Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Laugardaginn 9. nóvember sl. var tiltektardagur á skrifstofu Sund- félags Akraness. Jafnframt var margvíslegum gögnum komið til Héraðsskjalasafns Akraness. Um var að ræða fjölmargar fundagerða- bækur allt frá árinu 1948. Urmull ljósmynda var einnig afhentur safn- inu; heimildir sem almenningur fær nú aðgang að. Þá fengu hljóðupp- tökur frá Útvarpi Akraness einn- ig að fljóta með. Síðan en ekki síst fundust bækur þar sem öll Akranes- met ásamt Íslandsmetum Akurnes- inga í sundi frá upphafi hafði verið samviskusamlega færð inn áður en tölvuöldin gekk í garð. Greinilegt er að fyrrverandi stjórnir Sund- félagsins ásamt þjálfurum hafa lagt mikla vinnu í að halda þessu öllu til haga. Í dag er hægt að fletta upp besta tíma hvers sundmanns í hverri grein rafrænt í þar til gerðu for- riti. Myndin er tekin þegar Gerð- ur Jóhanna Jóhannsdóttir héraðs- skjalavörður tók við gögnunum af Trausta Gylfasyni, formanni SA. Það þótti við hæfi að á myndinni sæist veggspjald frá árinu 1991 þeg- ar Ragnheiður Runólfsdóttir varð Íþróttamaður ársins en hún er ótví- rætt ein öflugasta sundkona sem við Íslendingar höfum átt fyrr og síðar. tg Inga Elín Cryer sundkona frá Akranesi keppti nýverið á Extra- móti SH sem haldið var í Ás- vallalaug í Hafnarfirði. Hún synti 800m skrið, 400m skrið og 200m flugsund. Inga Elín vann í öllum þessum greinum og varð jafnframt önnur stigahæst í sín- um aldursflokki. Inga Elín synd- ir og æfir með sundfélagið Ægi í Reykjavík. Inga Elín er um þessar mund- ir að æfa fyrir ÍM-25, sem er Ís- landsmeistaramótið í 25m laug og verður haldið í Ásvallalaug 22.- 24. nóvember. Þar stefnir hún á að ná lágmörkum fyrir Evrópu- meistaramótið fyrir 25 ára og yngri sem haldið verður í Dan- mörku 12.-15. desember. Spenn- andi tímar eru því framundan hjá hinni knáu sundkonu af Skagan- um og erfiðar æfingar, jafnframt því að vera að aka á milli eftir skóla til æfinga. mm Síðastliðinn fimmtudag samdi knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi við þrjá þjálfara. Einar Þ. Eyjólfsson mun halda áfram að þjálfa meistaraflokk félagsins, Sölvi G. Gylfason verður aðstoðaþjálfari hans, en hann mun einnig þjálfa 4. og 5 flokk karla. Leifur Guðjóns- son þjálfar síðan aðra yngri flokka en hann mun njóta aðstoðar yngri iðkenda. „Þjálfararnir eru allir vel menntaðir og metnaðarfullir og knattspyrnudeild Skallagríms lýs- ir yfir ánægju sinni með áfram- haldandi samstarf við þá,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild- inni. Einar Þorvaldur Eyjólfsson á langan knattspyrnuferil að baki. Hann er uppalinn í Borgarnesi, lék með Skallagrími upp yngri flokk- ana en fór í ÍA í 2. flokki. Þá hef- ur hann leikið með Bolungarvík og Víkingi Ólafsvík, auk Skallagríms í meistaraflokki. Hann var formað- ur knattspyrnudeildar árin 2008- 2009, þjálfaði yngri flokka hjá fé- laginu og tók við meistaraflokks- liðinu um mitt sumar 2011. Knatt- spyrnudeild réði Einar svo fyr- ir ári síðan til að þjálfa meistara- flokksliðið eftir að það var endur- vakið og er því um áframhaldandi samstarf deildarinnar og Einars að ræða. Einar tekur um þessar mund- ir KSÍ-VI námskeið sem haldið er á Englandi. Sölvi G. Gylfason hefur þrátt fyrir ungan aldur ýmsa fjöruna sop- ið í knattspyrnunni. Hann var 17 ára þegar hann lék fyrsta tímabilið með Skallagrími en eftir tvö tímabil í mfl. Skallagríms skipti hann yfir í ÍA. Sölvi lék með mfl. ÍA sumarið 2009, kom aftur í Skallagrím 2010 en lék svo árin 2011 og 2012 með BÍ/Bolungarvík. Síðastliðið haust kom hann svo aftur heim og hóf að þjálfa hjá Skallagrími og leika með meistaraflokki liðsins. Sölvi hefur lokið KSÍ III námskeiði hjá KSÍ. Leifur Guðjónsson gekk til liðs við Skallagrím síðastliðið vor frá Leikni Fáskrúðsfirði. Hann er uppalinn á Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp alla yngri flokk- ana. Hann þjálfaði yngri flokka hjá Leikni Fáskrúðsfirði og hóf þjálf- un hjá Skallagrími fljótlega eftir að hann flutti í Borgarnes. Leifur hef- ur lokið KSÍ III námskeiði. mm/skallagrimur.is Kanalausir steinlágu Skallagrímsmenn þeg- ar þeir mættu heima- mönnum í Njarðvík í úrvalsdeildinni sl. föstu- dagskvöld. Lokatölur urðu 104:63. Heimaliðið