Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 25
25MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Skotvopnanámskeið
og veiðikortanámskeið
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir umsækjendur
um skotvopnaleyfi og undirbúningsnámskeið fyrir
hæfnispróf veiðimanna.
Skráning fer fram á www.veidikort.is
Skotvopn bóklegt: 17. og 18. okt kl 18.00-22.00
Skotvopn verklegt: 19. okt kl 10.00 Skotsvæði.
Veiðikortanámskeið: 20. okt kl 10.00-17.00
Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 13.000,- og
skotvopnanámskeiðið kr. 20.000.-
Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd
til skrifstofu sýslumanns fyrir námskeiðin. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna
skotvopnaleyfis. Skráning og nánari upplýsingar á vefnum veidikort.is.
Borgarnes
ÚTBOÐ
Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið:
Skorradalur stofnpípa 3. áfangi
Verkið fellst í endurnýjun stofnpípu meðfram vegi 520
frá Litlu-Drageyri að Indriðastöðum 7.
Nýja lögnin verður úr stáli og sett niður í helgunarsvæði vegar 520.
Jafnframt þarf að færa til dæluhús ásamt búnaði suður fyrir veg.
Helstu magntölur eru:
Hitaveitulagnir 1600 m•
Þveranir á vegi 5 stk•
Skurðir fyrir lagnir 1500 m•
Brottakstur efnis 500 m• 3
Verkkaupi gerir kröfu um lágmarks meðalveltu og eiginfjárstöðu bjóðenda
síðustu þrjú ár, sjá nánar í útboðsgögnum.
Útboðsverkið er nánar skilgreint í útboðsgögnum ORV 2013/09
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með þriðjudeginum
1. október 2013 á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is/UmOR/Utbod.
Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík, fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 11:00.
ORV 2013/09
01.10.2013
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Hugmyndin um nýtt sameinað
sveitarfélag á sunnanverðu Vestur-
landi er ekki ný af nálinni. Hún er
vissulega umdeild en líka að sama
skapi áhugaverð að velta fyrir sér.
Valdimar Kristinsson viðskipta- og
landfræðingur skrifaði grein í Fjár-
málatíðindi Seðlabankans árið 1995
sem bar titilinn „Byggðamálin – er
eitthvað til ráða?“ Valdimar hafði
áður skrifað greinar um byggða-
mál þar sem hann hugsaði djarft og
velti upp ýmsum nýstárlegum flöt-
um sem vöktu athygli og umræður.
Í greininni sem hér er nefnd varp-
aði hann fram þeirri hugmynd að
þéttbýlið á suðvesturhorni landsins
yrði í framtíðinni þróað frekar til
norðurs frá höfuðborgarsvæðinu.
Hann benti á að þegar árið 1994
byggju yfir 80% íbúa landsins á
hættulegum jarðskjálftasvæðum. „Í
alþýðlegum fræðum voru þeir tald-
ir flón sem settu öll egg sín í eina
körfu,“ skrifaði Valdimar og benti á
að úrvals byggingaland fyrir fram-
tíðar bæ eða borg væri að finna við
norðanverðan Grunnafjörð á leið-
inni milli Akraness og Borgarness.
Þarna sunnan Skarðsheiðar gæti
hin nýja „Akraborg“ risið í fram-
tíðinni þar sem íbúar yrðu í alfara-
leið og þyrftu hvorki að óttast bú-
sifjar og hættu vegna eldsumbrota,
ofanflóða, sjávarflóða eða jarð-
skjálfta. Góðar hafnir yrðu skammt
undan bæði á Akranesi og Grund-
artanga. Samgöngulega séð á landi
yrði svæðið afar vel í sveit sett. Það
yrði í alfararleið til og frá Snæ-
fellsnesi, Vestfjörðum, Húnavatns-
sýslum, Skagafirði og Eyjafirði, auk
þess sem höfuðborgarsvæðið væri
skammt undan sunnanmegin.
Öflug sveitarfélög
í sókn
Samkvæmt gögnum Hagstofunnar
bjuggu 10.761 á Akranesi, í Borgar-
byggð, Hvalfjarðarsveit og Skorra-
dalshreppi í árslok 2012. Saman-
lagður íbúafjöldi sveitarfélaganna
þriggja hafði þannig aukist úr 8.981
frá árslokum 1998. Þeim hafði
þannig fjölgað um rétt tæp 20%,
eða 1.780 manns á 14 árum. Það
er þokkalegur árangur. Tölur Hag-
stofunnar sýna til dæmis að íbúum
Reykjavíkur fjölgaði um rétt rúm
tíu prósent á sama tímabili. Þegar
litið er um öxl er augljóst að sveit-
arfélögin fjögur hafa verið í mikilli
sókn á þessu tímabili þó auðvitað
hafi skipst á bæði skin og skúrir.
