Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 „Það er basl að ná endum saman og erfitt að finna tekjurnar sem við þurfum. Þetta er áskorun. Við stönd- um frammi fyrir því eins og áður að beita miklu aðhaldi í rekstri,“ seg- ir Björn Steinar Pálmason bæjar- stjóri í Grundarfirði. Fjárhagsáætl- un Grundarfjarðarbæjar var tek- in til fyrri umræðu á bæjarstjórn- arfundi 1. nóvember sl. Tekjuliður frumvarpsins brást reyndar daginn áður en það var tekið fyrir í bæjar- stjórninni, þar sem að þá barst til- kynning um að almennt framlag úr jöfnunarsjóði lækkaði um tíu millj- ónir á næsta ári. Þetta er um þriðj- ungs lækkun milli ára á jöfnunar- sjóðsframlagi, úr 35 milljónum í 25 milljónir. „Það er verið að skoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitar- félagsins og ég veit ekki hver niður- staðan verður. Þessi lækkun á fram- lagi til grunnskóla var óvænt,“ seg- ir Björn Steinar. Hann segir ljóst að miklar breyt- ingar verði á fjárhagsáætluninni áður en hún kemur fyrir bæjarstjórn til annarrar umræðu eftir nóvem- bermánuð. Grundarfjörður eins og fleiri sjávarbyggðir sjá fram á að út- svarstekjur hækki ekki milli ára. Fjárfestingarliður sem er 47 millj- ónir í fjárhagsáætluninni er í óvissu vegna yfirvofandi lækkunar fram- lags úr jöfnunarsjóði. Hvað gjald- skrárhækkanir varðar segir hann að þær verði hófsamar, að jafn- aði um 4%, þar af ekki nema 2% í leikskólagjöldum. Engin hækkun verði á innritunargjaldi í tónlistar- skólann. „Það er samt alveg ljóst að við munum skila fjárhagsáætl- uninni réttu megin við núllið. Við sjáum fram á verða þeim megin í rekstrinum í ár,“ segir Björn Stein- ar bæjarstjóri. Þar með náist önn- ur meginkrafan í rekstri bæjarsjóðs, það er að reksturinn verði í jafn- vægi þrjú ár í röð. Hin meginkrafan um 150% skuldahlutfall miðað við tekjur næst ekki og verður í 178%. „Við erum að reyna að lækka skuld- ir en það gengur hægt. Erum þó að greiða meira niður en sem nem- ur nýjum lántökum. Sveitarfélög fá tíu ár til að ná 150% markinu í skuldum. Við erum því á áætlun þar og stefnum að því að ná 150% markinu innan tiltekins tíma,“ seg- ir Björn Steinar Pálmason bæjar- stjóri. Samkvæmt fjárhagsáætlun- inni er áætlað að langtímaskuldir Grundafjarðarbæjar verði um 1,1 milljarður í lok næsta árs og heild- arskuldir 1,4 milljarður. þá Fjárhagsáætlun Stykkishólms- bæjar var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 31. október sl. Þar er gert ráð fyrir óveruleg- um breytingum í rekstri milli ára. Tekjur verði nánast þær sömu og á þessu ári, gjaldskrár hækki um 4% og vegi upp á móti kostnaðarhækk- unum. Rekstrarafgangur verði tæp- ar tvær milljónir króna af A- og B- hluta þegar búið verður að greiða niður skuldir við lánastofnanir um 14 milljónir. Drög að fjárhags- áætlun Stykkishólms gera ráð fyrir að skuldir verði innan 150% mið- að við tekjur sveitarfélagsins og rekstur sveitarfélagsins réttu meg- in við núllið á þriggja ára grund- velli. Þetta eru þau tvö viðmið sem krafist er við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga, að sögn Þórs Arn- ar Jónssonar bæjarritara í Stykkis- hólmi. Hann gerði grein fyrir fjár- hagsáætluninni á umræddum fundi bæjarstjórnar. Þór Örn segir að útsvarstekj- ur séu að þróast lítið þessi miss- erin, mun minna á þessu ári en í fyrra. Líklegasta skýringin sé sjáv- arútvegurinn og fiskverðið. Þess vegna er ekki reiknað með tekju- aukningu hjá bæjarsjóði á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur sveit- arfélagsins verði um 714 millj- ónir. Þar af eru 428,3 milljón- ir vegna útsvars, 82,5 milljónir fasteignagjöld, úr jöfnunarsjóði komi 178 milljónir og 28 milljón- ir vegna lóðaleigu. Til fjárfestinga er gert ráð fyrir að verja um 30 milljónum. Bæjarfulltrúar munu fjalla um skiptingu þeirra pen- inga milli umræðna um fjárhags- áætlunina. Eins og áður segir er áætlað að lækka skuldir við lána- stofnanir um 14 milljónir á árinu. Þær verði í árslok 2014 um það bil einn milljarður og 32 milljónir. þá Í frumvarpi um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir næsta ár er lagt til að rúmlega 350 milljón- um króna verði varið til fjárfest- inga og framkvæmda. