Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR
Nýraígræðsla
Margrét B.
Andrésdóttir',
Runólfur Pálsson2
Frá 'Rannsóknarstöð
Hjartaverndar, :nýrnadeild og
2lyflækningadeild Landspítala
Hringbraut. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Margrét B.
Andrésdóttir,
Rannsóknarstöð
Hjartaverndar, Lágmúla 9,
105 Reykjavík. Sími: 535 1800;
bréfasími: 535 1801; netfang:
margret@hjarta.is
Lykilorð: nýraígrœðsla, láíinn
gjafi, lifandi gjafi,
lokastigsnýrnabilun.
Ágrip
Nýraígræðsla er kjörmeðferð fyrir flesta sjúklinga
með nýrnabilun á lokastigi. Framfarir í ónæmisbæl-
andi lyfjameðferð hafa einkum leitt til þess að
árangur nýraígræðslu hefur batnað á síðustu
áratugum. Vaxandi nýgengi lokastigsnýrnabilunar
hefur aukið þörf fyrir nýraígræðslur en fjöldi þeirra
ígræðslna sem unnt er að framkvæma takmarkast af
skorti á nýrnagjöfum. Vaxandi eftirspurn eftir nýrum
til ígræðslu hefur verið svarað með aukinni notkun á
nýrum úr lifandi gjöfum. Græðlingslifun hefur
batnað með árunum, þótt tap græðlinga vegna
langvinnrar höfnunar sé enn verulegt vandamál. Eins
árs og fimm ára lifun nýragræðlinga úr lifandi gjöfum
eru um 94% og 72% en 88% og 60% þegar
græðlingar fást úr látnum gjafa. Að undanskildum
dauða sjúklings er langvinn græðlingsbilun (langvinn
höfnun) meginörsök fyrir missi græðlings þegar til
langs tíma er htið og er fjallað um helstu áhættuþætti
sem liggja þar að baki. Að lokum er fjallað um
árangur nýraígræðslu hjá íslenskum sjúklingum.
Inngangur
Fyrsta árangursríka nýraígræðslan var framkvæmd
árið 1954 af Joseph Murray og samverkamönnum
hans á Peter Bent Brigham sjúkrahúsinu í Boston er
þeir fluttu nýra milli eineggja tvíbura (1). Það var þó
ekki fyrr en með tilkomu ónæmisbælandi lyfsins
azatíópríns snemma á sjöunda áratugnum að
nýraígræðsla milli óskyldra einstaklinga varð
árangursrík. Meðferð með azatíópríni og barkstera
reyndist bæla ónæmiskerfið að því marki að verulega
dró úr höfnun ígræddra nýrna (2). Bylting í
ónæmisbælandi meðferð nýraþega átti sér stað í
kringum 1980 er cýklósporín kom til sögunnar og
bætti það lifun nýragræðlinga verulega, einkum til
skemmri tíma (3).
í dag er nýraígræðsla í flestum tilfellum kjörmeð-
ferð við lokastigsnýmabilun. Sjúklinga með loka-
stigsnýrnabilun er reyndar líka hægt að meðhöndla
með blóð- eða kviðskilun og að því leyti er staða
þeirra ólík stöðu sjúklinga sem þurfa á ígræðslu
annarra líffæra að halda. Sýnt hefur verið nokkuð
óyggjandi fram á betri lifun sjúklinga sem fá ígrætt
nýra samanborið við skilunarmeðferð (4). Enn-
fremur hafa rannsóknir sýnt að lífsgæði sjúklinga
með lokastigsnýrnabilun eru betri eftir nýraígræðslu
en hjá sjúklingum í skilun (5). Loks er nýraígræðsla
ENGLISH SUMMARY
Andrésdóttir MB, Pálsson R
Renal transplantation
Læknablaðið 2000; 86: 571-6
Renal transplantation is the treatment of choice for most
patients with end-stage renal disease. The improved
success of this treatment modality over the past four
decades can large part be attributed to advances in
immunosuppressive therapy. However, while the demand
for renal transplantation has been steadiiy growing due to
the rising incidence of end-stage renal disease, shortage
of organ donors is a major limitation. The shortage of
kidneys for transplantation has been met with an increase
in the use of living donors. Renal allograft survival has
improved over the years, although late graft loss is still a
significant problem. One and five-year survival of living
donor grafts is approximately 94% and 72%, and 88%
and 60% for cadaveric donor grafts, respectively. The
main causes of late graft loss are death of the patient and
chronic allograft nephropathy. Risk factors for chronic
allograft nephropathy are complex and include both
immunlogic and non-immunologic mechanisms. Finally,
the results of renal transplantation in lcelandic recipients
are discussed.
Key words: renal transplantation, cadaveric donor, living
donor, end-stage renal disease.
Correspondence: Margrét B. Andrésdóttir: E-mail:
margret@hjarta. is
ódýrara meðferðarform en skilun þegar til lengri
tíma er litið (6).
Nýgengi lokastigsnýrnabilunar hefur aukist á
undanförnum árum meðal flestra Vesturlandaþjóða
en jafnframt er skortur á nýrum til ígræðslu og hafa
langir biðlistar eftir nýrum myndast víða. Sem dæmi
má nefna að í Bandaríkjunum voru árið 1999
framkvæmdar 12.529 nýraígræðslur en í lok sama árs
voru 44.391 sjúklingur á biðlista (7) og á Norður-
löndum voru framkvæmdar 892 nýraígræðslur árið
1998 en 1423 sjúklingar voru á biðlista í árslok (8).
Fjöldi nýraígræðslna takmarkast nú helst af skorti á
nýragjöfum.
Ábendingar nýraígræðslu
Flestir sjúklingar með nýrnabilun á lokastigi koma til
Læknablaðið 2000/86 571