Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013
Föstudagurinn 8. nóvember var
helgaður baráttunni gegn einelti í
samfélaginu. Slíkur baráttudagur var
fyrst haldinn árið 2011 og er mark-
miðið með deginum að vekja sér-
staka athygli á málefninu og hversu
alvarlegt einelti er. Í tengslum við
baráttudaginn árið 2011 undirrit-
uðu fulltrúar stjórnvalda, sveitar-
félaga, félagasamtaka og opinberra
stofnana þjóðarsáttmála gegn ein-
elti. Í ár var sjónum beint að skóla-
samfélaginu og þá sérstaklega fram-
haldsskólum. Víðast hvar voru á
dagskrá ýmsir táknrænir viðburðir
sem tengjast málefninu á einn eða
annan hátt, samskiptaverkefni, jafn-
ingjafræðsla, vinadagar og fleira í
þeim dúr. Allir viðburðirnir áttu
það sameiginlegt að hafa það að
markmiði að beina umræðunni að
einelti og alvarlegum afleiðingum
þess og ekki síst mikilvægi jákvæðra
og uppbyggilegra samskipta. Í til-
efni dagsins ómuðu bjöllur, klukkur,
trommur og skipsflautur í sjö mín-
útur um allt land, ein mínúta stóð
fyrir hvern dag án eineltis. Hér á
Vesturlandi var dagsins minnst með
ólíkum hætti í skólum.
Einelti er ofbeldi
Einelti er grafalvarlegt samfélags-
mein og afleiðingar þess má finna
víða. Einelti virðist þrífast á ótrúleg-
ustu stöðum, bæði meðal barna og
fullorðinna. Algengast er þó að ein-
elti eigi sér stað í skólum en einn-
ig hefur borið á því á nýjum miðl-
um svo sem í gegnum netið eða far-
síma. Töluverð umræða hefur ver-
ið um þolendur eineltis undanfarin
ár í fjölmiðlum og hafa margir þol-
endur þess stigið fram og sagt sína
sögu. Margar frásagnirnar eru slá-
andi og finnst flestum með ólíkind-
um að slíkt eigi sér stað á okkar litla
landi árið 2013.
Einelti er ofbeldi og hafa marg-
ar skýringar verið gefnar á hugtak-
inu. Flestar eiga þær sameiginlegt að
þar kemur fram að einelti er áreiti
eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt
og beinist að einstaklingi sem erf-
itt á með að verjast því. Það felur í
sér að einstaklingur er tekinn fyrir
með síendurtekinni stríðni, niðrandi
ummælum og sögusögnum, hótun-
um, líkamlegu ofbeldi eða félags-
legri höfnun og útskúfun. Einelti
getur því átt margvíslegar birtingar-
myndir og eru afleiðingar þess mjög
alvarlegar. Þolendur þjást almennt af
mikilli vanlíðan og í verstu tilfellum
taka þeir sitt eigið líf. Þó svo að öll
umræða um einelti sé af hinu góða
og öflugt forvarnarstarf sé unnið í
flestum skólum er ljóst að það dug-
ar ekki til að vinna bug á einelti. Ekki
nema brot af málum koma upp á yf-
irborðið og þrátt fyrir vaxandi for-
varnarstarf virðist erfitt að uppræta
vandamálið. Foreldrar, kennarar, hið
opinbera og samfélagið í heild sinni
þarf að grípa til róttækra aðgerða og
standa vörð um rétt fólks til að lifa
í sátt og samlyndi. Við þurfum öll
að skuldbinda okkur til að hafa góð
áhrif á nánasta umhverfi okkar og
vera góð fyrirmynd til að vinna bug
á þessu samfélagslega böli.
grþ
SAFT, samfélag fjölskyldu og
tækni, stóð nýverið fyrir könnun á
netnotkun barna og unglinga hér á
landi. Markmið könnunarinnar var
að afla upplýsinga um notkun barna
og unglinga á netinu og nýta í kjöl-
farið þær upplýsingar til vitund-
arvakningar um möguleika nets-
ins og örugga netnotkun barna og
unglinga. Í könnuninni voru þátt-
takendur m.a. spurðir um ýmis-
legt er varðar einelti með sérstakri
áherslu á netið og farsíma. Börnin
voru spurð hvort þau hefðu orðið
fyrir einelti á netinu eða í gegnum
farsíma og sömuleiðis hvort þau
hefðu sjálf einhvern tímann sett inn
eða sent skilaboð, texta eða mynd
á netið eða í gegnum farsíma sem
var andstyggileg í garð annars ein-
staklings. Foreldrar voru jafnframt
spurðir hvort börn þeirra hefðu
orðið fyrir einelti á netinu, um við-
brögð þeirra og líðan barnanna í
kjölfarið og hvort þeir vissu til þess
að börn þeirra hafi lagt önnur börn
í einelti á netinu.
