Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Qupperneq 2

Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Qupperneq 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. apríl 2014 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Stapahraun 5 220 Hafnarfjörður www.uth.is uth@simnet.is 565-9775 Þegar frumkvæði íbúanna blómstr- ar þá gerist eitthvað stórt. Allt of oft hafa heyrst kröfur um að bæjarfélagið geri þetta og hitt fyrir okkur. Fyrir- tækjaeigendur hafa ekki sjaldan kallað eftir frumkvæði bæjaryfirvalda til að auka líf í bænum á meðan þeir hafa sjálfir puttann á púlsinum og ættu best að vita hvað gera þarf. Þeir hafa hagsmuna að gæta og því ekki óeðlilegt að þeir hafi frumkvæði í að gleðja bæinn enn meira lífi. Áhugafólk með þá Kristinn Sæmundsson (Kidda í Hljómalind) og Ingvar Björn Þorsteinsson í fararbroddi hefur stofnað Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar ehf. og þegar staðið fyrir ýmsum viðburðum. Framundan er spennandi hátíð „Heima“ þar sem fjölmargt tónlistarfólk hefur verið fengið til að spila í heimahúsum í Hafnarfirði á síðasta vetrardag þar sem bæjarbúum er boðið í heimsókn. Krafturinn í þeim félögum er mikill, tengslanetið er stórt og þeim virðist takast að hrífa fólk með sér til að skapa ævintýri. Ég tek hattinn ofan fyrir svona fólki og vona að þeim takist að gera þetta félag að alvöru fyrirtæki á sama tíma og þeim tekst að virkja kraft sjálfboðaliða sem vilja skapa gott mannlíf í kringum sig. Fyrrum bæjarfulltrúi og lögmaður, Árni Gunnlaugsson hefur vakið athygli á því að allt stefni í að skrifstofa sýslu- manns og sýslumannsembættið verði lagt niður hér í bæ. Það var hann sem vakti bæjarfulltrúa af værum blundi og ályktað hefur verið um þetta mál. Bæjarbúar kvörtuðu yfir því þegar skrifstofan var flutt úr miðbænum á Bæjarhraunið. Nú er rétti tíminn fyrir bæjarbúa alla að láta skoðun sína í ljós við þá sem nú ráða á Alþingi. Á endalaust að troða á rétti okkar Hafnfirðinga og flytja þjónustu á brott? Bæjarbúar treysta á öflug mótmæli bæjarstjórnar og hafnfirskra fulltrúa þeirra flokka sem hafa meirihluta á þingi. Nú geta stjórn málamenn unnið sér inn prik fyrir kosningar. Nú þegar hafa sex flokkar upplýst um frambjóðendur í efstu sætum á framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosn ing- arnar í Hafnarfirði í vor. Eru það Björt framtíð, Fram- sóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðis flokk- urinn og Vinstri grænir. Tvö framboðanna eru ný í Hafnar- firði, Björt framtíð og Píratar. Björt framtíð er síðust þessara framboða að tilkynna framboðslista sinn og enn er opið fyrir ný framboð. Hafnfirðingar munu því eiga um margt að velja þegar gengið verður að kjörborðinu. „Sá á kvölina sem á völina“ segir máltækið og ljóst að það verður erfitt fyrir marga að gera upp hug sinn um það hverjum eigi að treysta fyrir stjórn bæjarins næstu árin. Á að trúa á fögur loforð eða horfa til einstaklinga frekar en loforða flokkanna? Kjósendur eru hvattir til að spyrja gagnrýninna spurninga. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 13. apríl Sunnudagaskólinn fellur niður Fermingar kl. 10, 12 og 14. www.frikirkja.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Pálmasunnudagur 13. apríl Fermingarmessur kl. 11 og 13.30 Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar. Sunnudagaskóli kl. 11 í Stafni, kapellu á efri hæð. Dymbilvika 13.-18. apríl Söngur þjóðar kl. 18-20 Allir passíusálmarnir fluttir með lögunum sem þjóðin söng í aldir. Aðgangur ókeypis og fólk getur komið og farið að vild. Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Víðistaðakirkja Sunnudaginn 13. apríl Fermingarmessa kl. 10.30 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Sunnudagaskóli kl. 11 Fjölbreytt og skemmtileg stund. www.vidistadakirkja.is Laugardagur 13. apríl Sunnudagaskóli kl. 11 Rokkmessa kl. 20 í Víðistaðakirkju Skráning í fermingar 2015 er á www.astjarnarkirkja.is www.astjarnarkirkja.is Bætti Íslandsmet um 10 m í sleggjukasti Vigdís Jónsdóttir FH bætti Íslandsmetið í sleggjukasti á Coca Cola móti FH um síðust helgi. Kastaði hún sleggjunni 55,23 m. Vígdís er greinilega í góðu formi og er að ná góðum tökum á tækninni, en hún átti fimm gild köst á mótinu öll yfir 52 metrum. Hún átti best áður 45,04 m frá því í október í fyrra. Hún var því að bæta eigið met um rúma 10 metra! Fyrra met átti Sandra Pétursdóttir úr ÍR 54,19 m sett árið 2009. Lj ós m .: M ag nú s H ar al ds so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.