Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 Helsta áhyggjuefni flestra sem vilja veg landsbyggðarinnar sem mestan, er hvað lágt hlutfall ungs fólks vel- ur sér búsetu í heimabyggð. Þetta hefur gjarnan verið kallaður at- gervisflótti. Víst er að þróunin hef- ur verið uggvænleg, heilu bekkjar- deildirnar úr skólun á landsbyggð- inni hafa horfið í mannmergðina á suðvesturhorninu. Fæstir koma til baka. Að sama skapi er það ánægju- legt ef það gerist. Ungur Dalamað- ur, Sigurður Sigurbjörnsson frá Vígholtsstöðum, flutti með fjöl- skyldu sína í Búðardal frá Kópavogi nú í haust. Þau tóku til leigu íbúð í Búðardal og leigðu sína íbúð fyr- ir sunnan til skamms tíma. „Þetta er svona tilraun hjá okkur. Konan mín, Henný Árnadóttir frá Flateyri, fékk afleysingastarf hjá Dalabyggð síðasta sumar og kunni ágætlega við sig hér. Hún er núna í Kennarahá- skólanum í fjarnámi og strákarn- ir okkar tveir, sex og níu ára fóru í Auðarskóla. Þeir una sér hér ágæt- lega þótt vinirnir séu heldur færri en í Kópavoginum,“ sagði Sigurður þegar blaðamaður hitti hann í KM þjónustunni í Búðardal á dögunum þar sem hann vinnur. Sigurður var reyndar þá um nóttina í löngu út- kalli á sjúkrabílnum, en hann hef- ur sinnt ýmsu þótt ekki sé gamall. Starfaði til dæmis í tíu ár hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, bæði sem almennur lögreglumaður og rannsóknarlögreglumaður í of- beldisbrotadeild. Níu hringir í kringum landið Sigurður er borinn og barnfædd- ur Dalamaður en foreldrar hans búa á Vígholtsstöðum í Laxárdal. Þar ólst Sigurður upp, en hann er af ´76 árganginum. „Ég var ekki alveg viss um hvað ég vildi verða þegar ég var unglingur. Fór í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og byrj- aði þar að læra vélsmíði og rafsuðu. Svo fékk ég leið á því og fór í ann- ars konar suðu. Skráði mig á mat- vælasvið í FB og kláraði sjókokk- inn. Ég keyrði út pizzum um tíma um alla borg með skólanum. Ég hef alltaf haft gaman af bílum. Tók bíl- próf strax og ég gat og keyrði með- al annars limmósíu um tíma hjá Eð- alvagnaþjónustunni. Ég ákvað að fara í meiraprófið og var búinn að fá vinnu við að keyra hópferðabíla áður en ég fékk skírteinið á 20 ára afmælisdeginum mínum 29. maí 1996. Ég keyrði hjá Austurleið hf sem þá var með áætlun frá Reykja- vík til Hornafjarðar auk þess að vera í hópferðum. Ég keyrði níu hringi í kringum landið fyrsta sumarið sem ég var í hópferðunum. Það fannst mér skemmtilegt, að skoða land- ið og hitta fólk. Það á vel við mig að vera innan um fólk, þó einver- an sé nauðsynleg inn á milli,“ seg- ir Sigurður. Hann var fjögur ár hjá Austurleið en hefur verið viðloð- andi rútuakstur hjá SBA-Norður- leið frá 2002. Sigurður segist einn- ig hafa ekið trailer vörubifreið hjá Loftorku með skóla. Í rannsóknarlögregl­ unni í sex ár „Það komu margir í heimsókn á kaffistofuna hjá Austurleið. Þar á meðal var gamall lögreglumað- ur sem var að segja okkur sög- ur, eitthvað sem hafði gerst fyrir löngu. Hans sögur voru þannig að það kveikti í mér að lögreglustarf- ið gæti verið áhugavert. Ég var ráð- inn í sumarafleysingu hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu vor- ið 1999. Um haustið innritaðist ég svo í Lögregluskóla ríkisins. Ég var svo lögreglumaður í almennri lög- gæslu í þrjú ár. Inn á milli fór ég svo í afleysingu á Hvolsvöll, Sel- foss og hingað í Búðardal. Ég hafði sérstaklega gaman af því að koma hingað í Búðardal og leysa af Sig- valda Guðmundsson. Hann var bú- inn að starfa hér lengi sem varð- stjóri og færði mér meira að segja bílprófsskírteinið mitt heima hjá sér á miðnætti kvöldið sem ég varð 17 ára.“ Eftir þrjú ár í almennu starfi fékk Sigurður starf sem rann- sóknarlögreglumaður í ofbeldis- brotadeild, þar sem hann starfaði í sex ár til viðbótar. „Ég vann þar við rannsókn ofbeldisbrota, sem nær frá ærumeiðingum til manndráps- mála. Það var magnaður skóli þótt þarna væri verið að rannsaka mjög erfið mál.