Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Hvernig litist þér á
sameiningu Akraneskaupstað-
ar, Borgarbyggðar, Hvalfjarð-
arsveitar og Skorradalshrepps í
eitt sveitarfélag?
Guðmundur Ingi Waage
Mér litist nú frekar illa á það.
Sylvía Helgadóttir
Ég hef ekki hugsað um það.
Aleksandra Mazur
Ég held að það væri sniðugt. Ég
veit þó ekki alveg með Akra-
nes.
Aðalsteinn I. Aðalsteinsson
Verður maður ekki að halda í
gamla Borgarnes-Akranes ríg-
inn og segja nei.
Spurning
vikunnar
(Spurt í Borgarnesi)
Hallgrímur Kristinn Hall-
grímsson
Ég hef ekki myndað mér skoð-
un á því.
Hvernig litist þér á
sameiningu Akraneskaup-
staðar, Borgarbyggðar, Hval-
fjarðarsveitar og Skorradals-
hrepps í eitt sveitarfélag?
Þórey Petra Bjarnadóttir
Mér litist vel á það.
Stefán Þórisson
Ljómandi vel.
Kolbeinn Hróar Búason
Það væri örugglega fínt.
Ólöf Magnúsdóttir
Mér hefur alltaf fundist það
vera sjálfsagt.
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Margrét Magnúsdóttir
Ég myndi vilja sjá sameiningu
Akraness og Hvalfjarðarsveit-
ar en er ekki farin að hugsa
lengra.
Markaðsstofa Vesturlands var þátt-
takandi á VestNorden ferðakaup-
stefnunni sem haldin var fyrir um
tíu dögum í Nuuk á Grænlandi.
„Við tókum okkur saman nokkrar
markaðsstofur og vorum með sam-
eiginlegan bás undir heitinu „Rural
Iceland,“ en með því móti gátum
við náð kostnaði niður. Frá Vest-
urlandi mættu einnig tveir fulltrúar
frá Sæferðum auk þeirra hjóna sem
reka Láka Tours/Hótel Framnes í
Grundarfirði. Það var mikill áhugi
fyrir Vesturlandi og var ég fullbók-
uð á fundum með ferðaheildsölum
víða að úr heiminum báða dagana,“
segir Rósa Björk Halldórsdótt-
ir framkvæmdastjóri Markaðsstofu
Vesturlands. Hún segir að aldrei
áður hafi verið eins gaman að segja
frá Vesturlandinu eins og nú. „Það
kemur til af því hversu mikið er að
gerast hjá okkur, mikil fjölbreytni
í afþreyingu og gistingu og marg-
ir sem eru byrjaðir að hafa opið allt
árið um kring. Á því er mikil breyt-
ing frá því þegar ég byrjaði hjá
markaðsstofunni,“ segir Rósa.
Hún segir að markaðsstofan sé nú
byrjað af krafti í tveimur verkefn-
um. Um er að ræða vöruþróun og
markaðsátak, annars vegar sé það
Breiðafjarðarsvæðið og hins vegar
svokallað Akraborgarverkefni sem
snýr að svæðinu Akranesi, Hval-
firði og Borgarfirði. Markaðsátakið
verður með áherslu á fyrirtæki sem
opin eru allt árið og greiða þau fyr-
irtæki mótframlag. Verkefnin eru
styrkt er af Sóknaráætlun Vestur-
lands.
mm
Á fundi bæjarstjórnar Akraness á
þriðjudaginn í liðinni viku var sam-
þykkt samhljóða tillaga Gunnars
Sigurðssonar og Einars Brandssonar
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að
Akraneskaupstaður hafi frumkvæði
að sameiningarvið-
ræðum við sveitar-
stjórnir Hvalfjarð-
arsveitar, Skorra-
dalshrepps og Borg-
arbyggðar. Í grein-
argerð með tillög-
unni kemur fram að
á aðalfundi Samtaka
sveitarfélaga á Vest-
urlandi sem fram fór
í Reykholti á dög-
unum hafi innan-
ríkisráðherra greint
frá því að samein-
ing sveitarfélaga
á Íslandi yrði ekki
þvinguð heldur yrði
það alfarið að vera
í höndum sveitar-
félaganna sjálfra að
hafa frumkvæði að
slíkum viðræðum.
Talsverðar umræður
urðu um tillöguna á
fundinum en í bók-
un frá honum segir
að ef jákvæður vilji
verði til að skoða
málið frekar munu þessi fjögur
sveitarfélög gera með sér samkomu-
lag um framhald málsins. Regínu
Ásvaldsdóttur bæjarstjóra var falið
að fylgja tillögunni eftir.
