Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Í Grunnskólanum á Kleppjárns- reykjum var föstudagurinn helgað- ur baráttunni gegn einelti. Líkt og í mörgum öðrum skólum var haldinn viðburður sem beindi umræðunni að einelti og mikilvægi jákvæðra og uppbyggilegra samskipta. Í tilefni dagsins fór stjórn nemendafélags- ins um skólann og dreifði hrósmið- um til samnemenda sinna og starfs- fólks. Nemendur voru ánægðir með framtakið, enda ekki á hverj- um degi sem slíkt er gert. Upp- átækið tókst stórvel og voru bæði nemendur og starfsmenn ánægð- ir og glaðir með miðana sína, enda finnst flestum notalegt að fá hrós af og til. grþ Það verða mikil umskipti fyrir Pál Ágúst Ólafsson nýkjörinn sókn- arprest í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi og Mýrum þegar hann tekur við embætti 1. desember nk. Páll Ágúst er fæddur og uppalinn í Reykjavík og átti lengst af heima við Bergstaðastrætið í austurbæ Reykjavíkur. Hann er það sem kallað er borgarbarn en í samtali við blaðamann Skessuhorns sagð- ist hann vera fullur eftirvænting- ar að takast á við prestsstarfið og flytja í samfélagið á Snæfellsnesi. „Við fjölskyldan lítum á þetta verk- efni sem mikið tækifæri fyrir okkur. Það verður spennandi að kynnast þessu samfélagi og starfa í því. Jafn- framt teljum við að þar gefist okk- ur betra tækifæri til að sinna upp- eldi barna okkar. Þessi breyting hjá okkur, sem vissulega verður mikil, mun bjóða upp á meiri lífsgæði,“ segir Páll Ágúst. Hann útskrifaðist í febrúarmánuði síðastliðnum eftir þriggja og hálfs árs nám í guðfræði- deild. Það tók því skamman tíma fyrir nýútskrifaðan guðfræðinginn að fá starf. Páll Ágúst verður yngsti starfandi sóknarprestur á landinu þegar hann tekur við starfi í Staða- staðarprestakalli 1. desember næst- komandi, aðeins 30 ára gamall. Tveir fyrir einn Páll Ágúst er sonur dr. Ólafs Ísleifs- sonar hagfræðings og Daggar Páls- dóttur lögfræðings hjá Læknafélagi Íslands. Kona Páls Ágústs er Kar- en Lind Ólafsdóttir og saman eiga þau tvær dætur, sex og eins árs, og þriðja barnið er á leiðinni. Kar- en Lind er hjúkrunarmenntuð en hún er líka með BA próf í guðfræði, lýkur meistaraprófi næsta vor. Páll Ágúst talar því um það í gamni að sóknarbörn í Staðastaðarsókn séu að fá tvo fyrir einn þegar séra Guð- jón Skarphéðinsson lætur af starfi núna í lok nóvember. „Ég tek sem sagt við starfi 1. desember næst- komandi. Guðjón verður á staðn- um fram á næsta vor og þá mun- um við fjölskyldan flytja vestur,“ segir Páll Ágúst. Sem kunnugt er eru sex sóknir og átta kirkjur undir Staðastaðarprestakall. Staðastaður er í Staðarsveitinni sem heyrir und- ir Snæfellsbæ. Sóknirnar sex eru í þremur sveitarfélögum, auk Snæ- fellsbæjar, í Eyja- og Miklaholts- hreppi og Borgarbyggð. Flaut með tíðarandanum Þótt Páll Ágúst hafi allan upp- vöxtinn átt heima við Bergstaða- strætið segist hann ekki hafa ver- ið í skóla hverfisins sem var gamli Austurbæjarskólinn. „Ég byrjaði í Ísaksskóla og fór svo í Miðskólann einn vetur. Svo fór ég í Hlíðaskóla og endaði mitt grunnskólanám í Hagaskóla. Ég var síðan tvo vetur í Menntaskólanum í Reykjavík, en fannst það ekki henta mér þannig að ég skipti yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk þaðan stúd- entsprófi fyrir jólin 2002. Eftir það fór ég í enskunám til Washington DC í Bandaríkjanna, var í George- town University frá áramótum og fram á vor 2003. Allt í kringum mig var fólk að fara í viðskipta- og lög- fræðinám. Ég flaut með þeim tíð- aranda, var ekki tilbúinn til þess á þeim tíma að synda á móti straumn- um, þótt guðfræðin ætti verulega sterk tök í mér. Ég lauk embættis- prófi í lögfræði vorið 2007 og sinnti lögfræðistörfum bæði með námi og eftir nám í skamman tíma.