Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013
Á undanförnum vikum voru haldn-
ar tvær mismunandi skemmtan-
ir fyrir nemendur framhaldsskóla
á Vesturlandi. Önnur þeirra á Snæ-
fellsnesi og hin í Borgarnesi. Tón-
listarmaðurinn Friðrik Dór hélt
tónleika og skemmtun fyrir nem-
endur Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga síðastliðinn fimmtudag. Frið-
rik Dór spilaði fyrir fullu húsi og
skemmtunin fór vel fram. Sama dag
stóð Nemendafélag Menntaskóla
Borgarfjarðar fyrir Hrekkjavöku-
balli í Borgarnesi. Fjölmennt var á
ballið og mættu flestir í skrautleg-
um og skemmtilegum búningum.
Veitt voru verðlaun fyrir flottasta
og frumlegasta búninginn. Rak-
el Rósa Þorsteinsdóttir mætti sem
kaþólskur prestur og fékk verð-
laun fyrir flottasta búninginn. Úr-
súla Hanna Karlsdóttir fékk verð-
laun fyrir þann frumlegasta en hún
mætti sem Pó úr Stubbunum. Við
látum myndirnar af búningaklædd-
um nemendum tala sínu máli.
grþ/ Ljósm. Arnór Orri Einarsson.
Á laugardaginn verður í fyrsta skipti
haldið upp á alþjóðlegu matarhá-
tíðina „Dag veitingahússins“ eða
Restaurant Day hér á landi, en há-
tíðin fer fram á sama deginum einu
sinni á hverri árstíð. Hátíðin bygg-
ir á finnskri hugmynd og var haldið
upp á hana í fyrsta skipti árið 2011.
Hróður hennar hefur vaxið upp
frá því og borist víða um heims-
byggðina. Hátíðin fer þannig fram
að hver sem er getur tekið þátt og
felst þátttakan í því að þátttakend-
ur skrá sig á vefinn restaurant.org
til að tilkynna opnun veitingastaðar
eða kaffihúss þennan eina dag sem
hátíðin fer fram. Hver og einn sér
svo um að koma sínum stað á fram-
færi. Gestum og gangandi er síðan
boðið upp á allskyns kræsingar, oft-
ar en ekki tengt árstíðunum fjór-
um. Misjafnt er hvar þátttakendur
opna veitingastaði sína, margir um-
breyta heimilum sínum, aðrir leigja
sér húsnæði undir starfsemina og
enn aðrir láta sér einungis sölutjald
nægja eða jafnvel götuhorn.
Nokkur hópur fólks víða um land
ætlar að taka þátt í hátíðinni á laug-
ardaginn, meðal annars á Akranesi
þar sem systurnar Aldís og Stef-
anía Róbertsdætur munu bjóða upp
á take-away sushi í heimahúsi að
Reynigrund 39. „Við erum mikl-
ir sushisælkerar og finnst vanta
þessa þjónustu á Akranes. Þess
vegna ákváðum við að slá til. Stef-
anía er matreiðslunemi á Fiskmark-
aðinum í Reykjavík og hefur útbú-
ið ófáa sushi bitanna svo við erum
ekki algjörir amatörar,“ sagði Al-
dís í samtali við Skessuhorn. Hún
segir að ekkert verði til sparað í til-
efni dagsins. „Allt hráefni verður
fyrsta flokks frá Fiskmarkaðinum
og einnig munum við njóta aðstoð-
ar eins færasta sushi kokks landsins,
hans Kiri.“
Systurnar eru þegar byrjaðar að
taka við pöntunum og er hægt að
panta með því að hringja í síma
695-1018 eða 865-8960. Einnig
hafa þær búið til sérstaka viðburða-
síðu á Facebook sem lesendur geta
fundið með því að slá inn „Combo
Sushi“ í leitargluggann á síðunni.
Allir eru hvattir til að kanna málið.
hlh
Fyrirhuguð er breyting á inn-
keyrslu að Höfða og Höfðagrund á
Akranesi frá Innesvegi. Þær tillög-
ur hanga uppi í Þjónustuveri Akra-
nesbæjar til 18. nóvember og eru
hagsmunaðilar hvattir til að kynna
sér þetta. Breytingin felst að meg-
inhluta í því að í stað þess að beygja
af Innnesvegi þar sem í dag blasir
við myndarlegt og fallegt anddyri
Höfða með listaverkið Grettis-
tak í forgrunni, þá yrði ekið örlítið
lengra, frá bænum séð. Síðan yrði
beygt af Innnesvegi með sem fyrstu
sýn: Ruslagámar og lítt reisulegar
eldhússbakdyr Höfða. Það eru slæm
skipti og ekki sú ímynd sem Höfða
sæmir né Höfðagrundar umferð.
Nema ráðist yrði í framkvæmd-
ir við að færa listverkið Grettistak
sem táknræna ímynd þessa byggða-
kjarna, þvert á nýju innkomuna?