sýndi strax klærnar í byrjun og var með 12 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 27:19. Yfir- burðirnir voru enn meiri í öðr- um leikhluta og voru heimamenn komnir með 25 stiga forskot í hálf- leik, 56:31. Áfram hélt sama þróun í seinni hálfleiknum og að lokum unnu Njarðvíkingar yfirburðasigur. Hjá Skallagrími var atkvæðamest- ur Grétar Ingi Erlendsson með 21 stig, Davíð Guðmundsson skor- aði 11, Davíð Ásgeirsson 10, Orri Jónsson 9, Egill Egilsson 8 og þeir Trausti Eiríksson og Sigurður Þór- arinsson 2 hvor. Hjá Njarðvík voru stigahæstir Elvar Már Friðriksson með 23 stig og Logi Gunnarsson með 22 stig. Skallagrímur er nú einungis með tvö stig eftir fimm leiki og er með- al neðstu liða í úrvalsdeildinni. Ekki er ljóst hvort nýr bandarísk- ur leikmaður verður kominn í raðir Skallagríms þegar þeir taka á móti Keflvíkingum í 6. umferðinni nk. fimmtudagskvöld. þá Skákkonan Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Híta- rdal á Mýrum stendur sig vel með íslenska lands- liðinu í skák á Evrópu- mótinu sem fram fer þessa dagana í Varsjá í Póllandi. Tinna Kristín var í gær fyrir fimmtu umferðina á mótinu búin að vinna þrjár skákir af fjórum og virðist í fantaformi. Síðast vann hún norska stúlku í viðureigninni gegn Nor- egi á mánudag sem end- aði með jafntefli, 2:2. Þar áður vann Tinna Krist- in svissneska skákkonu en þar varð einnig 2:2 jafnt- efli í viðureign liðanna. Í annarri umferð náði Tinna Krist- ín í eina vinning Íslands í 1:3 tapi gegn Litháum. Ísland tapaði með sama mun fyrir Póllandi í fyrstu umferð og var það eina skákin sem Tinna Kristín hún hefur tapað á mótinu. Fyrir fimmtu umferðina í gær, þriðju- dag, var kvennaliðið ís- lenska með 2 stig og 6 vinninga í 27. sæti. Pól- verjar og Úkranínu- menn voru efstir með 8 stig. Íslenska lið- ið mætti ítölsku sveit- inni í gær og ljóst að á brattann yrði að sækja þar sem stigamunur lið- anna var mikill. Karla- liðið var fyrir keppn- ina á móti sveit heima- manna Pólverja í gær með 3 stig og 8,5 vinn- ing í 27. sæti. Liðið var efst Norðurlandanna á mótinu. Frakkar voru efstir karlasveita með 8 stig og átta lið voru með 6 stig. þá Snæfellingar spiluðu sinn besta leik í vetur í úrvalsdeildinni þegar þeir fengu Grindvíkinga í heimsókn síðastliðið mánudagskvöld. Snæ- fell hafði fyrir leikinn aðeins unn- ið einn leik af fjórum en lykilmenn liðsins hafa flestir verið nokkuð frá sínu besta í vetur. Grindvíkingar höfðu hins vegar unnið þrjá af fjór- um leikjum. Snæfell sigraði í leikn- um 88:80. Gestirnir byrjuðu betur og kom- ust m.a. í stöðuna 12:4. Þá tóku heimamenn í Snæfelli við sér og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 22:20. Snæfellingar höfðu síðan tökin á leiknum og í hálfleik var níu stiga munur á liðunum, 42:33. Heima- menn komu grimmir til seinni hálf- leiks og gerðu hreinlega út um leik- inn í þriðja leikhluta. Fyrir loka- fjórðunginn var munurinn á lið- unum orðinn 15 stig, 63:48. Þótt Grindvíkingum tækist að saxa á forskot Snæfellinga niður í sex stig undir lokin var sigur Snæfells aldrei í hættu. Sigurður Á Þorvaldsson átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 23 stig og tók 12 fráköst, Vance Cooksey skoraði 19, tók 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 17 stig, Sveinn Arnar Dav- íðsson 10, Stefán Karel Ólafsson 8, Kristján Pétur Andrésson 5 og 8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4 og Þorbergur H Sævarsson 2. Hjá Grindavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson atkvæðamestur með 21 stig og 11 fráköst. Í næstu umferð sækir Snæfell ÍR-inga heim í Seljaskóla og verð- ur leikurinn spilaður annað kvöld, fimmtudag. þá/ Ljósm. Sumarliði Á. Gögnum Sundfélags Akraness komið fyrir á Héraðsskjalasafninu Samið við knattspyrnu­ þjálfara fyrir Skallagrím Frá vinstri: Sölvi G. Gylfason, Einar Þ. Eyjólfsson, Leifur Guðjónsson og Ívar Örn Reynisson, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms. Inga Elín undirbýr þátttöku á stórmótum í sundi Skallagrímsmenn steinlágu í Njarðvík Snæfell með stórleik og sigur á Grindavík Tinna Kristín Finnbogadóttir. Ljósm. skak.is Skákkona af Mýrunum stendur sig vel á EM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.