Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Side 30

Skessuhorn - 02.10.2013, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Ungmennafélagið Skallagrímur í Borgarnesi og Norðurál hafa sam- ið um stuðning við íþróttastarf inn- an vébanda körfuknattleiksdeild- ar og knattspyrnudeildar Skalla- gríms næstu þrjú árin. Um 130 ein- staklingar á öllum aldri æfa körfu- bolta á vegum félagsins og ámóta fjöldi stundar þar knattspyrnu. Að sögn Ágústar Hafberg hjá Norður- áli, er það starfsfólki fyrirtækisins ánægjuefni að leggja sitt af mörk- um til starfsemi Skallagríms. „Bæði starfsfólk og verktakar úr Borgar- byggð starfa fyrir Norðurál og það samræmist stefnu fyrirtækisins að styðja við félagsstarf í nágranna- byggðum sem bætir og eflir mann- líf,“ segir Ágúst. „Þessi samningur við Norður- ál skiptir starfsemi okkar miklu máli og styrkir alla okkar innviði,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeild- ar Skallagríms. Hann segir styrk- inn verða nýttan til að efla barna- og unglingastarf og jafnframt til að standa við bakið á úrvalsdeildar- liðinu í baráttu bestu körfuknatt- leiksliða landsins. „Einnig erum við með fjölsótt barnamót ár hvert sem Norðurál styrkir. Það er hverju félagi dýrmætt að hafa öfluga bak- hjarla og Norðurál er einn okk- ar helsti bakhjarl í körfuboltanum í Borgarnesi og Borgarbyggð.“ Í sama streng tekur Ívar Örn Reyn- isson, formaður knattspyrnudeild- ar Skallagríms. „Við höfum smám saman verið að efla starf deild- arinnar og auka gæði og umfang þjálfunar, sérstaklega í yngri flokk- unum. Fjárhagslegur stöðugleiki er sá grunnur sem framfarir í íþrótta- starfi grundvallast á enda er öllum ljóst sambandið milli árangurs og öflugra bakhjarla.“ mm Sameiginlegt lokahóf meistara- flokks karla og kvenna í Víkingi Ólafsvík fór fram á Hótel Ólafsvík síðastliðið laugardagskvöld. Þrátt fyrir að meistaraflokkur karla hafi fallið úr Pepsí deildinni er árang- ur félagsins á liðinni leiktíð sá besti í sögu félagsins. Meistaraflokkur kvenna lék einnig sitt fyrsta tímabil undir merkjum Víkings á Íslands- mótinu í A riðli í 1. deild. Gleði- efnin voru því ærin. Alfreð Már Hjaltalín var valinn efnilegasti leik- maðurinn auk þess að hljóta titilinn markakóngur liðsins. Markmaður- inn Einar Hjörleifsson var kosinn leikmaður ársins. Hjá konunum var Víktoría Ellenardóttir talin efnileg- ust, markakóngur var Lovísa Mar- gét Kristjánsdóttir og leikmaður ársins var Freydís Bjarnadóttir. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar fyrir tímamótaleiki. Björn Pálsson, Steinar Már Ragnarsson, Guðmundur Magnússon, Emir Dokara og Dominik Bajda hlutu viðurkenningar fyrir 50 leiki. Eldar Masic og Tomasz Luba fengu við- urkenningar fyrir 100 leiki, Fann- ar Hilmarsson fyrir 150 leiki og Einar Hjörleifsson fyrir 250 leiki. Stuðningsmönnum félagsins var fagnað vel á hófinu enda hafa þeir staðið sig frábærlega í sumar. Voru þeir kjörnir stuðningsmenn ársins í Pepsímörkunum. þa Lokahóf ÍA í knattspyrnu fór fram í Gamla kaupfélaginu á Akranesi sl. laugardagskvöld. Hjá meist- araflokki karla var Joakim Wrele kjörinn besti leikmaðurinn og Birta Stefánsdóttir best hjá meist- araflokki kvenna. Efnilegastur hjá körlunum var valinn Hallur Flosa- son og Eyrún Eiðsdóttir hjá kon- unum. Leikmaður ársins, valinn af stuðningsmönnum, var Ármann Smári Björnsson hjá körlunum og Guðrún Karitas Sigurðardóttir hjá konunum. Í 2. flokki voru bestu leikmennirnir Alexander Már Þorláksson og Gréta Stefáns- dóttir og efnilegust Albert Haf- steinsson og Bryndís Rún Þór- ólfsdóttir. Kiddabikarinn, leik- maður ársins, var valinn Guð- laugur Þór Brandsson. TM bik- arinn, leikmaður ársins, var Ey- rún Eiðsdóttir. Viðurkenningar fyrir fjölda leikja fengu þeir Guð- jón Sveinsson fyrir 400 leikir, Jón Vilhelm Ákason 200 leikir, Arn- ar Már Guðjónsson, Aron Ýmir Pétursson og Garðar Bergmann Guðlaugsson 150 leikir og Einar Logi Einarsson og Andri Adolp- hsson fyrir 100 leiki. þá/ Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir. Verðlaunahafar í 2. flokki kvenna ásamt Margréti Ákadóttur þjálfara. Wrele og Birta best hjá ÍA Bestu og efnilegustu leikmennirnir hjá meistaraflokkum karla og kvenna, Wrele, Birta, Hallur og Eyrún. Leikmenn að mati stuðningsmanna, Ármann Smári og Guðrún Karitas. Leikmennirnir sem fengu viðurkenningu fyrir leikjafjölda ásamt Haraldi Ingólfssyni framkvæmdastjóra til vinstri. Verðalaunahafar í 2. flokki karla. Frá undirritun styrktarsamnings. Fremri röð: Björn Bjarki Þorsteinsson, Ágúst Hafberg og Ívar Örn Reynisson. Aftari röð: Sumarliði Páll Sigurbergsson knatt- spyrnumaður og Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, körfuknattleikskona. Norðurál gerist aðalstyrktaraðili Skallagríms Uppskerugleði hjá Víkingum í Ólafsvík Lovísa Margrét Kristjánsdóttir markakóngur, Alfreð Már Hjaltalín efnilegasti leik- maðurinn og markakóngur, Viktoría Ellenardóttir efnilegasti leikmaður kvenna, Freydís Bjarnadóttir leikmaður ársins og Einar Hjörleifsson leikmaður ársins. Fannar Hilmarsson fékk viðurkenn- ingu fyrir 150 leiki og Einar Hjörleifs- son fyrir 250 leiki. Eldar Masic og Tomasz Luba fengu viðurkenningar fyrir 100 leiki. Steinar Már Ragnarsson, Björn Pálsson, Emir Dokara og Guðmundundur Magnússon voru verðlaunaðir fyrir 50 leiki. Dominik Bajda vantar á myndina.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.