Í greinargerð segir einnig að mik-
ill vilji sé til þess að aukin og flókn-
ari verkefni færist til sveitarfélaga
svo sem rekstur heilsugæslu og lög-
gæslu. Til þess að þessi þróun haldi
áfram og tryggi um leið bætta þjón-
ustu við íbúa væri ljóst að sveitarfé-
lögin þurfi að stækka. „Aukið sam-
starf eða sameining fyrrnefndra
sveitarfélaga er forsenda bættrar
þjónustu við íbúa þeirra og trygg-
ir um leið samkeppnishæfni þeirra
allra. Í því ljósi er tillaga þessi nú
flutt,“ segir í bókun bæjarstjórnar
Akraneskaupstaðar.
Oddvitarnir ekkert yfir
sig spenntir
„Við höfum verið í miklum sam-
einingum hér á þessu svæði á síðustu
árum og áratugum. Borgarbyggð er
samansett úr 13 gömlum sveitar-
félögum og hreppum og það er sú
sameining sem við höfum unnið að,
búa til eina heild og það er verkefni
okkar ennþá. Borgarbyggð er eitt
af víðfeðmustu sveitarfélögunum í
landinu með 3.500 íbúa og það hef-
ur verið nægt verkefni til þessa að ná
utan um. Við höfum lítið verið að
leiða hugann að stærri sameiningum
þannig að það verður fróðlegt að
heyra hvernig fólk bregst við þessari
tillögu vina okkar á Akranesi,“ segir
Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
byggðarráðs Borgarbyggðar. Bjarki
var inntur eftir viðbrögðum sveit-
arstjórnarfólks í Borgarbyggð við
tillögu bæjarstjórnar Akraness um
sameiningaviðræður fjögurra ná-
grannasveitarfélaga á sunnanverðu
Vesturlandi. Bjarki kvaðst ekkert
geta sagt um það á þessu stigi hvort
sveitarstjórn Borgarbyggðar væri
tilbúin í slíkar viðræður, erindið væri
enn ekki komið í hús og fólk hefði
í raun bara frétt af þessu í gegnum
fréttamiðla þannig að staðan væri sú
í augnablikinu.
Peningahjónabönd
ekki farsæl
„Ég hef ekki trú á því að íbúar hér
í sveit séu hrifnir að þessari tillögu.
Ég get sagt það fyrir mig að ég mun
ekki samþykkja að fara í þessar við-
ræður, þó ég ætli ekki að svara fyrir
aðra í sveitarstjórn. Við höfum nóg
fyrir okkur og það var stemning fyr-
ir sameiningunni hjá okkur fyrir sjö
árum. Þetta er ungt sveitarfélag og
við viljum láta það þróast áfram,“
segir Sigurður Sverrir Jónsson odd-
viti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveit-
ar. Hann sagði að þetta væri ekki í
fyrsta sinn sem Akurnesingar sýndu
áhuga á sameiningu. „Mér finnst það
ekki óeðlilegt og ég myndi gera það
ef ég væri Akurnesingur, en hjóna-
bönd verða sjaldan farsæl ef stofnað
er til þeirra peninganna vegna,“ sagði
Sigurður Sverrir í gamansömum
tón. Ekki náðist í Davíð Pétursson
á Grund oddvita Skorradalshrepps,
til að fá viðbrögð hans vegna tillögu
bæjarstjórnar Akraness.
Íbúarnir eiga að ráða
„Það er sjálfsagt að skoða þetta erindi.
Oddvitar og sveitarstjórar hafa verið
boðaðir á fund sem eftir á að tíma-
setja. Ef hann leiðir í ljós að menn
ætli að fara í viðræður um samein-
ingu munum við kanna hug íbúanna
til þess. Það eru íbúarnir sem verða
að ráða þessu,“ segir Davíð Pétursson
oddviti Skorradalshrepps, þegar hann
var spurður út í sameiningartillöguna
frá bæjarstjórn Akraness. þá
Nokkrar markaðsstofur landshlutann tóku sig saman um að vera með bás á
sýningunni.
Aldrei áður svo mikill áhugi
fyrir Vesturlandi á VestNorden
Rósa Björk Halldórsdóttir.
Bæjarstjórn Akraness óskar
eftir sameiningarviðræðum við
þrjú nágrannasveitarfélög