Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Page 8

Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. apríl 2014 Tvö gull í boxi í Danmörku Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar keppir á stóru móti í London í júní Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar (HFH) tók þátt í fjölþjóðlegu móti í Hvidovre í Danmörku helgina 20.-22. mars síðastliðinn. Í hópnum voru þau Alexander Bjarki Svavarsson, Anna Soffía Víkingsdóttir, Arnór Már Grímsson, Ásdís Rósa Gunnars- dóttir og Máni Borgarsson ásamt þjálfara sínum Daða Ástþórssyni. Tvenn gullverðlaun Alexander Bjarki sigraði þá Mahdi Jafari frá Malmö BC og Mathias Larsen frá Herlev BK í -64 kg flokki og Arnór Már sigraði Marvin Usher frá Hoddeston Boxing Academy nokkuð örugglega í -69 kg og tryggðu þeir sér þannig gullið. Þau Anna Soffía, Ásdís Rósa og Máni stóðu sig öll vel en töpuðu naumlega á stigum. HFH stefnir næst á þátttöku í einu stærsta félagsliðamóti Evrópu sem haldið verður í London í lok júní. Alexander Bjarki og Arnór Már ásamt þjálfara sínum Daða Ástþórssyni, stoltir með gullið. Hafnfirðingar í undanúrslitum „Ísland got talent“ Dansparið Brynjar og Perla Dansparið unga frá Hafnarfirði Brynjar Björnsson og Perla Steingrímsdóttir keppa í undanúrslitaþætti „Ísland got talent“ á sunnudaginn. Brynjar og Perla æfa dans hjá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar og keppa fyrir hönd Hafnarfjarðar í dansi. Þessir duglegu og listrænu krakkar hafa æft dans í fjölda- mörg ár og unnið marga Íslands- og bikarmeistaratitla til Hafnar- fjarðar. Þau hafa farið á mörg heimsmeistaramót fyrir Íslands hönd og staðið sig mjög vel. Sumarið 2013 fóru þau til Kína og náðu þar 10. sæti af 130 dans- pörum í flokki fullorðinna, en þau eru aðeins 16 og 17 ára. Þau eru bæði í landsliði Íslands í dansi og voru valin sem afreks- efni hjá ÍSÍ sem er mikill heiður. Einnig hefur Perla fengið sér- staka viðurkenningu frá Afreks- kvennasjóði ÍSÍ fyrir góðan árangur þá aðeins 14 ára gömul. Brynjar og Perla eru bæði á fyrsta ári í menntaskóla, Brynjar á myndlistarbraut í FG og Perla í Versló en allan sinn barnaskóla var Perla í Víðistaðaskóla. Þau eru sannarlega listrænt par og hefur Brynjar t.d. unnið keppni í hönnun á stuttermabolum og fyrir nokkrum dögum unnu þau saman hönnunarkeppni Kjörís. Brynjar veit fátt skemmtilegra en að mála og hefur hann verið duglegur að fjármagna dansinn með sölu á málverkum. Brynjar og Perla hafa núna komið fram þrisvar í keppninni „Ísland got Talent“ með dans- atriði og í hvert skipti hafa þau notað málverk eftir Brynjar sem hluta af atriðinu. Það verður því spennandi að sjá málverkið sem Brynjar hefur málað fyrir undanúrslitin en atriðið þeirra er víst stórglæsilegt. Hafnfirðingar eru hvattir til að styðja við bakið á þessum ungu og hæfileikaríku dönsurum. Til sölu sumarbústaður í nágrenni Hafnarfjarðar Til sölu sumarbústaður í nágrenni Hafnarfjarðar. 40 m² auk 20 m² svefnlofts. Skógi vaxið 8.200 m² leiguland. Rafmagn, heilsársvatn. Upplýsingar: hefdirehf@simnet.is Er vorið komið? Götusópun og tiltekt í bænum Vorhugur er kominn í marga í Hafnarfirði enda eru vorlaukar að springa út, verið er að sópa götur og stíga auk þess sem sést hefur til starfsmanna bæjarins og íbúa við að hreinsa drasl. Eftir mikinn klakavetur má víða sjá rusl eftir skotgleði á gamlárskvöld sem íbúar hafa enn ekki hreinsað upp. Nú er tækifærið. Páskar eru framundan og fyrsti sumardagur strax á eftir. Er vorið komið? Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.