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina var á síðasta bæjarstjórnarfundi. Í fjárfestinga- lið frumvarpsins er gert ráð fyrir að ráðstafa 274 milljónum vegna ým- issa framkvæmda á árinu 2014. Um er að ræða gatnagerð frá Innnesvegi á Sólmundarhöfða, kostnað vegna fráveitu- og regnvatnslagna, eldhús- aðstöðu í Grundaskóla, gatnagerð í gamla miðbænum sem er seinni áfangi í endurgerð Akratorgs, hús- næðismál fyrir félag eldri borgara á Akranesi og fjárveiting til bygging- ar bátaskýlis á safnasvæðinu í Görð- um. Í framkvæmdalið er gert ráð fyrir að ráðstafað verði rúmum 78 milljónum til ýmissa framkvæmda við viðhald og rekstur gatna, göngustíga og opinna svæða á árinu 2014. Framkvæmdaráði er falið að koma með tillögur að sundurliðun bæði fjárfestinga- og framkvæmda- áætlunar og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. febrúar næstkom- andi. Þá er í frumvarpinu um fjár- hagsáætlun lagt til að veita viðbót- arfjárhæð kr. 500.000 til atvinnu- mála fatlaðra og öryrkja. Heildar- fjárhæð í fjárhagsáætlun til þessa af- markaða verkefnis verði þannig kr. 2.776.000. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að gert sé ráð fyrir að á næstu árum fjölgi örkorkusamning- um um 2-3 á ári. Í dag eru 13 virkir örorkusamningar í gangi hjá Akra- neskaupstað. Starfsfólk vinni ýmist hjá kaupstaðnum eða hjá fyrirtækj- um í bænum. Frumvarp til fjárhagsætlunar næsta árs og þriggja ára þar á eft- ir gerir ráð fyrir 7,3 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári, 57 millj- ónum 2015, 110 milljónum árið 2016 og 149 milljónum 2017. Gert er ráð fyrir að almenn þjónustu- gjaldskrá hækki samkvæmt áætl- uðum vísitöluhækkunum um 3% á næsta ári. Skatttekjur verði rúmir 4,9 milljarðar og hækki um 2,39% milli ára. Skuldahlutfall verið 89% af tekjum. Niðurgreiðslur á skuld- um verða samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs 389 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu í fjárhagsáætluninni. Áætlaðar skuld- ir og skuldbindingar verði í lok árs 2014 tæplega 6,4 milljarðar. þá „Við eigum eftir að fjalla um fjár- festingaráætlunina milli umræða, en sundlaugarbyggingin verður þar fjárfrekust eins og á þessu ári,“ sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ í samtali við Skessu- horn. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var til fyrri umræðu í bæjarstjórn sl. fimmtudag. Þar er lagt upp með að fjárfesta fyrir um 110 milljón- ir á næsta ári. Það er hlutfallslega séð allríflegt miðað við önnur sveit- arfélög. Þó er það mun minna en á þessu ári þegar fjárfest er fyrir 180 milljónir. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjuafgangur verði lítill, en rekstrarniðurstaðan þó réttu megin við núllið,“ að sögn Kristins bæjarstjóra. Kristinn segir að í fjárhagsáætl- un fyrir þetta ár hafi verið gert ráð fyrir þeirri raunlækkun sem er á tekjum sveitarfélagsins vegna fall- andi fiskverðs. Að sama skapi sé á næsta ári gert ráð fyrir 3% hækk- un tekna vegna aukinna aflaheim- ilda útgerða, en sjávarútvegurinn vegur þungt í rekstri Snæfellsbæj- ar. Almennar gjaldskrárhækkanir verða um 3,5% á næsta ári. Leik- skólagjöld lækka þó um 6% frá og með næsta hausti. Kristinn seg- ir að þetta sé gert til að leikskóla- gjöldin verði samanburðarhæf við gjöld annarra leikskóla. Fram að þessu hafi fjórir tímar á dag ver- ið gjaldfríir fyrir börn sem eru all- an daginn á leikskólanum. Gjald- skránni verði nú breytt þannig að greitt sé fyrir hvern tíma. Krist- inn bæjarstjóri segir að skuldastaða Snæfellsbæjar sé allgóð. Skuldirnar eru 92% af tekjum sveitarfélagins. Skuldir Snæfellsbæjar hafi í lok síð- asta árs verið 1470 milljónir. Ein- ungis sé um verðbreytingahækkan- ir að ræða milli ára. þá Skagamenn ætla að leyfa sér að taka aðeins til hendinni í framkvæmdum á næsta ári. Ljósm.: Friðþjófur Helgason. Rúmlega 350 milljónir í fjár­ festingar og framkvæmdir Grundfirðingar berjast við að ná endum saman í rekstri sveitarfélagsins og þurfa að gæta mikils aðhalds. Ljósm.: Friðþjófur Helgason. Basl að ná endum saman í fjárhagsáætlun Frá Hellissandi í Snæfellsbæ. Ljósm.: Friðþjófur Helgason Sundlaugarbygging mesta fjárfestingin í Snæfellsbæ Stykkishólmsbær stefnir á að halda sjó í sínum rekstri á næsta ári. Ljósm.: Friðþjófur Helgason. Óverulegar breytingar áætlaðar í rekstri Stykkishólmsbæjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.