Skiljanlega er erfitt um vik að vera
með tvær innkeyrslur að Sólmund-
arhöfða og Höfða/Höfðagrund of
þétt saman frá Innnesvegi. En, ef
haft er í huga fyrsta ímynd Höfða
og fegrunarsjónarmið við aðkom-
una að þessari byggð af Innnesvegi,
þá hlýtur að vera til önnur leið en
að bakdyrum og að ruslagámar séu
sú táknmynd sem aðkoman yrði
vörðuð með til framtíðar. Þetta ætti
að hafa í huga og laga, línur á blaði
eru ágætar, en þegar staðið er og
horft sjónrænt á hlutina, þá standa
oft önnur gildi framar.
Pálmi Pálmason.
Breytt útlit
Í þessari viku er Inga Dís Sigurð-
ardóttir, dagmóðir á Akranesi,
gestur okkar í Breyttu útliti.
Inga Dís fór í klippingu og lit-
un hjá Stefu á hársnyrtistofunni
Mozart. Þar var hárið hennar stytt
töluvert og tjásað og að lokum lýst
aðeins. Klippingin er bæði þægi-
leg og frjálsleg og auðvelt að móta
hárið í þessari sídd.
Því næst fór Inga Dís í snyrtingu
og förðun hjá Önnu Siggu förðun-
arfræðingi. „Fyrst snyrti ég auga-
brúnirnar hennar og litaði þær. Ég
setti svo Helena Rubinstein Colo-
ur Glow andlitsfarða yfir allt and-
litið sem gefur fallega áferð og
helst vel. Á augun notaði ég svart-
an eyeliner, svartan maskara og
augnskugga frá Estée Lauder sem
heitir Pure colour eye shadow. Á
kinnarnar var notaður plómulit-
aður kinnalitur frá Aveda. Að lok-
um setti ég fallegt gloss á varirn-
ar sem klæðir
Ingu Dís ein-
staklega vel
en ég vildi
láta varirn-
ar njóta sín,“
sagði Anna
Sigga. Gloss-
ið sem Inga
Dís er með á myndunum heitir
Glam Shine og er frá L‘Oréal en
liturinn er nr. 208. grþ
Anna Sigga og
Stefa hafa um sjón
með Breyttu út liti.
Framhaldsskólahornið
Freisting vikunnar
Í þessari viku urðu svokallað-
ir Reykjaskólasnúðar fyrir valinu
sem freisting vikunnar. Á hverju
ári fara nemendur í 7. bekk víða af
landinu í skólabúðirnar í Reykja-
skóla í Hrútafirði. Skólabúðirnar
fagna 25 ára starfsafmæli á þessu
ári en árlega fara um 3000 nem-
endur í heimsókn í Hrútafjörð-
inn. Flestir nemendur sem farið
hafa í skólabúðirnar þekkja snúð-
ana frægu sem boðið er uppá í
Reykjaskóla enda þykja þeir ein-
staklega bragðgóðir. Uppskriftin
er margra ára gömul en er alltaf
jafn vinsæl.
Reykjaskólasnúðar.
1 kg hveiti
4 msk þurrger
6 msk sykur(ca 75 gr)
1 tsk salt
3 stk egg
4.5 dl mjólk
150 gr smjörlíki
Aðferð:
Allt sett í skál og hnoðað saman.
Deigið er látið lyfta sér í 20 til 30
mín. Því næst er deigið flatt út og
penslað með smjörlíki. Kanilsykri
er stráð yfir (ekki spara hann).
Deiginu er svo rúllað upp og það
skorið í hæfilega stóra bita sem
settir eru á plötu klædda bökun-
arpappír. Að lokum eru snúðarn-
ir bakaðir í miðjum ofni við 200°C
þar til þeir eru orðnir fallega brún-
ir. Gott er að setja glassúr ofan á
snúðana eftir að þeir kólna en það
má sleppa því.
Reykjaskólasnúðarnir góðu
Friðrik Dór og hrekkjavaka
Egill Lind Hansson var skuggalegur á
hrekkjavökuballinu.
Rakel Rósa Þorsteinsdóttir var klædd
sem kaþólskur prestur og fékk
verðlaun fyrir flottasta búninginn. Hér
er hún ásamt vinkonu sinni Bergþóru
Ingþórsdóttur, sem mætti sem flug-
freyja.
Pétur Freyr Sigurjónsson var hress
sem guli fuglinn Tweety.
Pennagrein
Breytt aðkoma að
Höfða/Höfðagrund
Opna sushi veitinga
stað í einn dag
Sushi kokkurinn Kiri, Stefanía Róbertsdóttir og Hrefna Sætran matreiðslumeistari
sem er meistari Stefaníu.
www.skessuhorn.is
Ert þú að
fylgjast með?
Áskriftarsími:
433 5500