Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Hún getur verið býsna hörð lífs- baráttan. Þessi mynd er tekin á Fax- abryggjunni á Akranesi um helgina. Þar hafði einhver skilið eftir beingarð úr ýsu og var veisla hjá mávunum, það er að segja þeim sem eitthvað fengu. Ljósm. Kolla Ingvars. Kristinn J. Erlingsson náði á ljósmynd þegar fálki gerði sig heimakominn við bæinn Kjaransstaði í Hvalfjarðarsveit síðastliðinn laugardag. Náði fálkinn að klófesta sér smærri fugl, sem venjulega er tákn boðbera friðar og kærleika, hvíta dúfu, og éta hana. mm Bjarni Harðarsson fyrrverandi al- þingismaður og núverandi bóksali á Selfossi hefur í sumar átt þátt í útgáfu fimm nýrra bóka, sem hann ýmist sjálfur er útgefandi að eða aðstoðað ýmsa við útgáfuna. Þær bækur sem um ræðir eru: Sýnis- bók safnamanns eftir Þórð Tóm- asson, Vettlingar frá Vorsabæ eft- ir Emilíu Kristbjörnsdóttur og Val- gerði Jónsdóttur, Mennirnir með bleika þríhyrninginn eftir Heinz Heger, Mannlífsmyndir eftir Vig- fús B. Jónsson og Bleikir fiskar eftir Ólöfu Völu Ingvarsdóttur. Rekur sögu safnmuna Sýnisbók safnamanns er eftir Þórð Tómasson safnvörð í Skógum og er þetta tuttugasta bók hans, en fyrsta bók hans; Eyfellskar sagnir I kom út árið 1948. Í Sýnisbók safnamanns rekur Þórður ævintýralega sögu safnmunanna í Skógum. Í Sýnis- bók safnamanns veitir safnvörður- inn lesandanum hlutdeild og inn- sýn í heim sem er í senn heillandi og brotgjarn. Fram spretta karl- ar og kerlingar sem handléku gripi þessa og áttu sína dýrgripi ofan í út- skornum trafaröskjum löngu liðins tíma. Þjóðtrú og galdur birtist t.d. í skrifum um sigurlykkju sem lesand- inn getur hér lært að hnýta. Sylgju- lengja frá Ægissíðu er einstök heimild um smíði úr hvalbeini. Vettlingabók fyrir byrjendur og vana Vettlingar frá Vorsabæ er aðgengi- leg bók sem geymir yfir 50 fjöl- breyttar vettlingauppskriftir eft- ir mæðgurnar Emelíu Kristbjörns- dóttur og Valgerði Jónsdóttur. Í bókinni eru uppskriftir að belg- vettlingum, fingravettlingum, reið- vettlingum og þversum prjónuðum vettlingum. Bæði er lýst hefðbundn- um aðferðum og ýmsum tilbrigð- um þegar kemur að þumli, stroffi og úrtöku. Flestar uppskriftirnar í bókinni eru fyrir lopa og léttlopa en einn- ig má þar finna vettlinga s e m prjónað- ir eru úr kambg- arni og u l l a r - g a r n i . B á ð a r miðla mæðgurnar af mikilli reynslu þegar kemur að prjónaskap. Í Vett- lingum frá Vorsabæ finna bæði byrjendur og þaulvant prjónafólk eitthvað við sitt hæfi og einföldustu uppskriftirnar er upplagt að nota til kennslu í skólum. Voru lægstir allra í fangabúðum Bókin Mennirnir með bleika þrí- hyrninginn eftir Heinz Heger kom fyrst út í Þýskalandi 1972 en hef- ur ekki áður komið út á íslensku. Rit þetta er talið með- al höfuð- rita í rétt- indabaráttu s a m k y n - h n e i g ð r a og markar djúp spor í mannrétt- indabaráttu síðustu ára- tuga. Hér segir Aust- urríkismað- urinn Josef Kohout sögu sína en hann dvaldi líkt og þúsundir ann- arra í fangabúðum nasista á stríðs- árunum fyrir þær sakir einar að vera samkynhneigður. Mennirnir með bleika þríhyrninginn er ekki aðeins vitnisburður um hrottaskap nas- ismans heldur einnig og ekki síð- ur er hér velt upp almennri afstöðu mannsins til samkynhneigðra. Mennirnir sem merktir voru bleik- um þríhyrningi voru lægstir allra í fangabúðunum og fengu eftir stríð- ið enga uppreisn æru þrátt fyrir hryllilega meðferð. Tvær bækur frá Bóka- smiðjunni Loks hefur Bókasmiðjan á Selfossi sent frá sér tvær bækur; Mannlífs- myndir eftir Vigfús B. Jónsson og Bleika fiska eftir Ólöfu Völu Ing- varsdóttur. Í bleikum fiskum eru þrjár hroll- v e k j a n d i og spenn- andi sögur um ævin- týri nokk- urra ungra e i n s t a k - linga. Ólöf Vala er sex barna móðir í R e y k j a - vík. Hún er uppalin í Reykholti í Bisk- upstungum sem er sögusvið einn- ar sögunnar. Bleikir fiskar er fyrsta bók höfundar. Mannlífsmyndir er skrifuð af sagnamanninum Vigfúsi B. Jóns- syni fyrrverandi alþingismanni og bónda, en hann sækir efnivið smá- sagna sinna í fjölbreytilegar og kímnar hliðar mannlífsins. Marg- ar af sögunum eiga sér fyrirmyndir í einum og öðr- um at- b u r ð i sem bor- ið hef- ur fyr- ir augu h ö f - undar á l a n g r i ævi. Við k y n n - umst hér l a n