Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Síða 6

Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Síða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. apríl 2014 ...blaðið sem allir Hafnfirðingar lesa Hvar auglýsir þú? ..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983 Af hverju á ég að passa börn annarra? Það er eðlilegt að foreldrar spyrji sig þessarar spurningar. Langflestir foreldrar huga vel að börnum sínum og virða lög- bundinn útivistartíma. Við hér í Hafnarfirði höfum á und anförnum árum verið svo lánsöm að hér er í gangi foreldra- rölt sem stýrt er af for- eldrafélagi hvers skóla þar sem allir foreldrar eru hvattir til að taka þátt. Rölt er út frá hverjum skóla fyrir sig, föstu dags eða laugar- dags kvöld í nokkra tíma í senn þar sem gengið er um hverfið til að vera sýnileg og börnum innan handa sem á þurfa að halda. Unglingar hafa tekið vel á móti þessum hópum og fagnað þessu framtaki. Í þessu verkefni felst ákveðið tækifæri fyrir einstaklinga til að axla samfélagsábyrgð og leggja þann ig sitt af mörkum til að búa sér til öruggara hverfi til að búa í. Foreldraröltið hefur gengið vel og skilað góðum árangri en Þrátt fyrir það er full ástæða til að minna á mikilvægi þess að taka þátt í röltinu. Með því að taka þátt í foreldrarölti í hverfinu sínu þá erum við að taka þátt í því að búa okkur til betra nærsamfélag, búa til samfélag sem er öruggara, ekki aðeins þeim sem á vegi okkar verða heldur einn ig okkar eigin börn um. Nú þegar sól hækkar á lofti eykst löngun margra barna til að vera lengur úti en lögboðinn úti- vistar tími leyfir. Því er mikilvægt að við virð- um útivistartímann og skiptir þá samstaða foreldra miklu máli ásamt jákvæðum um - ræð um við börnin okkar um mikilvægi þess að vera komin inn á tilsettum tíma. Einn þáttur forvarna er virðing útivistartímans og því rétt að hvetja foreldra að njóta tímans með börnum sínum og þannig styrkja samskiptin. Hjálpumst að við að gera Hafnarfjörð öruggan fyrir börnin okkar og tökum þátt í foreldrarölti þegar leitað er til okkar og kom- um mögulega í veg fyrir óeðli- lega hópasöfnun og annað sem ekki á að líðast í hverfum Hafn- ar fjarðar. Saman byggjum við upp örugg hverfi og áhyggjulausa útiveru barna okkar. Höfundur er formaður foreldrafélags Setbergsskóla. Kristín Thoroddsen Til varnar sýslumannsembættinu Samkvæmt frumvarpi um fækkun sýslumannsembætta er ákveðið, að landinu verði skipt í níu umdæmi sýslumanns. Þar á meðal er eitt umdæmi fyrir sýslumannsembætti á höfuðborgarsvæðinu, en lögin taka gildi 1. jan úar 2015. Það veldur miklum vonbrigðum, að sýslu- mannsembættið í Hafn arfirði er ekki meðal þeirra sýslu- manns embætta, sem eiga að starfa áfram og er það að mínu mati rang læti af eftirtöldum höfuð- ástæðum. Í fyrsta lagi þjónar embætti sýslu mannsins í Hafnarfirði um 41 þúsund íbúum Hafnarfjarðar og Garðabæjar og er það mun meiri fjöldi en hjá sumum þeirra sýslumannsembætta, sem fá að starfa áfram. Til dæmis eru íbúar sýslumannsembættis á Suður- nesjum, sem fær að halda áfram sinni starfsemi um helmingi færri en íbúar Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Í öðru lagi yrði það sögulegt áfall og niðurlæging fyrir Hafn- ar fjörð, að missa sýslu- manns em bættið, sem hefur lengst allra stofn- ana bæjarfélagsins haft þar aðsetur eða allt frá árinu 1908, þegar Hafn ar fjarðarbær fékk kaupstaðarréttindi. Í þriðja lagi er líklegt, ef hugsanleg svæðis- skrifstofa yrði staðsett í Hafnarfirði, að hún mundi ekki sinna öllum þeim málum, sem afgreidd hafa verið hjá sýslumannsembættinu. Kann því svo að fara, að Hafnfirðingar þurfi að búa við það óhagræði og kostnaðarauka að fara til Reykjavíkur til að fá afgreiðslu sumra sinna mála, en vafalaust verður sýslumanns embætti höf- uð borgarsvæðisins staðsett í Reykjavík vegna fjölda íbúa þar. Í fjórða lagi skal tekið fram, að öll þjónusta starfsfólks sýslu- mannsembættisins hefur verið til fyrirmyndar og því dapurlegt, ef sumir af þeim tuttugu starfs- mönnum sem nú starfa þar mundu missa vinnu sína. Eftir 60 ára lögmannsstarf vil ég hér nota tækifærið til að þakka ánægjuleg samskipti við hið góða