Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 Söngelsku systurnar frá Einars- nesi, Soffía Björg og Kristín Birna Óðinsdætur halda tónleika í Land- námssetrinu í Borgarnesi, sunnu- dagskvöldið 1. desember ásamt Erni Eldjárn gítarleikara. Þetta er annað árið sem að þessir „Ekki- Aðventutónleikar“ eru haldnir þar sem viðtökur voru gífurlega góð- ar á seinasta ári. Miðar eru seld- ir í forsölu í Landnámssetrinu. Á boðstólnum verður fjölbreytt flóra af íslenskum og erlendum lögum, frumsömdum og ófrumsömdum lögum, jólalög og alls ekki jólalög og nokkrir brandarar inn á milli. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Verð í forsölu er 1.500 kr og 2000 kr. við innganginn (ekki posi). -fréttatilkynning „Ég kom hingað sex ára gömul og hef átt hér heima alla tíð. Þann- ig að ég er orðin ansi rótföst. Ætli ég verði ekki hér meðan ég get með kindurnar mínar,“ segir einbúinn Valgerður Lárusdóttir á Fremri- Brekku í Saurbæ, en hún verður 75 ára í jólamánuðinum næstkom- andi. „Það er náttúrlega mínum frábæru nágrönnum og sveitungum að þakka að ég get verið hérna. Þeir líta til með mér og ekki er ég síst þakklát þeim hjónum í Hvítadal, Ragnheiði og Þórarni, sem vilja allt fyrir mig gera. Þau voru ekki að víla það fyrir sér að brjótast hingað á dráttarvél í veðrinu sem gekk yfir hérna rétt fyrir áramótin í fyrra og mér var ekki hætt út úr húsi. Þau komust hingað við illan leik. Þá var ekki stætt hérna úti í stórhríð og hríðarveðri og járnplöturnar á ferð í kringum húsið. Hér fauk nán- ast allt sem fokið gat nema húsin. Veðrið var svo slæmt að björgun- arsveitin komst ekki fyrr en morg- uninn eftir. Þá var allt neglt niður og lagað það sem þurfti. Ég er að verða svolítið rokhrædd með aldr- inum. Mér var svo við í þessu veðri að ég jafnaði mig eiginlega ekki fyrr en leið á sumarið,“ sagði Valgerð- ur þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til hennar á dög- unum. Hún var þá reyndar nýbú- in að taka líflömbin á gjöf. Tók þau inn daginn áður þegar byrjaði að hríða í Saurbænum. Bóndi en ekki bóndakona Valgerður fæddist eins og áður seg- ir í desembermánuði 1938 á Skarði á Skarðsströnd. „Foreldar mínir, Lárus Daníelsson og Guðný Ein- arsdóttir, bjuggu þá út í Akureyj- um á Breiðafirði. Móður mín varð að koma upp á land til að eiga barn- ið og fékk afdrep til þess hjá vinum og sveitungum á Skarði. Mamma var Rangæingur og pabbi hálfur Dalamaður og hálfur Snæfelling- ur. Þannig að það er ekkert mik- ið Dalablóð í mínum æðum,“ segir Valgerður og brosir. Hún segist alla tíð hafa verið mikið fyrir skepnurn- ar og búskapinn. „Ég var aldrei gef- in fyrir inniverkin, vildi alltaf vera Systur syngja í Landnámssetrinu Verð hérna með kindurnar mínar meðan ég get Í heimsókn hjá einbúanum Valgerði Lárusdóttur í Fremri-Brekku í Saurbæ úti. Mér finnst útiverkin skemmti- leg. Alskemmtilegast er í heyskapn- um á sumrin og ég hafði líka mjög gaman af smalamennskunni, meira að segja eftir að ég átti erfitt með að sinna henni sjálf. Ég hef alltaf litið á mig sem bónda en ekki bóndakonu. Ég hef verið fjallkóngur frá árinu 1979 og mér hefur verið vel tekið í því starfi. Það finnst öllum sjálf- sagt að ég gegni því þó ég sé kona og orðin langamma fyrir nokkru, sú eina á landinu sem er fjallkóng- ur skilst mér.