d a - b r u g g - urum og kvenna- mönnum, misheppnum pólitíkus- um og andríkum skáldum. Sam- skipti kynjanna eru umfjöllunar- efni í nokkrum sögum Vigfúsar og á köflum innlegg í jafnréttisbaráttu karla. Sögur Vigfúsar eru á kjarn- yrtu íslensku alþýðumáli og í þeim eru varðveitt fjölmörg orð og orð- tæki sem tilheyrðu veröld sem var. sko Frystitogarar HB Granda, Örfir- isey RE, Þerney RE og Höfrung- ur III AK, veiddu alls 6.440 tonn af makríl í sumar og 496 tonn af síld sem meðafla, eða rúm 7%. Þetta kemur fram á vefsíðu HB Granda. Farið var til veiða á Þerney þann 19. júní og í júlí var henni siglt til veiða í grænlenskri lögsögu. Höfr- ungur og Örfirisey voru við veið- ar í íslenskri lögsögu en Höfrungur hóf þó ekki veiðar fyrr en um miðj- an júlí. Örfirisey var aflahæst frysti- togara HB Granda með 3.145 tonn og þar af 206 tonn af síld. Þerney var með 3.070 tonn en þar af voru 225 af síld og rúmlega 640 tonn af makríl sem fengust í grænlenskri lögsögu. Höfrungur III veiddi 720 tonn af makríl og þar af 65 af síld. Á síðu HB Granda segir að makríl- veiðarnar, sem standi til boða yfir sumarmánuðina, hafi átt stóran þátt í því að hægt sé að halda tog- urunum í útgerð allt árið. Án þeirra þyrfti að gera hlé á útgerð margra togara síðustu mánuði kvótaársins. sko Borgfirski tónistarmaðurinn Heim- ir Klemenzson hefur undanfarna mánuði verði að taka upp sína fyrstu sólóplötu í hljóðveri Péturs Hjalte- sted, Hljóðsmiðjunni í Hveragerði. Stefnt er á að upptökum ljúki í október og platan muni koma út á fyrstu mánuðum ársins 2014. Plat- an mun innihalda frumsamda tón- list eftir Heimi en hann og Krist- ján Gauti Karlsson skipta texta- gerðinni á milli sín. „Tónlistinni mætti lýsa sem jazzskotnu rokki/ poppi með proggi ívafi. Dæmi um áhrifavalda eru Pink Flood, Steely Dan, Weather Report og Yes,“ seg- ir Heimir. Miðvikudaginn 9. októ- ber mun Quintet Heimis Klemenz- sonar halda tónleika á Kollubar á Hvanneyri ásamt Arnari Ásbjörns- syni frá Haukatungu og hljómsveit- inni Dusty Miller. Allir þessir lista- menn hafa verið að vinna að sínum fyrstu plötum undanfarið þannig að á tónleikunum mun hljóma mik- ið af nýrri íslenskri tónlist. Kollu- bar verður opnaður klukkan 20.30 og byrja tónleikarnir stundvíslega klukkan 21.00. Aðgangseyrir er litlar 500 krónur og segist Heimir hlakka til að sjá sem flesta. mm Ein af fyrstu haustlægðum ársins gekk yfir með tilheyrandi roki og grenjandi rigningu aðfararnótt sl. miðvikudags. Sjaldgæft er að fólk fari í útilegur þegar komið er fram á mitt haust og allra veðra er von og því vakti það athygli að sjá tjöld á tjaldsvæðinu á Akranesi þá um morguninn. Blaðamaður skrapp á svæðið og hitti þar fyrir belgískan ferðamann, sem vildi ekki láta nafn síns getið, en hann hafði leitað skjóls í þvottahúsaðstöðu á tjaldsvæðinu þá um nóttina. Belginn sagðist hafa ákveðið að fara í útileguna þrátt fyrir viðvaranir íslenskra vina sinna. „Ég var of þrjóskur, ég hlustaði ekki,“ sagði hann. Hann vaknaði svo kald- ur og blautur í ónýtu tjaldinu seint um nóttina. „Þegar ég vaknaði lá ég blautur í polli með tjaldið ofan á mér, það brotnaði í vindinum.“ Ferðamaðurinn hafði hent tjald- inu þegar blaðamann bar að garði og var að bíða eftir að komast til Reykjavíkur í húsaskjól. „Ég er bú- inn að ferðast víða, þetta var vandað og gott tjald. Það var svolítið gam- alt en hafði virkað vel hingað til. Ís- land drap einfaldlega tjaldið mitt,“ sagði hann að lokum og hló. Eig- endur hinna tjaldanna tveggja sem eftir voru sáust hins vegar hvergi. grþ Fálki á dúfnaveiðum Baráttan um bitann Fimm nýjar bækur úr fórum Bjarna bóksala Harðarsonar Sýnisbók safnamanns er tuttugasta bók Þórðar í Skógum. Mæðgurnar Emilía og Valgerður búa yfir mikilli reynslu í prjónaskap. Þúsundir samkyn- hneigðra einstaklinga voru sendir í fangabúðir á tímum nasismans. Bleikir fiskar er fyrsta bók Ólafar Völu. Mannlífsmyndir er safn smásagna sem margar hverjar eiga sér fyrir- myndir í raunheimi. Örfirisey RE á siglingu. Ljósm. hbgrandi.is. Makrílveiðar gengu vel hjá frystitogurum HB Granda Quintet Heimis spilar á Kollubar í næstu viku Umkomulaus tjöld eftir slagveðurs rigningu þá um nóttina. Ísland drap tjaldið mitt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.