Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Side 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 10. apríl 2014
Íþróttir
Handbolti:
10. apríl kl. 19.30, Kaplakriki
FH - HK
úrvalsdeild karla
10. apríl kl. 19.30, Ásvellir
Haukar - Akureyri
úrvalsdeild karla
11. apr. kl. 19.30, Strandgata
ÍH - KR
1. deild karla
14. apríl kl. 19.30, Ásvellir
Haukar - ÍBV
úrvalsdeild karla
14. apríl. kl. 19.30, Austurberg
ÍR - FH
úrvalsdeild karla
Handbolti úrslit:
Konur:
Haukar - Valur: 17-20
FH - ÍBV: 19-21
Valur - Haukar: 31-20
ÍBV - FH: 25-17
Körfubolti úrslit:
Konur:
Snæfell - Haukar: 69-62
Haukar - Snæfell: 72-75
Haukar úr leik
Kvennalið Hauka í körfu-
knattleik tapaði einvíg inu um
Íslandsmeistaratitilinn gegn
Snæfelli 0-3.
Haukastúlkur geta þó staðið
knarreistar eftir veturinn, töp-
uðu úrslita leikj unum naumt
og hampa bikar meistar titl-
inum eftir sigur á hinu sama
liði Snæfells.
PANTAÐU
Á NETINU
OG FÁÐU
AFSLÁTT
REYKJAVÍKURVEGI 60 – SÍMI 561 0562
Er einhver HEIMA?
Tónlistarhátíð í heimahúsum síðasta vetrardag
Menningar- og listafélag
Hafn ar fjarðar spyr bæjarbúa
hvort þeir verði ekki örugg lega
heima að kvöldi síðasta
vetrar dags, 23. apríl, en
þá verður tón listar-
hátíðin Heima haldin
hér í bæ.
Hug myndin að
há tíð inni kemur frá
Fær eyjum en Færey-
ing ar segjast reyndar
hafa fengið hugmyndina frá
Íslend ingum. Hugmyndin bygg-
ist á því að tónlistarmenn úr
ým um áttum halda stutta tón-
leika í 10-12 heimahúsum mið-
svæð is í bænum og hátíðar-
gestirnir rölta á milli húsa og
hlusta og njóta. Þeir áhuga-
sömustu og sprett hörðustu ættu
jafnvel að geta náð 4-5 tónleikum
á kvöldinu en dagskráin stendur
frá kl. 20 til 23. Þessi aðferð
hefur reyndar verið prófuð í
litlum stíl á Björt um dögum og
gafst vel.
Meðal þeirra listamanna sem
staðfest hafa komu sína á Heima
hér í bæ eru Fjallabræður, Bjart-
mar Guðlaugsson, Vök og
DossBaraDjamm. Sér-
stakur gest ur hátíðar-
innar verður tón list ar -
mað urinn Hallur
Joen sen frá Fær eyj-
um. Hann er skærasta
kántrí stjarna Færeyja
og á með al gesta á nýjustu
plötu hans eru Kris Kris tof-
ferson og Charley Pride.
MLH óskar hér með eftir
áhugasömum Hafnfirðingum
sem eru tilbúnir í að opna heimili
sín og breyta þeim eina kvöld-
stund í vinalegan tónleikastað
fyrir bestu tónlistarmenn lands-
ins og hátíðargesti. Gott er ef
heim ilin geta rúmað a.m.k. 20
gesti. Þeir sem hafa áhuga á að
taka þátt í þessari frumraun á
Heima hafi sam band við Kristinn
Sæmundsson í síma 8600631
eða kiddisaem@gmail.com.
Framboðslisti Vinstrihreyf-
ingar innar - græns framboðs
vegna komandi sveitarstjórnar-
kosning anna var samþykktur á
almenn um félagsfundi á laugar-
daginn. Í 10 efstu sætum eru:
1. Guðrún Ágústa Guðmunds dóttir,
bæjarstjóri
2. Elva Dögg Ásudóttir
Kristinsdóttir, lögmaður
3. Sverrir Garðarsson, háskóla
nemi og knattspyrnumaður
4. Júlíus Andri Þórðarson, verk
efna stjóri og há skóla nemi
5. Birna Ólafsdóttir, skrifstofu
stjóri
6. Gestur Svavarsson, banka maður
7. Valgerður Fjölnisdóttir, nemi
8. Þorbjörn Rúnarsson,
framhaldsskólakennari
9. Ragnheiður Gestsdóttir,
rithöfundur
10. Daníel Haukur Arn ars son,
starfsmaður Vinstri grænna.
Listi Vinstri grænna samþykktur
Guðrún Ágústa
Blár dagur einhverfu
Engir tveir einstaklingar með einhverfu eins
Í tilefni af alþjóðlegum degi
einhverfu, 2. apríl, klæddust
margir einhverju bláu. Í Huldu-
heimur, 1. bekk í Áslandsskóla
eru tvö börn með einhverfu og
mættu að sjálfsögðu í bláu. 5 ára
leikskólabörn frá Tjarnarási voru
í heimsókn þegar blaðamaður
Fjarðarpóstsins kíkti við og var
mikil gleði í hópnum.
Edda Karen Haraldsdóttir,
varaformaður Styrktar félags
barna með einhverfu segir mikla
áherslu nú vera á að upplýsa um
einhverfu, en hún segir enga tvo
eins. Lesa má um einhverfu á
www.einhverfa.is
Barn sem er greint með röskun
á einhverfurófi á við verulega
erfiðleika að etja á þremur
sviðum:
• skerta færni til að taka þátt í
félagslegum samskiptum
• skerta færni í máli og
tjáskiptum
• sérkennilega og áráttu
kennda hegðun
Mikill munur getur verið á því
hvernig þessir erfiðleikar koma
fram hjá hverju barni. Helstu
erfiðleikar flestra barna tengjast
félags legum samskiptum en
meg in vandamál annarra er
ósveigjanleg hugsun.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n