“ Fann sig ekki í lögfræðistörfum Páll Ágúst segist snemma hafa byrj- að að taka þátt í barnastarfinu í Hallgrímskirkju. „Ég var meira og minna þátttakandi í æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM fram á full- orðins ár. Þannig að kristilegt starf hafði í mér sterk tök. Sannast sagna fann ég það strax eftir efnahags- hrunið að lögfræðin var ekki það sem ég vildi starfa við til langframa. Ég sá að það var því annaðhvort fyrir mig að hrökkva eða stökkva. Ef ég ætlaði í guðfræðina yrði það að gerast strax, því það þýddi ekki að eyða áratugum óánægður í starfi og naga sig í handabökin seinna fyrir að hafa ekki breytt um stefnu í tíma. Ég innritaðist því í guð- fræðideildina haustið 2009 og sé ekki eftir því. Ég útskrifaðist svo sem guðfræðingur í febrúar síðast- liðnum. Ég er afskaplega þakklát- ur enda fáheyrt að guðfræðingar fái embætti svo skömmu eftir útskrift en það eru níu mánuðir síðan ég út- skrifaðist.“ Langafinn var prestur í Miklaholti Páll Ágúst segir að þegar hann sótti um embættið í Staðastaðarpresta- kalli í haust hafi hann ekki vit- að um tengsl sín við svæðið. „Það kom mér skemmtilega á óvart þeg- ar ég fór að kanna það að langa- langafi minn, séra Oddgeir Þórð- arson Guðmundsen, var prest- ur í Miklaholti í Miklaholtshreppi 1882-1889. Sú kirkja tilheyrir í dag Fáskrúðarbakkasókn sem er hluti af Staðastaðarprestakalli. Mér þótti þetta mjög skemmtileg uppgötv- un og tilviljun,“ segir Páll Ágúst. Hann hefur síðustu tvö árin verið framkvæmdastjóri Háteigskirkju, séð um rekstur og ýmsa þætti safn- aðarstarfsins. þá Í tilefni baráttudags gegn einelti, sem haldinn var síðasta föstudag var öll vikan tileinkuð einelti í Grunn- skólanum í Borgarnesi. Dagskráin náði yfir alla vikuna í skólanum en fjallað var um einelti í öllum bekkj- um og vinabekkir hittust. Tilgang- ur þeirra er að nemendur yngri deilda kynnist eldri nemendum til að skapa traust, minnka óöryggi nemenda gagnvart sér eldri nem- endum og mynda vináttutengsl. Allir bekkir skólans eiga sér vina- bekk. Ýmis vinaliðaverkefni voru á dagskrá, sameiginlegar uppákomur, samvera og jafningjafræðsla. Há- punktur vikunnar var á föstudaginn en þá komu nemendur og starfsfólk skólans saman í íþróttahúsinu og dönsuðu svokallaðan Vinaliðadans. Hópurinn var fjölmennur en alls voru um 340 manns á dansgólfinu. Allir dönsuðu með sínum vinabekk og því dönsuðu yngir nemendur við þá eldri. Talað var um að sett hafi verið heimsmet í Borgarnesi, því ekki er vitað til þess að áður hafi svo fjölmennur hópur dansað þar saman. grþ Vinaliðadans í Borgarnesi Um 340 manns dönsuðu saman Vinaliðadansinn í Borgarnesi síðastliðinn föstudag Börnunum var raðað upp með sínum vinabekkjum og svo var dansað. Hér skoða nemendur í GBF hrósmiða sína en mikil ánægja var með upp- átækið. Hrósmiðar á Kleppjárnsreykjum Í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fengu nemendur og starfs- fólk hrósmiða. Hér fær Jóna Ester Kristjánsdóttir ritari miða og faðmlag frá nemendum af því tilefni að hún fer til annarra starfa 1. febrúar nk. Páll Ágúst með eldri dóttur sinni. Verður yngsti starfandi sóknarprestur á landinu Spjallað við Pál Ágúst Ólafsson nýjan sóknarprest í Staðastaðarprestakalli Páll Ágúst og Karen Lind flytja á Staðarstað næsta vor ásamt börnum sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.