Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Gleðifundur Ungmennafélags Reykdæla verður haldinn laugardaginn
23. nóvember í Logalandi. Húsið opnar kl. 20:00 og hefst borðhald
stundvíslega kl. 20:30.
Boðið verður upp á dýrindis kvöldverð að hætti ung-
mennafélaga
Á boðstólum verður lambakjöt með öllu tilheyrandi ásamt
gómsætum eftirrétt, kaffi og súkkulaði
Veislustjóri verður hinn glæsilegi Gísli Einarsson•
Dagur (ekki síður glæsilegur) í Gróf verður með pistil•
Leikþáttur, falin myndavél og ýmislegt fleira skemmti-•
legt er á dagskránni
Hljómsveitin Dans á rósum mun halda uppi fjörinu fram á nótt•
Aldurstakmark er 18 ár og eru miðapantanir hjá Báru í síma 8944066 eða á
netfangið gledifundur2013@gmail.com og þurfa pantanir að hafa borist eigi síðar en
18 nóvember. Miðaverð er aðeins 6000 krónur.
Vonumst til að sjá sem allra flesta
Bestu kveðjur,
Gleðifundarnefnd
Gleðifundur
t h e f a c e l i f t a l t e r n a t i v e
NÝTTMeTa Therapy
STOppaÐU ÖLDrUN hÚÐarINNar MeÐ
NÝjUNg á
SNyrTIMarkaÐNUM fyrIr:
• endurnýjun húðarinnar
• Bætt ásýnd húðarinnar
• rakameðferð
• enduruppbygging húðarinnar
Meta Therapy er eina 100% náttúrulega meðferðin
þar sem sprautur koma hvergi nærri. Hægt er að
hægja á ferli öldrunar húðarinnar töluvert og merki
öldrunar minnka umtalsvert.
PanTaðu í dag! áður eftir
www.derMaTude.is
TÆKNI SEM VIÐHELDUR OG
ENDURNÝJAR ÆSKULJÓMA
WWW.DERMATUDE.IS
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
Lionsklúbburinn Eðna hefur gef-
ið út árlegt dagatal sitt, með mynd-
um frá Akranesi og umhverfinu þar
í kring. Að venju voru það meðlim-
ir áhugaljósmyndarafélagsins Vit-
ans sem tóku myndirnar sem prýða
hverja síðu dagatalsins. „Við ætlum
að selja dagatölin í anddyri Krón-
unnar og Bónuss næstu fjórar helg-
ar og verðum þar með posa. Einn-
ig verða dagatölin til sölu í Bjargi
og hægt að nálgast þau hjá félags-
konum. Hvert dagatal kostar að-
eins 1200 krónur,“ sögðu Guð-
björg Nielsdóttir Hansen og Svan-
hildur Thorstensen fyrir hönd fjár-
öflunarnefndar Eðnu í samtali við
Skessuhorn.
Dagatalið er gefið út til fjáröfl-
unar fyrir líknarsjóð klúbbsins en
allur ágóði af útgáfunni rennur
óskiptur til sjóðsins. Lionsklúbbur-
inn Eðna hefur um árabil látið gott
af sér leiða á Akranesi. Sem dæmi
má nefna að í fyrra fékk skurð-
deild Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands tæki til kviðsjáraðgerða að
gjöf frá Eðnukonum og FEBAN
fékk á dögunum hjartastuðtæki frá
þeim. Einnig hafa þær styrkt alla
skólana á Akranesi. „Ekki hefur ver-
ið ákveðið hvað verður styrkt næst
en við erum að safna í líknarsjóðinn
og allur ágóði rennur í hann. Fólk
er að styrkja gott málefni,“ sögðu
Guðbjörg og Svanhildur. Lions-
klúbburinn Eðna var stofnaður
1997 en var áður Lionessuklúbbur
sem var stofnaður 1981. Klúbbur-
inn er sjálfstætt starfandi og hittast
félagskonur einu sinni í mánuði en
þær eru um fjörtíu talsins.
„Við viljum koma á framfæri
þökkum til þeirra fyrirtækja og
stofnana sem styrkt hafa útgáfuna
fjárhagslega og til Prentmets sem
sá um prentunina. Sérstakar þakkir
fá félagar í áhugaljósmyndafélaginu
Vitanum á Akranesi en þeir styrktu
okkur með þeim einstöku myndum
sem prýða dagatalið og að lokum fá
bæjarbúar þakkir fyrir góðar við-
tökur,“ segja þær að lokum.
grþ
Síðastliðinn föstudagsmorgun var
þjóðhátíðardagur Póllands hald-
inn hátíðlegur. Þessi dagur var val-
inn þar sem skipulagsdagur var í
leikskólanum á sjálfum þjóðhá-
tíðardeginum sem var 11. nóvem-
ber sl. Mikið var um dýrðir í saln-
um en búið var að setja upp stóra
kynningu á landinu sem Danuta,
pólskur leikskólakennari við Vall-
arsel, ásamt foreldrum stóðu fyrir.
Haldin var pólsk söngstund ásamt
því að foreldrar komu með góðgæti
frá sínu heimalandi og gáfu öllum
að smakka. Alls eru 138 börn í leik-
skólanum og rúmlega þrjátíu þeirra
með annað tungumál. Þar af eru 25
frá Póllandi og því finnst öllum á
Vallarseli mikilvægt og skemmti-
legt að geta tekið þátt í þeirra degi.
Á Vallarseli er fjölbreytileikanum
fagnað en í nýútkominni skólanám-
skrá er kafli um fjölmenningu sem
m.a er stuðst við í þessum hluta
starfsins.
grþ
Fallegar myndir frá Akranesi prýða
hvern mánuð í dagatalinu. Meðlimir
áhugaljósmyndafélags Vitans tóku
myndirnar. Mynd marsmánaðar er
eftir Gunnar Viðarsson.
Lionsklúbburinn Eðna gefur
út dagatöl til fjáröflunar
Lionskonurnar Guðbjörg Nielsdóttir Hansen og Svanhildur Thorstensen með sitt-
hvort dagatalið. Allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála.
Danuta setti upp stóra kynningu á Póllandi ásamt foreldrum. Salurinn var
skreyttur myndum, fánum og hlutum frá Póllandi. Hér er Danuta ásamt börnum
og starfskonum á söngstundinni.
Þjóðhátíð Póllands haldin
hátíðleg á Vallarseli