Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 13.11.2013, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 Hvernig leggst næsta ferðasumar í þig? Unnar Bergþórsson, Húsafelli Mér líst gríðarlega vel á næsta ferðasumar. Ég held að tæki- færin verði mörg. Við sem störf- um í ferðaþjónustunni þurfum bara að einbeita okkur að því að nýta sóknarfærin. Það stefnir í mikla fjölgun ferðamanna. Spurning vikunnar (Ferðaþjónar á Vesturlandi spurðir á fundi í Reykholti) Um síðustu helgi bættir ungur og efni- legur varnar- maður frá ná- grannafélaginu Aftureldingu í hóp Skagamanna í knattspyrnunni. Skagamenn gengu þá frá tveggja ára samningi við Arn- ór Snæ Guðmundsson sem ver- ið hefur fyrirliði Aftureldingar síð- ustu ár og á að baki þrjá leiki með U19 landsliðinu. Í frétt á heimasíðu ÍA segir að Skagamenn bindi mikl- ar vonir við þennan unga og efni- lega leikmann sem getur leyst af hendi stöðu miðvarðar, bakvarðar og miðjumanns. Gunnlaugur Jóns- son virðist ætla að byggja Skagalið- ið upp á ungum og efnilegum leik- mönnum í bland við reyndari leik- menn. ÍA leikur sem kunnugt er í 1. deild næsta sumar, en þess má geta að Þorvaldur Örlygsson sem þjálfaði Skagaliðið undir lok síðasta tímabils er nýráðinn þjálfari HK sem Gunnlaugur Jónsson þjálfaði síðasta sumar og kom upp í 1. deild. Segja má að óbeint hafi ÍA og HK því haft þjálfaraskipti. þá Skagamenn töpuðu sín- um fyrsta leik í 1. deild Íslandsmótsins í körfu- bolta þennan veturinn þegar þeir heimsóttu Þór á Akureyri sl. föstudagskvöld. Ak- ureyringum tókst að vinna naum- an sigur í leiknum 73:71. Þór er á toppi deildarinnar ásamt Tindastóli með 8 stig, en bæði lið hafa unn- ið alla sína leiki. ÍA er í þriðja sæti með sex stig, en þar fyrir neðan er t.d. Höttur frá Egilsstöðum með 4 stig, sem Skagamenn fá einmitt í heimsókn á Jaðarsbakka nk. föstu- dagskvöld. Þórsarar byrjuðu betur gegn ÍA fyrir norðan á föstudagskvöldið. Höfðu talsverða yfirburði í fyrsta leikhluta en eftir hann var staðan 26:13. Skagamenn löguðu stöðuna í öðrum leikhluta, sem þeir unnu með fimm stiga mun. Staðan í hálf- leik var 40:32 fyrir Þór en það voru Skagamenn sem komu ákveðn- ir til seinni hálfleiks, spiluðu þá grimma vörn og náðu að jafna fyr- ir lok þriðja leikhluta 53:53. Allt var í járnum í síðasta leikhluta en gest- unum tókst að lokum að sigra með aðeins tveggja stiga mun. Hjá ÍA var stigahæstur Jamarco Warren með 31 stig, Ómar Örn Helgason skor- aði 10, Áskell Jónsson, Birkir Guð- jónsson og Erlendur Þór Ottesen gerðu 9 stig hvor og Trausti Freyr Jónsson þrjú. Hjá Þór var banda- ríski leikmaðurinn Jarell Clayton atkvæðamestur með 17 stig. þá Stjórn knatt- spyrnufélags ÍA hefur komist að samkomu- lagi við Garðar Gunnlaugsson um að fram- lengja samning hans við félagið um eitt ár. Garðar bætist þar með í hóp félaga sinna Páls Gísla Jóns- sonar markmanns og Jón Vilhelms Ákasonar miðvallarspila og sóknar- leikmanns sem einnig framlengdu samninga sína við félagið á dögun- um. Þeir þrír eru því allir til með að taka þátt í slagnum með ÍA liðinu í 1. deildinni næsta sumar. þá Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms komst í liðinni viku að samkomulagi við Mychal Green að hann spilaði ekki meira fyrir félagið. Björn Bjarki Þor- steinsson formað- ur stjórnar körfu- knattleiksdeildarinnar segir að leit sé hafin að arftaka Mychals og von- ast sé til að hún taki skamman tíma. Í tilkynningu frá stjórninni segir að hún vilji þakka Mychal fyrir góð samskipti og óskar honum alls góðs í framtíðinni. Jafnframt verði arf- taki hans kominn í fallegasta körfu- boltabúning landsins, gulan og grænan, innan skamms. þá Síðasta laugardag fór fram á Garða- velli á Akranesi sjötta og síðasta mótið í haustmótaröðinni sem Bílver og GrasTec buðu upp á nú í haust. Spilaðar voru níu holur og leikið í tveimur forgjafaflokk- um samhliða liðakeppni þar sem þrír kylfingar mynduðu lið. Þátt- takendur í mótaröðinni voru 55. Í frétt á heimasíðu golfklúbbs- ins Leynis segir ánægjulegt hvað félagsmenn