Skessuhorn - 02.10.2013, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Nemendur framhaldsskólanna á
Vesturlandi hafa undanfarin miss-
eri keppt innbyrðis um keppnis-
rétt fyrir hönd síns skóla í Fram-
haldsskólamótinu í paintball. Í
Fjölbrautaskóla Snæfellinga var
keppt síðastliðinn fimmtudag og
alls tóku 50 nemendur FSN þátt
í mótinu í átta liðum, en skól-
inn sendir tvö lið á mótið sem
haldið verður í Skemmtigarðin-
um í Grafarvogi. Sigurliðin voru
tvö og heita þau Lummurnar og
Team Shrek, en liðin voru jöfn af
stigum og þurftu því að keppa í
bráðabana. Lummurnar báru sig-
ur úr býtum í bráðabananum og
eru því skólameistarar FSN í pa-
intball.
Í undankeppni Fjölbrautaskóla
Vesturlands kepptu 79 nemend-
ur í 14 liðum um þátttökurétt í
aðalkeppninni. Keppt var þann
20. september og stóð keppnin
yfir í fimm tíma. Að lokum stóðu
tvö lið uppi sem sigurvegarar en
það voru liðin Massaða crewið og
Mirin og munu þau lið keppa fyrir
hönd FVA í lokakeppninni. Ekki
er búið að ákveða dagsetningu úr-
slitakeppninnar.
sko
Tilkynnt var síðastliðinn mánu-
dag til lögreglunnar í Borgarfirði
og Dölum um dauðan og rotnandi
skíðishval á fjöru í landi Lamb-
astaða á Mýrum. Bóndi á næsta bæ
gekk fram á hvalshræið í fjörunni
þar sem hann var að huga að fé.
Lögreglan fór á staðinn og kann-
aði aðstæður. Hvalurinn sem er um
18 metra langur hafði sýnilega ver-
ið dauður í fjörunni í nokkurn tíma.
Að mati lögreglu hefur hvalinn trú-
lega rekið þarna upp í síðasta stór-
streymi og suðvestan stormi. Ekki
er ólíklegt að hann hafi einmitt rek-
ið á land í sama óveðrinu og búr-
hvalinn rak á land í Suðurey úti
af Löngufjörum og sagt var frá í
Skessuhorni í síðustu viku. Höfðu
menn á orði að það yrði trúlega
auðvelt að vinna á tófunni í vetur
þegar hún færi að sækja í „ilmandi
skrokkinn“ í landi Lambastaða.
Áður hefur hvali rekið á fjörur fyr-
ir Lambastaðalandi. Meðal annars
fyrir rúmum aldarfjórðungi þeg-
ar rak stóran hval nærri bæjarhús-
unum. Þá sagði í tilkynningu frá
lögreglu á þriðjudag að tilkynning
hefði borist um annan minni hval
rekinn undan Miðhúsum á Mýrum
og sé verið að kanna þann hvalreka
betur.
þá
Íbúðalánasjóður auglýsti í liðinni
viku fjölda eigna á Akranesi til sölu
og er tilboðsfrestur í þær til 10.
október næstkomandi. Alls voru
auglýstar til sölu 22 fasteignir og á
þeim lista má finna fjölbýlishús sem
og smærri húseignir. Flestar eru
eignirnar í eldri hluta bæjarins og
mikið af þeim í lélegu ásigkomu-
lagi. Þessi sala er liður í átaki Akra-
neskaupstaðar og Íbúðalánasjóðs til
að styrkja eldri hluta bæjarins sem
kom meðal annars fram í viðtali
nýverið við Regínu Ásvaldsdóttur
bæjarstjóra hér í Skessuhorni.
þá/ Ljósm. Friðþjófur H.
Stofnað hefur verið menningarfé-
lag á Akranesi sem ber hið virðu-
lega nafn Kalman-listafélag. „Kal-
man mun starfa í nánu samstarfi við
hið öfluga tónlistarlíf sem er við
Akraneskirkju, sem og aðra menn-
ingarvini á Akranesi sem hafa áhuga
á góðu listasamfélagi. Kalman-lista-
félag er hugarfóstur Sveins Arnars,
organista Akraneskirkju og listvina
hans. Þróun félagsins er í mótun en
markmiðið er að bjóða upp á
a.m.k. eina tónleika í mánuði
yfir vetrartímann, standa fyr-
ir námskeiðum, fyrirlestrum
og öðru sem býður upp á list-
sköpun og jákvætt umhverfi,“
segir í tilkynningu frá Kalman
listafélagi.