Ekki þarf djúpa rannsókn til að
sjá að Akranes, Borgarbyggð, Hval-
fjarðarsveit og Skorradalshreppur
búa samanlagt yfir miklum styrk á
ýmsum sviðum. Atvinnulíf þeirra
er afar fjölbreytt. Íbúarnir búa yfir
mikilli þekkingu og reynslu á ótal
sviðum. Landbúnaður og sjávar-
útvegur hafa frá fornu fari verið
helstu atvinnuvegir sveitarfélag-
anna. Fjölbreytt matvælavinnsla
hefur þróast innan þessara greina.
Á seinni tímum hafa síðan iðnað-
ur og ferðaþjónusta sótt stöðugt á.
Innan iðnaðarins ber hæst stóriðju-
svæðið á Grundartanga en líka má
finna öflug iðnfyrirtæki á Akranesi
og í Borgarbyggð. Mikil hafnar-
mannvirki eru innan svæðisins þar
sem hæst ber fiski- og frístunda-
höfn á Akranesi og iðnaðarhöfn á
Grundartanga. Sveitarfélögin búa
yfir mikilli náttúrfegurð, þau eru
vinsæl frístundasvæði og geyma
merka sögu. Til að mynda eru á
þriðja þúsund sumarhús í þessum
fjórum sveitarfélögum.
Samgöngumál og fjarskipti hljóta
að teljast í góðu horfi. Vegakerfið til
og frá höfuðborgarsvæðinu norður
í land lægi um hið sameinaða sveit-
arfélag. Hvalfjarðargöng tryggja
öruggar samgöngur við landshluta
sunnan megin fjarðar á meðan
Borgarfjarðarbrú og Borgarnes eru
mikilvægar farleiðir norðanmegin.
Sóknarfærin hljóta að teljast mörg
enda um skamman veg að fara til
fjölmennustu byggðasvæða lands-
ins á suðvesturhorninu.
Menntakerfið er sterkt. Tveir
háskólar eru á svæðinu. Þeir sinna
bæði rannsóknum og kennslu á
breiðum sviðum innan þjóðfélags-
mála og náttúruvísinda. Tveir
framhaldsskólar auk fjölda leikskóla
og grunnskóla sinna yngri aldurs-
hópum. Nýtt sameinað sveitarfé-
lag gæti státað af einu sjúkrahúsi,
tveimur dvalarheimilum fyrir aldr-
aða og miklum íþróttamannvirkj-
um sem mæta fjölbreyttum áhuga
íbúanna á hreyfingu og hollum lífs-
háttum.
Veltir átta milljörðum
Það kostar fjármuni að standa und-
ir fjölbreyttri þjónustu við íbúana.
Heildartekjur sveitarfélaganna
fjögurra voru samtals rétt tæpir átta
milljarðar króna á síðasta ári. Við
hugsanlega sameiningu yrði sjálf-
sagt horft í það hvort og þá hvern-
ig hægt yrði að hagræða frekar svo
veita mætti sem besta þjónustu fyr-
ir hverja krónu. Tilgangur samein-
ingar hvort sem það eru sveitarfé-
lög eða fyrirtæki er jú aukin hag-
kvæmni.
Mótvægi í byggðastefnu
til framtíðar?
Augljóst er af grein Valdimars
sem nefnd var hér í upphafi, að
hann sá fyrir sér að öflugt sveitar-
félag á Vesturlandi yrði mótvægi
við „borgríkið“ á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu. „Akraborg“ gæti orð-
ið mikilvæg stoð fyrir hinar dreifð-
ari byggðir norðvestar og norðar á
landinu. Lokaorðin í ritgerð hans
frá 1995 eru þessi: „Þótt búast megi
við, og eðlilegt sé, að byggðin fær-
ist töluvert saman frá því sem nú er
getur það varla verið framtíðarsýn
fólks, að hér verði nánast borgríki
og fáir aðrir en landverðir á víð og
dreif um fósturjörðina. Tuttugasta
og fyrsta öldin er að ganga í garð.
Íslenska þjóðin lifði naumlega af
hungur og hafís þegar verst lét, en
lifir hún af góðærið?“
Góðærið svokallaða endaði sem
kunnugt er í mestu efnahagsham-
förum sem þjóðin hefur hingað til
mátt reyna. Lesendum er eftirlát-
ið að hugleiða frekar hvort sú brot-
lending kalli nú á að menn hugsi
hlutina upp á nýtt og velti jafnvel
fyrir sér að stíga frekari skref í þá
átt að hugmyndin um „Akraborg“
yrði að veruleika.
mþh
Fréttaskýring:
Hvernig yrði nýtt sveitarfélag (Akraborg)?
Horft yfir hluta af hinu nýja „borgarstæði“ norðan Grunnafjarðar. Séð frá Geirmundartindi á Akrafjalli. Ljósm. mþh.