“ Lítið bú á Fremri­ Brekku Þegar Valgerður var að alast upp í Saurbænum var þar farskóli á bæj- unum. „Það var oft kennt hérna og svo í Hvítadal. Við krakkarn- ir gengum á milli, en þó man ég að þegar ég var tólf ára var byggð heimavist á Kjarlaksvöllum þar sem kennarinn átti heima,“ segir Val- gerður. Á Fremri-Brekku segir hún að jafnan hafi verið lítið bú, mest átta kýr og yfirleitt um 200 kind- ur. „Mér fannst mikið sport í því þegar ég fékk fyrst að mjólka. Ég man nú ekki hvað ég var gömul en það var að sumrinu. Þá var kúnum beitt nótt sem dag og mjólkað und- ir berum himni þegar þannig viðr- aði. Þegar ég var barn og unglingur seldum við smjör sem við strokkuð- um hér heima. Seinna fengum við okkur mjaltavélar og þá var mjólkin send í Samlagið í Borgarnesi,“ seg- ir Valgerður. Hún hefur verið ein á Fremri-Brekku á sjötta ár. Mað- urinn hennar, Þorleifur Óskarsson sem var úr Árnessýslunni, dó fyrir jólin 2009 en þá hafði hann verið á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Silf- urtúni í Búðardal í eitt og hálf ár. Þau bjuggu saman í tæplega þrjá- tíu ár. Er að reyna að fækka fénu Valgerður á eina dóttur sem hún átti fyrir sambúðartímann með Þorleifi. Hún heitir Hafdís Hauks- dóttir og býr í Reykjavík. Ömmu- stelpurnar eru tvær, Valgerður og Guðný Lára. Þær mæðgur eru í stöðugu sambandi við Valgerði og koma í heimsókn og hjálpa til þeg- ar á þarf að halda. Það gerir reynd- ar líka vinkona og jafnaldri annarr- ar ömmustelpunnar, Emelía Lilja Gilbertsdóttir, sem ásamt manni sínum er búin að kaupa hitt húsið á Fremri-Brekku sem Guðrún syst- ir Valgerðar byggði. „Það er gott að fá þau í nágrennið. Þau voru hérna mikið síðasta sumar að laga húsið. Hún kallar mig líka ömmu og mað- urinn hennar einnig. Mér finnst það bara notalegt, get alveg bætt á mig,“ segir Valgerður og hlær. „Þetta fólk mitt kemur og hjálpar mér í sauðburðinum á vorin, í hey- skapinn og fer svo í haustleitirnar. Ég hef svo gaman af því hvað þær sýna kindunum og sveitastörfunum mikinn áhuga. Svo er fólk að hlæja að því í réttunum að í dilkinn hjá mér er dregið eftir nöfnum en ekki númerum. Það er hent gaman að því þegar við köllum nöfnin á kind- unum: Móa, Ýta, Lúna og svo fram eftir götunum.“ Aðspurð segist Val- gerður vera að reyna að fækka kind- unum en það gangi ekki vel. „Ég ætlaði að vera búin að fækka. Í vet- ur bjóst ég við að fara undir sextíu, vera með 58, en ætli þær verði ekki 60 í vetur,“ segir hún og hlær. Leiðist ekki að vera ein Valgerður segist vilja vera eins lengi og mögulegt er á Fremri-Brekku. „Mér leiðist ekki að vera ein. Það er nóg að gera hjá mér meðan ég hef kindurnar. Svo er ég í símasam- bandi við fólkið mitt daglega og nágrannar mínir eru mér ákaflega góðir, ekki síst fólkið í Hvítadal sem flutti þangað fyrir sex árum.“ Val- gerður segist vera ágæt til heilsunn- ar og hafi jafnað sig tiltölulega vel af slysinu sem hún lenti í snjóavet- urinn 1995. „Þá var ég náttúrlega eins og allir aðrir hérna kominn á snjósleða. Við vorum að leika okk- ur hérna nokkur á sleðunum, fór- um upp á fjall og vestur í Reykhóla- sveit. Þar keyrði ég fram af hengju og stórslasaði mig, fjórir hryggj- arliðir brotnuðu.“ Valgerði er tíð- rætt um stelpurnar sínar og barna- börnin en von er á því þriðja núna í nóvember. „Eins og ég segi þá er alveg ótrúlegt hvað þær hafa gaman af því að vafstra í kringum kindurn- ar bæði í sauðburðinum á vorin og í haustleitunum. Hún Guðný Lára lét sig ekki muna um það að koma í haust þó hún væri orðin kasólétt. Það er gaman af þessu og það líð- ur ekki sá dagur að þær hringi í mig stelpurnar mínar,“ sagði Valgerð- ur að endingu. Það var slyddu- og hríðarveður þennan dag sem blaða- maður var á ferðinni. Valgerður ætlaði einmitt að láta kindurnar inn og gefa þeim þennan dag eins og hún hafði gert daginn áður. þá Valgerður í eldhúsinu á Fremri-Brekku. Fjallkóngurinn í réttunum í fyrrahaust. Sjá má hús á Fremri-Brekku í bakgrunni myndarinnar. Margt er bæði af fé og fólki í Brekkurétt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.