Framundan eru ýmsir við-
burðir og má nefna fjölskyldu-
tónleika sunnudaginn 13. októ-
ber þar sem söngvararnir Val-
gerður Guðnadóttir og Þór Breið-
fjörð munu flytja lög úr Disney-
myndum og söngleikjum. Á degi ís-
lenskrar tungu, þann 16. nóvember,
mun Sigurbjörg Þrastardóttir bæj-
arlistamaður Akraness, verða gest-
ur Kalmans. Flutt verður dagskrá í
tali og tónum.
„Öllum gefst kostur á að gerast
Kalmansvinur. Í því felst að greiða
fast árgjald og mynda Kalmansvin-
ir með því nauðsynlegan fjárhags-
grunn til að standa straum af kostn-
aði við metnaðarfullt menningar-
starf. Innifalið í árgjaldinu er af-
sláttur á alla tónleika og viðburði á
vegum Kalmans. Til að gerast Kal-
mansvinur og/eða fá nánari upplýs-
ingar er einfaldast að senda tölvu-
póst á netfangið kalmanlistafelag@
gmail.com eða hafa samband við
Svein Arnar í síma 865-8975.
mm
Landsþing samtakana POWER-
talk var haldið í Borgarnesi 3. til
5. maí í vor. Nú hefur landsstjórn
samtakanna ákveðið að halda kynn-
ingarfund á Bifröst fimmtudaginn
3. október klukkan 18:00. Þar verð-
ur starf samtakanna kynnt með því
markmiði að stofna deild, segir í
fréttatilkynningu frá þjálfunarsam-
tökunum sem leggja áherslu á ein-
staklingsmiðaða þjálfun í tjáningu.
Félagar úr landsstjórn samtakanna,
ásamt núverandi félögum, munu
segja frá starfinu og reynslu sinni
innan samtakanna á fundinum. Til-
gangur fundarins er auk þess að
kynna samtökin og hvað einstak-
lingar geti öðlast með þátttöku og í
framhaldinu eru vonir bundnar við
að stofnuð verði deild fyrir alla þá
sem áhuga hafa og eru þeir hvatt-
ir til að mæta og kynna sér starfið
og möguleikana. Nánari upplýsing-
ar má finna á heimasíðu POWER-
talk. sko
Réttað var í Snæfellsbæ um liðna
helgi, bæði í Hinnarétt í Ólafs-
vík og Þæfusteinsrétt á Hellissandi
þar sem margt fólk var saman kom-
ið. Að sögn Laufeyjar Kristmunds-
dóttur voru um 30 manns við smöl-
un og dregið var í dilka í Hinna-
rétt á laugardaginn. Smölun gekk
þokkalega þrátt fyrir fremur hryss-
ingslegt veður, en snjóað hafði í fjöll
um nóttina og síðan rigndi og blés
hressilega meðan réttað var. Eft-
ir að smölun lauk var boðið upp á
íslenska kjötsúpu og bakkelsi í fjár-
húsunum hjá Ólafi Helga og Brynj-
ari Kristmundssyni og þáði fjöldi
gesta að gæða sér á veitingunum.
Spilað var á harmonikku og mynd-
aðist skemmtileg stemning áður en
farið var út í slagveðrið til að draga
í dilkana í Hinnarétt.
af
Meðlimir POWERtalk á góðri stundu.
Kynningarfundur Powertalk á Bifröst
Kátur hópur.
Réttað í Snæfellsbæ um helgina
Dregið í dilka í Hinnarétt.
Systkinin Laufey og Brynjar kampakát að njóta veitinga.
Team Shrek mun einnig keppa á stóra mótinu fyrir hönd FSN.
Framhaldskólanemendur keppa í paintball
Hér eru Lummurnar, skólameistarar FSN í paintball.
Íbúðalánasjóður með fjölda
eigna á Akranesi til sölu
Kalman-listafélag tekið
til starfa á Akranesi
Hvalurinn á fjörunni við Lambastaði. Ljósm. tþ.
Hval rak á land á Mýrum