Líklegra að börn verði
fyrir einelti í skólanum
en á netinu
Þegar börnin voru spurð hvort þau
hefðu sjálf orðið fyrir einelti þ.e.
verið strítt, áreitt, ógnað eða skilin
útundan, ýmist í skólanum, á net-
inu eða gegnum farsíma, kom í ljós
að fleiri höfðu orðið fyrir einelti í
skólanum en á netinu. Rúmlega
19% sögðust hafa orðið fyrir einelti
í skólanum, eða á meðan skólastarf
stóð yfir, á sl. 12 mánuðum, þar af
7,8% einu sinni í mánuði eða oftar.
Ekki var marktækur munur á svör-
um eftir því hvort um var að ræða
stelpu eða strák eða hversu gömul
börnin voru.
Þegar kom að einelti á netinu
sögðust 9% aðspurðra hafa orðið
fyrir einelti á netinu einhvern tím-
ann á sl. 12 mánuðum. Þar af sögð-
ust 1,9% hafa orðið fyrir því einu
sinni í mánuði eða oftar og 7%
sjaldnar eða tilgreindu ekki hversu
oft þau höfðu orðið fyrir einelti á
netinu. Ekki var marktækur mun-
ur á svörum eftir því hvort um var
að ræða stelpu eða strák eða hversu
gömul börnin voru.
Þegar litið er til nágrannalanda
okkar kemur í ljós að Íslending-
ar eru á svipuðu róli og nágrann-
ar þeirra þegar kemur að einelti
á netinu. Samkvæmt niðurstöð-
um EU kids online könnunarinnar
sem gerð var 2009-2011 í 25 Evr-
ópulöndum (þó ekki á Íslandi) kom
í ljós að hlutfall barna og unglinga
sem orðið höfðu fyrir einelti á net-
inu var 12% í Danmörku, 11% í
Svíþjóð og 8% í Noregi. Hlutfall
barna sem orðið höfðu fyrir ein-
elti í öllum 25 þátttökulöndum EU
kids online könnunarinnar í heild
var 6%.
Rétt rúmlega 5% íslenskra barna
og unglinga sögðust hafa orðið fyr-
ir einelti í gegnum farsíma, þ.e. ver-
ið strítt, áreitt, ógnað eða þau skil-
in útundan. Þar af sagðist innan við
1% hafa orðið fyrir því einu sinni í
mánuði eða oftar. Í öllum 25 þátt-
tökulöndum EU kids online könn-
unarinnar í heild var hlutfall þeirra
sem sögðust hafa orðið fyrir einelti
í gegnum farsíma 3%.
Í fyrri SAFT mælingum var ekki
spurt um einelti með sambæri-
legum hætti og nú. Samanburður
við eldri niðurstöður bendir hins
vegar ekki til þess að einelti á net-
inu eða í gegnum farsíma hafi auk-
ist hér á landi frá árinu 2009.
Samskiptasíður
og skyndiskilaboð
algengasti farvegurinn
Þau börn sem höfðu orðið fyrir
einelti á netinu á sl. 12 mánuðum
voru í kjölfarið spurð hvar á netinu
eineltið hefði átt sér stað. Líkt og
í öðrum Evrópulöndum eru sam-
skiptasíður og skyndiskilaboð al-
gengasti farvegurinn fyrir einelti á
netinu. Yfir helmingur þeirra sem
höfðu orðið fyrir einelti sögðu að
eineltið hefði átt sér stað á sam-
skiptasíðum eins og Facebook og
rúmlega 36% sögðu að það hefði
átt sér stað í skyndiskilaboðum eins
og á MSN, Snapchat eða Facebo-
ok chat. Töluvert færri eða einn af
hverjum 10 nefndi leikjasíður og
7,5% tölvupóst. Naumlega þriðj-
ungur sagði eineltið hafa átt sér
stað annars staðar á netinu.
Þá voru þau börn sem höfðu orð-
ið fyrir einelti á netinu eða í gegn-
um farsíma á sl. 12 mánuðum spurð
í hverju eineltið hefði falist. Al-
gengast var, bæði þegar um var að
ræða einelti á neti og í gegnum far-
síma, að börnunum hefðu verið
send andstyggileg og særandi skila-
boð (texti, mynd eða vídeó). Á net-
inu var einnig algengt að þau hefðu
verið útilokuð úr grúppu eða við-
burði á netinu.