voru virkir í að taka þátt og fjölmenna hverju sinni, en að jafnaði voru 35-40 sem spiluðu á hverjum laugardegi. Veðrið lék við kylfinga í lokamótinu líkt og alla hina laugardagana en ávallt var spilað inn á sumarflatir þrátt fyrir að komið hafi verið langt inn í haustið og kominn vetur sam- kvæmt almanakinu þegar síðustu mótin fóru fram. Verðlaunaafend- ing og lokahóf fór fram að loknu mótinu síðastliðinn laugardag. Helstu úrslit urðu þau í móta- röðinni að í punktakeppni með forgjöf frá 0 -17, sigraði Jón Ár- mann Einarsson með 65 punkta. Þar næst komu jafnir Þórður Elí- asson og Guðjón Viðar Guðjóns- son með 56 punkta, en Þórð- ur náði öðru sætinu í bráðabana. Í punktakeppni með forgjöf 18+ var líka hörkukeppni þar sem þrír efstu menn fengu allir 62 punkta. Úrslitin réðust í bráðabana og þar endaði efstur Halldór Fr. Jóns- son. Næstur kom Magnús Da- nél Brandsson og í þriðja sæti varð Júlíus Pétur Ingólfsson. Í liðakeppninni sigruðu „þrír endajaxlar“ en liðið skipuðu Jón Ármann Einarsson, Eiríkur Karls- son og Brynjar Sæmundsson. Í öðru sæti varð „brunaliðið“ skip- að Halldóri Fr. Jónssyni og feðg- unum Herði Kára Jóhannessyni og Jóhannesi Karli Engilbertssyni. Í þriðja sæti urðu „kranamenn,“ Búi Gíslason, Guðjón Viðar Guðjóns- son og Páll Halldór Sigvaldason. þá/ Ljósm. gs. Önnur lota aðaltvímennings Briddsfélags Borgarfjarðar var spil- uð mánudagskvöldið 11. nóvember. Sveinbjörn og Lárus frá Hvanneyri spiluðu manna best og skoruðu 68%. Það dugði þeim til að lyfta sér upp í annað sætið á mótinu. Dóra og Rúnar í Borgarnesi spiluðu af miklu öryggi og skoruðu næst mest og leiða því mótið í heildina. Guð- mundur skipti um makker milli kvölda og kom nú með hinn tví- burann, Unnstein. Þeir náðu miklu flugi og þriðja sætinu fyrir kvöldið. Stefán og Sigurður Már voru ró- legri en fyrsta kvöldið, en eru þó samt í 3. sæti heildarkeppninnar. ij Snæfellskonur unnu stórsigur á Grindavíkurstúlkum þegar liðin mættust í Hólminum sl. miðviku- dag. Lokatölur urðu 85:55 og með sigrinum skutust Snæfellskonur upp í annað sæti úrvalsdeildarinn- ar í körfubolta með 12 stig. Gest- gjafarnir náðu þar með að hefna taps gegn Suðurnesjastúlkunum frá fyrstu umferð deildarinnar í haust, en fyrir leikinn í gærkveldi voru þessi lið jöfn að stigum. Snæ- fellsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og með hörkuvörn, komust í 8:0 eftir fjögra mínútna leik. Stað- an eftir fyrsta leikhluta var 23:14 fyrir Snæfell. Áfram héldu heima- stúlkur á sömu braut og var stað- an í hálfleik 45:28. Seinni hálfleik- urinn byrjaði síðan á sömu nót- um og sá fyrri. Staðan var 62:39 fyrir lokafjórðunginn og úrslit- in þá löngu ráðin. Hjá Snæfelli var Chynna Brown atkvæðamest með 26 stig og 9 fráköst, næst kom Hildur Sigurðardóttir með 17 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir skor- aði 12 stig og tók 14 fráköst, Hug- rún Eva Valdimarsdóttir 8 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Guð- rún Gróa Þorsteinsdóttir 4 og 9 fráköst, Eva Margrét Kristjáns- dóttir 4 stig og Aníta Rún Sæþórs- dóttir 2. þá/ Ljósm. sá. Hvanneyringar áttu gott kvöld í bridds Green farinn frá Skallagrími Efnilegur varnar­ maður til ÍA Garðar framlengir Þrír góðir að spila. Haustmótaröð í boði Bílvers og GrasTec lokið Spilað hefur verið við góðar aðstæður á Garðavelli þó kominn sé vetur. Fyrsta tap Skagamanna í fyrstu deild Stórsigur Snæfellskvenna á Grindavík Svanborg Siggeirsdóttir, Sæ- ferðum Stykkishólmi Hlutirnir hafa nú tilhneigingu til að fara heldur betur en verr svo það leggst bara mjög vel í mig. Ég er bjartsýn á næsta sumar. Kristján Karl Kristjánsson, Ferstiklu Hvalfirði og Hótel Sól Hvanneyri Það verður sólríkara heldur en það síðara og meira af ferða- mönnum og almenn velsæld. Sigrún Erla Eyjólfsdóttir, Rjúkandi Vegamótum á Snæ- fellsnesi Það leggst mjög vel í mig. Við eigum ótrúlega skemmti- lega tíma framundan. Hjá okk- ur stendur yfir spennandi upp- bygging og við erum bjartsýn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.