Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 Kreppan kom aldrei til Vesturlands ef mælt er út frá hagvexti landshluta á árabilinu 2007 til 2011. Fram- leiðsla dróst hins vegar saman á Austurlandi, Suðurnesjum og höf- uðborgarsvæðinu. Þessi svæði mæld- ust einnig með hraðasta hagvöxt- inn á þensluárunum sem enduðu með hruninu haustið 2008. Mesta hjöðnunin í einum landshluta varð á Austurlandi. Þar nam hún 15%, enda höfðu staðið yfir miklar fram- kvæmdir þar í aðdraganda krepp- unnar. Samdráttur í byggingafram- kvæmdum skýrir svo 8% minnk- un framleiðslu á Suðurnesjum. Fall fjármálageirans og minni byggingar- framkvæmdir ullu því að framleiðsla á höfuðborgarsvæðinu skrapp sam- an um 8 prósent á árunum 2007 til 2011. „Á Norðurlandi, Suðurlandi, Vest- fjörðum og Vesturlandi varð hins vegar hvorki kreppa né samdráttur eftir 2007, nema þá í mjög stuttan tíma,“ segir í skýrslu sem Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands og Þróun- arsvið Byggðastofnunar hafa tek- ið saman. Skýrslan ber heitið „Hag- vöxtur landshluta 2007-2011.“ Mestur varð hagvöxturinn á Vest- urlandi árið 2011 en það skýrist af framkvæmdum við stóriðju. Þetta skýrir einnig að mestu leyti vöxt- inn á árabilinu 2004 til 2011. Eng- inn hagvöxtur mældist hins vegar fyrir árin 2007-2011. Það er bet- ur sloppið en þegar litið er á landið sem heild því framleiðslan á Íslandi dróst saman um 7% á þessu sama árabili. Annar iðnaður en stóriðja og fiskvinnsla dróst saman á Vest- urlandi á þessum árum. Slökkt var á ofni Sementsverksmiðjunnar á Akranesi árið 2011 eftir áralangan samdrátt í starfsemi. Þar störfuðu 90 manns árið 2003. Annað sem vekur athygli er að raunbreyting á húsnæðisverði varð einna mest á Vesturlandi á ára- bilinu 2007-2011. „Breyting á hús- næðisverði frá 2007 – 2011 sýn- ir vel hvernig hugmyndir fólks um framtíðina breyttust á þessum árum í hinum ýmsu landshlutum,“ segir í skýrslunni. Hún opinberar að húsnæðisverð á Vesturlandi hafi fallið um 31 prósent á þessu árabili. Það var ein mesta lækkun sem varð á landinu. Þessi lækkun var svipuð á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi. Mesta lækkun hús- næðisverðs varð hins vegar á Suð- urnesjum eða 35 prósent. Skýrsluna í heild má finna á vef Byggðastofunar (http://www. byggdastofnun.is/). mþh Ferðaþjónustan á Vesturlandi hélt á fimmtudaginn í liðinni viku upp- skeruhátíð sína fyrir árið 2013 í gamla skólahúsinu í Reykholti. Um 60 fulltrúar úr ferðaþjónustunni alls staðar að á Vesturlandi komu saman til að ræða næstu skref í markaðs- málum greinarinnar í landshlutan- um. Það er ljóst að starfsemi Mark- aðsstofunnar er komin að tímamót- um. Hún stendur veikum fótum fjárhagslega og stríðir bæði við fjár- svelti, taprekstur og gamlar skuld- ir. Í máli Magnúsar Freys Ólafsson- ar stjórnarformanns Markaðsstofu Vesturlands kom fram að heildar- tap á rekstrinum var alls um 13,2 milljónir króna á árabilinu 2008 til 2012. Tap hefur verið á rekstri Markaðsstofunnar hvert einasta ár frá því hún var stofnuð árið 2008, ef undan er skilið 2010. Þá var hagnaðurinn 2,3 milljónir. Mest varð tapið 2009, alls 9,7 milljón- ir, sem skýrist af því að kostnaður vegna stofnunar Markaðsstofunn- ar fór úr böndunum.Taprekstur hin árin frá stofnun Markaðsstofunnar hefur ekki snúist um háar fjárhæð- ir. Það stefnir einnig í lítils háttar taprekstur á þessu ári. Gamalt tap, Landbúnaður 3% Sjávarútvegur 20% Stóriðja,veitur 20% Annar iðnaður 6% Byggingar 4% Verslun, hótel, veitingar, samg. 12% Fjármálafyrirt. og önnur þjónusta 15% Opinber þjónusta 19% Enginn hagvöxtur mældist á Vestur­ landi á árabilinu 2007 til 2011 Þessar hressu síldarstúlkur hjá Agustson í Stykkishólmi starfa innan sjávarútvegsins. Hann er ásamt stóriðjunni og opinberri þjónustu, burðarásinn í framleiðslunni á Vesturlandi. Saman standa þessar greinar fyrir nálega 60% hennar í landshlut- anum. 