „Sauðfjárrækt á Íslandi.“ Möguleik- húsið verður með atriði úr barna- leikritinu Ástarsaga á fjöllum. Jóhanna María Sigmunds- dóttir formaður ungra bænda og þingmaður segir nokk- ur vel valin orð. Þá mun hún einnig keppa í læraáti við for- mann Landssambands sauð- fjárbænda og fleiri, áður en formaðurinn flytur hátíð- aræðu (komi hann upp orði). Tónlistaratriði verða í boði sem og kjötsúpa sem Bifhjóla- fjelagið Raftarnir býður upp á, en þar er reyndar um sjö rétta máltíð að ræða. Sérvalið og hægsoðið lambakjöt, handtíndar kartöflur og rófur frá Hraunsmúla, appelsínugular rætur, laukur frá Asíu og þurrkaðar jurtir. Þetta allt verður borið fram í íslensku bergvatnsbaði. Þá verður Sauðamessumarkaður- inn að sjálfsögðu á sínum stað og Skátafélag Borgarness verður með vöfflu- og veitingasölu í skátatjaldi í Skallagrímsgarði. Að sögn Hlédís- ar var einmitt núna sem áður leitað mikið eftir þátttöku félagasamtaka í Sauðamessunni. þá Steinunn Björg og Hildur Karen ásamt Patreki, syni Steinunnar. Englamömmur ætla að halda styrktartónleika Skagamaðurinn Helgi Daníelsson, sem flestir þekkja sem Helga Dan, hefur nú sett upp nýja ljósmyndasýn- ingu í Bókasafni Akraness. Hér stendur hann framan við nokkrar myndanna. Helgi Dan sýnir ljósmyndir Frá lærakappáti á Sauðamessu 2012. Ljósm. hlh. Margt til skemmtunar á Sauðamessunni á laugardaginn Flóamarkaður í Hvanneyrardeild GBF Sambærileg hópslysaæfing var haldin í Sæmundarhlíð í Skagafirði á síðasta ári. Ljósm. Feykir. Hópslysaæfing verður í Borgarfirði 19. október

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.