“ Tengslin við Dalina alltaf verið sterk Síðustu árin hefur Sigurður starf- að hjá fyrirtæki sem heitir Nortek ehf og er öryggis- og tæknifyrir- tæki. Hann er nú í ársleyfi frá störf- um hjá Nortek. „Tengslin mín við Dalina hafa alltaf verið mjög sterk. Svo þegar styrinn stóð sem hæst um fasta stöðu lögreglumanns hér í Búðardal fyrir nokkrum árum, beitti ég mér í því að koma af stað undirskriftasöfnun á netinu á vef- síðunni Búðardalur.is. Það má segja að það hafi orðið byrjunin á því að við ákváðum að halda áfram með vefinn. Hugmyndin kom upp um þetta leyti og snerist um það að varðveita sögu og menningu Dal- anna. Safna saman gömlu efni, svo sem ljósmyndum, kvikmyndum og öðru efni. Við Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður og Dalamaður þekkt- umst og hann hafði mikinn áhuga á þessu og kom inn í þetta með mér. Svo vatt þetta upp á sig hjá okk- ur. Þorgeir hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum, þannig að við fórum í það að taka viðtöl við brottflutta Dalamenn. Svo fórum við að skrifa fréttir af líðandi stundu á vefinn og þannig hefur þetta verið að þróast. Í dag er það aðallega internetið sem fólk notar til að sækja sér afþrey- ingu og fróðleik og höfum við nýtt netið til að safna saman og bjarga þessum menningarverðmætum.“ Erfitt að fá styrki Sigurður segir að þeir Þorgeir hafi mætt mikilli velvild heima- manna með vefinn, en mjög erf- itt sé að dekka kostnað sem þessari starfsemi fylgi. „Þetta hefur fyrst og síðast verið sjálfboðavinna. Við eigum þann draum að þetta standi einhvern tímann undir sér, en það virðist enn nokkuð í land með það. Heimaaðilar margir hafa stutt okk- ur, en þegar við höfum sótt um styrk eins og hjá Menningarráði Vesturlands þá er eins og við kom- um að lokuðum dyrum. Þar virðist vera regla að styrkja ekki menning- arstarfsemi sem fram fer á internet- inu. Okkur finnst það stangast á að björgun menningarverðmæta þyk- ir styrkhæf, svo framarlega sem int- ernetið er ekki notað til þess. Það finnst okkur skrítið, þar sem marg- miðlunin og internetið virðist vera framtíðin í þessum efnum. Ég vil svo hvetja Dalamenn til að vera duglega að heimsækja Búðardalur. is og senda okkur ábendingar um efni á vefinn,“ sagði Sigurður Sig- urbjörnsson að endingu í hádegis- hléinu sem við nýttum í samtalið. Inn á milli þess sem hann afgreiddi bændur úr Dölum og nærsveitum í KM þjónustunni, þar sem allt fæst milli himins og jarðar. þá Hin árlega Þjóðahátíð var hald- in í sjötta sinn í lok síðasta mán- aðar. Hátíðin var haldin í Hjálma- kletti í Borgarnesi þetta árið og er þetta í fyrsta sinn sem hún er hald- in þar. Að sögn Pauline McCarthy, skipuleggjanda hátíðarinnar, voru þátttakendur frá yfir þrjátíu þjóð- löndum þetta árið og hefur há- tíðin aldrei verið stærri. Alls voru 38 borð frá sjálfboðaliðum sem er töluverð aukning, en mest hafa þau verið 24. Á hverju borði mátti ýmist smakka góða rétti eða skoða búninga frá ýmsum löndum og fá upplýsingar um þjóðirnar og menningu þeirra. „Íslendingar voru líka með borð, því þetta er jú hátíð fyrir mismunandi þjóðir. Þar var boðið upp á rúgbrauð og slátur,“ sagði Pauline meðal ann- ars í samtali við Skessuhorn. Mörg skemmtiatriði voru á dagskrá og var Haffi Haff meðal gesta sem steig á svið. Einnig voru meðal annars sýndir latneskir og taílensk- ir dansar, sunginn skoskur söng- ur ásamt því að börn úr Tónlist- arskóla Borgarfjarðar spiluðu og sungu erlend lög. „Allt gekk mjög vel og yfir 800 sóttu hátíðina í ár. Við erum mjög ánægð með það, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta er haldið í Borgarnesi. Fram að þessu hefur hátíðin verið part- ur af Vökudögum á Akranesi og því verið vel auglýst. Nú var hún kannski ekki eins vel kynnt eins og hefur verið á Akranesi undanfarin ár,“ sagði Pauline. Til stendur að halda hátíðina á Akranesi á næsta ári en í Borgarnesi annað hvert ár. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mátti sjá fólk í skrautleg- um búningum á Þjóðahátíðinni og hægt var að skoða hluti frá ólíkum menningarheimum. grþ/ Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir. Hugmyndin snerist um að varðveita sögu og menningu Dalanna Spjallað við Sigurð Sigurbjörnsson sem starfrækir héraðsvefinn budardalur.is Sigurður Sigurbjörnsson að störfum í TM þjónustunni. Vel heppnuð Þjóðahátíð í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.