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 ´04-´11 ´07-´11 4% 11% 4% 1% 9% -4% -6% 2% 18% 0% Hagvöxtur á Vesturlandi á árunum 2004-2011: Skipting framleiðslu á Vesturlandi 2011 eftir atvinnugreinum Vilja að Markaðsstofa Vesturlands fari undir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og þá einkum ársins 2009, hcefur reynst Markaðsstofunni fjötur um fót. Tekjur sem annars ættu að fara í markaðsstarf sogast að miklu leyti í að greiða fjármagnskostnað og af- borganir af skuldahala fortíðar. Einhugur um framhald Þrátt fyrir rekstrarörðugleikana voru vinnuhópar fundarmanna sem störfuðu til að fjalla um framtíð Markaðsstofunnar einhuga um að starfseminni skyldi haldið áfram. Að óbreyttu mun Rósa Björk Hall- dórsdóttir framkvæmdastjóri Mark- aðsstofunnar hætta störfum um áramótin. Hún hefur stýrt daglegu starfi Markaðsstofunnar frá 2011. Skessuhorn birti 10. október síðast- liðinn viðtal við Rósu þar sem fram kom að hún teldi sig hafa neyðst til að eyða alltof miklum kröftum í að sinna rekstrarvandamálum. Það hafi bitnað á starfi hennar að mark- aðsmálum. Nú væri komið nóg af slíku. Hún sagði því upp starfi sínu. Um svipað leyti ákvað stjórn Mark- aðsstofunnar að leggja stöðu henn- ar niður þar sem það stefni í breyt- ingar á starfsemi stofunnar. Fund- armenn á Uppskeruhátíðinni skor- uðu á Rósu að halda áfram að starfa fyrir ferðaþjónustuna á Vestur- landi. „Markaðsstofan hefur unnið ómetanlegt starf á síðustu tveim- ur árum. Það er mjög mikilvægt að það haldi áfram,“ sagði Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir hjá Landnámssetri Íslands í Borgarnesi og uppskar lófatak. Vilja undir SSV Í máli starfshópanna kom einn- ig fram að einhugur væri á bak við hugmyndir um að Markaðsstofan yrði færð undir hatt Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi (SSV) sem sæi þá um rekstrarhliðina. „Það gengur ekki að starfsfólk Markaðs- stofunnar hafi stöðugar áhyggjur af því hvort til séu fjármunir til að greiða út laun og að stofan lifi að stórum hluta á styrkjum. Svo fást kannski ekki styrkir sem sótt hef- ur verið um og vonir stóðu til að fengjust og þá standa menn frammi fyrir vandamálum. Ég held að það yrði mjög jákvætt ef rekstrarhlut- inn færi undir Samtök sveitarfé- laga á Vesturlandi. Tillögur vinnu- hópanna fara nú til stjórnar Ferða- málasamtakanna sem útbýr tillögu sem við leggjum fyrir stjórn SSV,“ segir Björn Páll Fálki Valsson for- maður Ferðamálasamtaka Vest- urlands. Reikna má með að stjórn SSV taki þetta mál til umfjöllun- ar á aukaaðalfundi sem samtökin munu halda í vetur. Hann tengist ákvörðunum um breytingar á starf- semi samtakanna. Sveitarstjórar á Vesturlandi hafa undanfarið unn- ið saman í starfshóp sem gera á til- lögur um framtíðarskipulag SSV. Sá hópur skilar af sér tillögum til stjórnar SSV innan tveggja vikna. Strax í framhaldi af því verður boð- að til aukaaðalfundar samtakanna þar sem ákvarðanir verða teknar. Þar má búast við að framtíðarstefna í starfsemi Markaðsstofunnar verði mörkuð. Tvenn verðlaun veitt Að lokinni ráðstefnunni í Reyk- holti, sem stóð þar til síðdegis, var farið í óvissuferð að Húsafelli og Kolsstöðum í Hvítársíðu. Síð- an var uppskerukvöldverður. Þar var Snorrastofu í Reykholti afhent verðlaunin „Höfðinginn“ fyrir árið 2013. Það er farandstytta og viður- kenning Ferðamálasamtaka Vest- urlands fyrir góðan árangur í starfi við ferðaþjónustu. Bergur Þor- geirsson forstöðumaður Snorra- stofu tók við þeim. Sveitamarkað- urinn Ljómalind í Borgarnesi fékk svo hvatningaverðlaun Ferðamála- samtakanna í ár. mþh Björn Páll Fálki Valsson formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands og Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðs- stofunnar ræða saman á Uppskeruhátíðinni. Snorrastofa í Reykholti fékk Höfðingjann, viðurkenningu Ferðamálasamtaka Vesturlands 2013. Hún er veitt þeim sem verið hefur í fararbroddi, verið hvetjandi fyrirmynd og styrkt ferðaþjónustu síðastliðin ár á Vesturlandi. Bergur Þorgeirsson er hér með viðurkenninguna. Sveitmarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi fékk hvatningarverðlaunin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.