Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 66

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 66
r MRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNINGAMINJASAFN Nesstofusafni afhentur arfur Jóns Steffensen Afhending arfs Læknafélags íslands eftir Jón heitinn Steffensen í hendur ríkissjóðs fyrir hönd lækninga- minjasafnsins Nesstofsafns og afhending framlags Læknafélags íslands til Nesstofusafns Frá undirritun gjafagerningsins: Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ, Björn Bjarnason menntamálaráð- lierra og Geir H. Haarde fjármála- ráðlterra. FÖSTUDAGINN 16. ÁGÚST SÍÐASTLIÐINN FÓR fram formleg afhending á arfi Jóns Steffensen í hendur Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Sigurbjörn Sveinsson formaður LI afhenti gjöfina í Nesstofu, að viðstöddum gestum. Þar á meðal voru þjóðminjavörður, fulltrúar bæjarstjórnar Seltjarnar- ness, stjórnarmenn LÍ, fyrrum og núverandi stjórnar- menn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og starfsmenn lækningaminjasafnsins Nesstofusafns. Formaður LI ávarpaði gesti og er ræða hans birt hér með. Að henni lokinni undirrituðu ráðherrar og formaður gjafagerning „til staðfestingar á móttöku gjafarinnar og þeim skuldbindingum sem henni fylgja, með fyrirvara um samþykki Alþingis", eins og stendur í niðurlagi skjalsins. Formaður afhenti ráðherrum einnig ávísun frá Læknafélagi íslands að upphæð kr. 2.000.000 sem renna skulu til endurbóta á húseign þeirri er kaup voru fest á. Menntamálaráðherra þakkaði góðar gjafir og afhenti Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði gjafagerninginn til varðveislu enda mun lækningaminjasafnið heyra undir Þjóðminjasafn íslands. í framhaldi þess kynnti þjóðminjavörður Feðgarnir Gunnlaugur Snœdal fyrrum formaður Félags áhugamanna um sögu lœknisfrœðinnar og Jón G. Snœdal varaformaður LÍ voru viðstaddir athöfnina. Halldór Baldursson núverandi formaður Félags áhugamanna um sögu lœknisfrœðinnar var einnig mœttur. samþykkt Þjóðminjaráðs frá 15. ágúst síðstliðnum. Er samþykktin birt hér með. -bþ- Margrét Haligrímsdóttir þjóðminjavörður tók við undirrituðu skjalinu fyrir hönd Þjóðminjasafns íslands. Samþykkt Þjóðminjaráðs frá 15. ágúst Læknafélag Íslands hefur tekið ákvörðun um að afhenda Þjóðminjasafni íslands húseignina að Bygggörðum 7 á Seltjarnarnesi, sem keypt var fyrir erfðafé prófessors Jóns Steffensen. Læknafélaginu var falið að verja erfðafénu til hagsbóta fyrir Nesstofusafn og hefur nú fest kaup á þessu framtíðarþjónustuhúsnæði fyrir safnið. Auk húseignarinnar mun Læknafélag íslands leggja fram það sem eftir er af erfðafé prófessors Jóns Steffensen, þ.e. 10 milljón krónur auk 2 milljóna króna gjafar frá félaginu sjálfu. Það fé verður nýtt til endurbóta á húsnæðinu. Með þessu hefur verið stigið mikilvægt skref í að tryggja varðveislu muna Nesstofusafns, en ástand núverandi geymsluhúsnæðis og starfsaðstaða þess eru mjög bágborin og nýja húsnæðið því afar kærkomið. Þjóðminjaráð fagnar því að Nesstofa fái hér að gjöf húsnæðið að Bygggörðum 7, sem nýtast mun sem geymsluhúsnæði og starfsaðstaða fyrir Nes- stofusafn. Þjóðminjaráð mun beita sér fýrir því að unnt verði að ljúka endurbótum á húsnæðinu sem fyrst. Hér með er þakkað fyrir hina höfðinglegu gjöf og mikilvægan stuðning við Nesstofusafn og Þjóð- minjasafn íslands. 606 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.