Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Page 32

Skessuhorn - 02.10.2013, Page 32
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA HANDVERKSBAKARÍ Matarmikil kjötsúpa og kaffi Tilboð kr. 1150.- Hnoðað heilhveitibrauð Kr. 250.- Allar kökur á borði Kr. 500.- Tilboð um Sauðahelgi Föstudag og laugardag Sauðadiskur: Flatkaka m/hangikjöti Skonsa m/osti Rúgbrauð m/kæfu Kleina Kaffi Tilboð kr. 850.- Umhverfisverðlaun Akraneskaup- staðar fyrir árið 2013 voru afhent á mánudaginn. Í ár var ákveðið að veita verðlaun í tveimur flokkum; hvatningarverðlaun fyrirtækja og fallegasta einkalóðin. Í hópi fyrir- tækja varð fyrir valinu Ægisbraut 11 en Furugrund 44 í flokki íbúð- arhúsa. Hvatningarverðlaun fyrirtækja Gísli Jónsson ehf. á Ægisbraut 11 fékk hvatningarverðlaunin að þessu sinni. „Árið 2013 hefur lóðin tek- ið miklum stakkaskiptum og hef- ur Gísli Jónsson, lóðarhafi, ver- ið þar í fararbroddi í tiltekt á lóð- inni og sýnt metnað í að gera lóð- ina og nánasta umhverfi snyrti- legra. Framtakið er til fyrirmyndar og hvatning til annarra fyrirtækja að gera slíkt hið sama,“ segir í um- sögn dómnefndar. Fallegasta einkalóðin Furugrund 44 fékk að þessu sinni verðlaun fyrir fallegustu einkalóð- ina. Var sú ákvörðun einróma nið- urstaða dómnefndar. Eigendur lóð- arinnar eru þau Ingibjörg Eygló Jónsdóttir og Guðmundur Sæ- mundsson. „Lóðin er einstaklega vel hirt og ekki er síðri fjölbreyti- leiki þar. Hvert rýmið tekur við af öðru með mismunandi hlutverki og fjölbreyttum gróðri en má þar nefna plöntur úr íslenskri flóru, bónda- rósir, jarðarberjaplöntur og glæsi- legt 37 ára gamalt eplatré. Einnig ber að nefna að Ingibjörg og Guð- mundur hlúa vel að nánasta um- hverfi og miklar þakkir fá þau fyr- ir umhirðu á göngustíg við lóð- ina. Þau eru öðrum íbúum til fyrir- myndar bæði hvað varðar umhirðu og fegurð lóðarinnar og þátttöku þeirra í að fegra bæinn okkar,“ seg- ir í umsögn dómnefndar. Þess má til gamans geta að eplatréð sem stend- ur í bakgarði hússins er það elsta og stærsta sinnar tegundar á Íslandi og ber mikinn ávöxt á góðum sumrum. „Við erum alveg að drukkna í eplum þegar við fáum gott sumar, í fyrra voru epli hérna út um allt,“ segir Ingibjörg Eygló Jónsdóttir. grþ Lóðin við Furugrund 44 er fjölbreytt og falleg. Umhverfisverðlaunin 2013 afhent á Akranesi Eigendur lóðanna með verðlaunin ásamt fulltrúum frá Akraneskaupstað sem stóðu að verðlaunaveitingunni. F.v. Írís Reynis- dóttir, Guðmundur Valsson, Gísli Jónsson, Guðmundur Sæmundsson, Ingibjörg Eygló Jónsdóttir og Regína Ásvaldsdóttir. Athafnalóðin við Ægisbraut 11 þykir til fyrirmyndar í umgengni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.