starfsfólk sem starfað hefur hjá sýslu- manns embættinu. Að lokum skal ítrekuð sú hvatn ing mín í grein í Morgun- blaðinu 1. mars. sl. að bæjar- fulltrúar knýi fast á breytingu á nefndu lagafrumvarpi þannig að sýslumannsembættið í Hafn ar- firði verði meðal þeirra embætta, sem fái að halda áfram sinni starfsemi eftir að lögin taka gildi. Það væri sorglegt ef sýslu- manns embættið ætti eftir að hljóta sömu örlög og St. Jósefs- spítalinn, en lokun spítalans er fyrri og núverandi ríkisstjórn til hreinnar skammar. Höfundur er fv. bæjarfulltrúi. Árni Gunnlaugsson Lausn fyrir skuldafélagið Hafnarfjörð Það er ánægjulegt að farið sé að ræða skuldavanda Hafnarfjarðar því hann er mikill. Ekki alls fyrir löngu gerði ég grein fyrir því að vandi Hafnarfjarðar eru of miklar skuldir. Núverandi valdhafar hafa gert sitt besta til að laga stöðuna og er nú svo komið að Íslands- banki hefur gert Hafnar- fjarðarbæ tilboð um end ur fjármögnun er - lendra skulda þannig að allar skuldirnar verða í íslenskum krónum. Það er gott skref að afnema gengisáhættu. Við höf- um kynnst henni á eigin skinni. En við mun um skulda alveg jafn mikið. Nú á næsta ári opnast tækifæri til að endursemja um erlendar skuldir bæjarins upp á 10 milljarða króna (fer eftir gengi). Samkvæmt skýrslu sem Hafnarfjarðarbær hefur opinberað eru þessar erlendu skuldir með veð í óseldum lóðum þar sem bókfært verðmæti er um 8 milljarðar ásamt veði í hlutabréfi bæjarins í HS veitum sem ætti að losa um hálfan annan milljarð. Einnig er veð í skuldabréfi útgefnu af MAGMA sem eitthvað ætti að fást fyrir. Lánveitandinn sam- þykkti væntanlega þessi veð á þeirri forsendu að þau voru talin einhvers virði. Við höfum heilmikið svigrúm til samninga. Þessir möguleikar eru í stöðunni: 1. Að kröfu hafi taki þau veð sem lögð voru fram vegna skuld- arinnar og Hafn arfjörður greiðir ekki neitt í peningum. 2. Að Hafnarfjörður greiði með peningum alla skuldina og haldi veðum. (Það er sú stefna sem tekin hefur verið.) 3. Samningsbilið ligg- ur ein hvers staðar þarna á milli. Það er mjög kostn- aðar samt að hafa fé bundið í lóð- um sem markaðurinn hefur ekki sýnt nægilegan áhuga. Það væri leiðin legt að sjá á eftir eignarhlut bæjar ins í HS veitum. Hægt væri að selja þann hluta með því skilyrði að bærinn hefði forkaups- rétt á þeim í framtíðinni. Ég skil sjónar mið þeirra sem ekki vilja selja eignarhlut bæjarins í HS veitum, en sú ákvörðun að veð- setja hann sýnir að bæjaryfirvöld voru tilbúin að tapa þessari eign í hendur kröfuhafa. Það er einföld regla að veðsetja ekki hluti sem maður er ekki tilbúinn að tapa. Áhættan og ábyrgðin á þessum viðskiptum er beggja og semja verður um leiðir þannig að báðir aðilar komist klakklaust frá þessu. Með því að láta bankann ganga að veðum má lækka þá upphæð sem þarf til endurfjármögnunar gríðar- lega og lækka skuldir bæjarins þann ig að vel verði við unað og flýtt fyrir þeirri uppbyggingu sem nauðsýnleg er til að gera bæinn samkeppnisfæran um fólk og fyrir tæki. Hafi bankinn ekki áhuga á að leysa til sín þessi veð myndast rými til samninga. Stærsti vandi okkar er skulda- vandinn, öll uppbygging bæjarins hvílir í skugga hans. Ég sem einn af greiðendum þessarar skuldar er gáttaður á þeirri samningatækni sem notast hefur verið við, að tilkynna viðsemjendum um að við förum létt með að greiða þessa skuld upp í topp. Vissulega hefur skuldastaða bæjarins skánað en sjúklingurinn er enn í öndunarvél og því sendum við hann ekki heim. Við höfum fordæmi í kring- um okkur þar sem fyrirtæki hafa náð góðum samningum við sína lánardrottna. Af hverju ætti það sama ekki að gilda um Hafnar- fjarðarbæ? Stendur eitthvað í vegi fyrir því að láta reyna á samningsstöðu okkar? Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Jón Ingi Hákonarson Afmæliskaffi á Ásvöllum 12. apríl 1931 komu 13 ungir piltar saman í húsi KFUM í Hafnarfirði og stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka. Í tilefni þess að 83 ár eru liðin frá þessum merka degi er Haukafélögum og velunnurum boðið í afmæliskaffi á Ásvöllum laugardaginn 12. apríl frá kl. 14 til 15.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.