Einnig sögðu rúmlega 15%
þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti
á netinu og 19% þeirra sem höfðu-
orðið fyrir einelti í gegnum far-
síma að eineltið hefði falist í því að
andstyggilegum og særandi skila-
boðum um þau hefði verið dreift
til annarra eða á vefsvæði sem aðr-
ir gátu séð.
Börn upplýsa foreldra
sína ekki um einelti
Rúmlega 40% þeirra barna sem
höfðu orðið fyrir einelti á netinu
sögðust hafa sagt foreldrum sín-
um frá því sem gerst hafði og tæp
54% þeirra sem höfðu orðið fyrir
einelti í gegnum farsíma. Þegar for-
eldrarnir voru sjálfir spurðir hvort
barn þeirra hefði verið lagt í einelti
á netinu á síðastliðnum 12 mánuð-
um svöruðu rétt rúm 4% játandi
en eins og fram kom hér á undan
sögðust 9% barna hafa orðið fyrir
einelti á netinu á sl. 12 mánuðum.
Ekki var marktækur munur á svör-
um eftir því hvort um var að ræða
foreldri stráks eða stelpu en for-
eldrar barna í 7.- 10. bekk voru lík-
legri en foreldrar yngri barna til að
svara spurningunni játandi. Ef lit-
ið er til nágrannalanda okkar eru
töluvert færri foreldrar sem segja
að börn sín hafi orðið fyrir einelti
á netinu hér á landi en í nágranna-
löndunum. mm
Íbúar í þéttýli í Snæfellsbæ fengu
margir hjörtu á hurðina sína síð-
asta fimmtudag. Tilefnið var að
nemendur í 5. til 10. bekk Grunn-
skóla Snæfellsbæjar voru að vinna
verkefni í tengslum við kærleik-
ann tvo daga í liðinni viku. Nem-
endum var skipt í hópa þvert á ár-
ganga. Unnu börnin ólík verk-
efni sem öll tengdust kærleikan-
um. Boðið var upp á að búa til
vinabönd, starfa við leiklist, dans,
klípusögur voru sagðar, slagorða-
gerð og á einni stöðinni bjuggu
nemendur til hjörtu sem þeir
skrifuðu kærleiksrík skilaboð á.
Verkefninu lauk svo með því að
nemendur dreifðu hjörtunum til
íbúa og vinnustaða í Ólafsvík.
Nemendur í 1. til 4. bekk létu sitt
ekki eftir liggja og bjuggu einnig
til hjörtu með kærleiksorðum sem
dreift var til íbúa í Rifi og á Hell-
issandi. Með þessu verkefni vildu
nemendur og starfsfólk Grunn-
skóla Snæfellsbæjar leggja áherslu
á að rækta kærleikann í samfé-
laginu og vinna gegn einelti en
föstudagurinn 8. nóvember var
baráttudagur gegn einelti.
þa/ Ljósm. Kristín Helga
Guðjónsdóttir.
Á þessu skólaári mun Grunnskól-
inn í Borgarnesi innleiða verkefni
sem heitir Vinaliðar. Í fréttabréfi
skólans, sem nýverið kom út, er
sagt frá þessu. Þar segir að í upp-
hafi verði unnið eftir Vinaliða-
verkefninu í 4.–6. bekk skólans en
stefnt að því að taka það upp í öll-
um bekkjadeildum ef vel tekst til.
Vinaliðaverkefnið er sett upp þann-
ig að vinaliðar eru valdir af bekkjar-
félögum sínum og skipuleggja þeir
leiki og hreyfingu í löngu frímín-
útum í skólanum. Vinaliðar mega
ekki hafa orðið uppvísir að einelt-
isþátttöku, annars fá þeir ekki hlut-
verkið. Verkefnið er upprunnið í
Noregi þar sem 785 grunnskólar
hafa tekið verkefnið upp með góð-
um árangri. Markmið vinaliðaverk-
efnisins er m.a. að stuðla að fjöl-
breyttari leikjum í löngu útivist-
inni. Þá á það að leggja grunn sem
gerir nemendum kleift að tengjast
sterkum vinaböndum. Ef vel tekst
til á það að minnka togstreitu milli
nemenda og hampa góðum gildum
svo sem vináttu, virðingu og því að
allir fái að taka þátt. Samhliða góð-
um eineltisáætlunum er markmið-
ið með Vinaliðaverkefninu einnig
að draga úr einelti og auka vellíðan
nemenda í skólum.
mm
Börn upplýsa foreldra sína
ekki um einelti
Nemendur í Snæfellsbæ
unnu með kærleikann
Vinaliðaverkefni tekið upp í
Grunnskólanum í Borgarnesi
Baráttudagur gegn einelti haldinn um allt land