Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 41

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 41
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR setning ósæðarinnar, lungnaslagæðarinnar og vinstri gáttar er alltaf hin sama. Hjarta líffæragjafans er venjulega ekki utan líkama lengur en fjórar til sex klukkustundir eftir að það hefur verið tekið út og þann tíma er það geymt í sérstakri lausn. Með sjúklinginn tengdan hjarta- og lungnavél er hjarta líffæraþegans numið brott og hið nýja hjarta er grætt í. Osæð og lungna- slagæð hins nýja líffæris eru tengdar samsvarandi æðum og vinstri og hægri gátt eru tengdar gáttum líffæraþegans. Hjartað byrjar svo að slá í hinu nýja umhverfi þegar líkamshita hefur verið náð og samtímis er sjúklingurinn vaninn af hjarta- og lungnavélinni. Eftir aðgerðina er oftast tímabundin þörf á samdráttarhvetjandi lyfjum enda minniháttar van- virkni hjartavöðvans algeng fyrst eftir aðgerðina. Þessi vanvirkni er talin vera vegna blóðþurrðar- skemmda og skorts á hvatningu frá ósjálfráða taugakerfinu. Gjörgæslumeðferð eftir líffæraflutn- inginn er í öllum meginatriðum svipuð gjör- gæslumeðferð eftir opnar hjartaaðgerðir ef frá er talin ónæmisbælingin. Ónæmisbælandi meðferð þarf að byrja um leið og hið nýja líffæri er grætt í og samanstendur hún í upphafi af háum skömmtum af barksterum ásamt öðrum ónæmis- bælandi lyfjum. Lífeðlisfræði hins ígrædda líffæris Þar sem hluti hægri gáttar er skilinn eftir við hjartaflutning eru í raun tveir hlutar af hægri gátt eftir í hjartaþeganum. Þar með eru líka tveir sínus hnútar óháðir hvor öðrum og má greina það á hjartalínuriti hjartaþega. Hægra greinrof er einnig mjög algengt á hjartalínuriti hjartaþega. Hið nýja hjarta hefur enga beina tengingu við ósjálfráða taugakerfið þar sem skorið er á taugar við ígræðsluna. Skortur á boðum frá skreyjutaug (vagus nerve) veldur óvenju hröðum grunnhjartslætti og einnig breytist svörun hjartsláttar við áreynslu. Vöntun á taugaboðum veldur því einnig að engin sársaukaboð eru samfara blóðþurrð í hjarta- vöðva. Þótt ótrúlegt sé, virðist sem áðurnefnd taugatenging eða hluti hennar geti endunýjast (6). Þrátt fyrir þessa umbreytingu á lífeðlisfræðilegri svörun og hegðun hins nýja hjarta, er starfsemi þess undir flestum kringumstæðum eðlileg. Lyfjameðferð hjartaþega Grunnónæmisbæling er venjulega cýklósporín eða takrólímus, sem eru bæði sérhæfð ónæmisbælandi lyf og hafa þau svipaðan verkunarmáta og auka- verkanir. Azatíóprín eða mýkófenólat mófetíl er oftast bætt við, sem frekari ónæmisbælingu. Barksterar eru notaðir fyrst eftir ígræðsluna en reynt er að hætta notkun þeirra eftir fyrstu sex mánuðina þar sem þeir valda óæskilegum aukaverkunum, einkum í börnum. Flestir hjartaþegar eru einnig á lyfjum sem miða að því að draga úr aukaverkunum af ónæmisbælandi lyfjum. Þannig eru flestir á fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð og lyfjameðferð við háum blóðþrýstingi og hækkaðri blóðfitu. Eftirlit Eftirlit hjartaþega er sérhæft og miðast einkum við að fylgjast með mögulegri höfnun á hinu nýja líffæri, möguleika á sýkingu eða aukaverkunum frá ónæmis- bælandi lyfjum. Almenn líkamsskoðun, blóðrann- sóknir og ómskoðun á hjarta eru framkvæmdar mánaðarlega fyrst eftir ígræðsluna og á sex mánaða fresti eftir fyrsta árið. Mikilvægt er að fylgjast náið með ónæmisbælingu og fylgikvillum hennar. Einn flóknasti þátturinn í eftirliti hjartaþega, er að fylgjast með höfnun í hinu nýja líffæri. Það er gert með því að taka vefjasýni úr hjartavöðvanum (endomyocardial biopsy). Hjartaþræðing er gerð á venjubundinn hátt og þar til gerð töng er þrædd inn í hægri slegil þar sem vefjasýnin eru tekin. Þetta er venjulega gert á sex mánaða millibili, örar fyrst eftir ígræðslu eða ef vandamál verða, en sjaldnar þegar lengra líður frá ígræðslunni. Höfnun Höfnun líkamans á hinu framandi líffæri er ætíð yfirvofandi hjá líffæraþegum og eru hjartaþegar þar engin undantekning. Höfnun má skipta í bráða og langvinna höfnun, sem tekur á sig mismunandi form. Bráð höfnun kemur fram þegar ónæmisbæling er minnkuð eða ef aðrar ytri aðstæður eru ónæmissvörun í vil. Klínísk einkenni höfnunar eru ósértæk og lúmsk og því mikilvægt fyrir þá sem annast slíka sjúklinga að hafa þann möguleika ávallt í huga. Aukaslög frá hjarta og hjartsláttar- truflanir eða fyrstu gráðu leiðslurof þarf að taka alvarlega í hjartaþegum þar sem slíkt geta verið fyrstu einkenni um höfnun. Grunur um bráða höfnun vaknar oft á klínískum grunni en grein- ingin sjálf byggist á sérstöku vefjafræðiútliti á vefjasýni úr hjartavöðvanum, eins og kemur fram að ofan. Til er alþjóðlegur staðall eða kerfi þar sem hjartavefjasýnin eru metin eftir vefjafræði- legu útliti þeirra og gráða frá 1 til 4 ákvörðuð eftir því hversu slæm höfnunin er (8). Langvinn höfnun er talin vera orsökuð af endurteknum bráðum höfnunum eða viðvarandi höfnun og kemur fram sem kransæðasjúkdómur í hinu ígrædda líffæri (9). Þessi kransæðasjúkdómur (post transplant coronary artery disease) er vefjafræðilega ólíkur venjulegum kransæðasjúk- dómi. Orsakir hans eru enn óþekktar en miklar rannsóknir eru á þessu sviði í dag þar sem augu manna hafa beinst meðal annars að hækkaðri blóðfitu og cýtómegalóveiru sem hugsanlegum orsakavöldum (10,11). Útbreidd þrengsli í smáum Læknablaðið 2000/86 585
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.