Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. maí 2014
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
RAGNAR SCHEVING
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ÓLÖF HELGADÓTTIR
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON
ÚTFARARSTJÓRI
FRÍMANN ANDRÉSSON
ÚTFARARSTJÓRI
FJÖLSMÍÐ
LÍKKISTUVINNUSTOFA
Síðan 1993
Stapahraun 5
220 Hafnarfjörður
www.uth.is
uth@simnet.is
565-9775
Enginn veit hvernig úrslitin verða í
sveitarstjórnarkosningunum hér í bæ.
Kannski ætti að vera forkeppni eins
og í Júróvissjón og aðeins fáir kæm-
ust áfram. Eflaust væru bæjarbúar
ekki eins ánægðir og þegar Pollapönk
komst áfram. Þá sameinuðust Hafn-
firð ingar um að vera stoltir af sinni sveit. Ég var einn þeirra
sem varð fyrir miklum vonbrigðum þegar lagið var allt flutt
á ensku. Hefði ég viljað heyra kjarnyrt tungumálið okkar. En
Pollapönkarar stóðu sig mjög vel og verða verðugir fulltrúar
okkar í lokakeppninni á laugardag. Við Hafnfirðingar eigum
svo margt hæfileikafólk á öllum sviðum. Njótum og styðjum.
Fjölmargir starfmenn Hafnarfjarðarbæjar brutu upp
daginn hjá sér á föstudaginn og fóru út að tína upp drasl í
tilefni af hreinsunardögum. Það er virðingarvert þegar fólk
gerir slíkt og mættu fleiri fyrirtæki og einstaklingar fara að
þeirra fordæmi, eins og ýmsir reyndar gera. Hitt væri þó
ennþá betra ef við kæmum í veg fyrir að allt þetta drasl fyki
út um allt. Af hverju hendir fólk rusli á götuna? Af hverju
hendir reykingarfólk sígarettustubbum á götuna? Af hverju
skilur fólk eftir heilu ruslapokana og einnota grillin við
Hvaleyrarvatn? Fólk kvartar yfir að ekki séu alls staðar
ruslafötur í stað þess að taka sitt drasl með sér heim.
Bæjarstjóri kallar eftir umboðsmanni bæjarbúa, ég kalla eftir
umhverfislöggu og meiri fræðslu í skólum um umgengni og
virðingu fyrir umhverfinu. Hér hefur fólk t.d. fengið að krota
á hús og byggingar án afskipta. Verða aðgerðir aðrar en bara
samþykktir í bæjarstjórn? Það þarf viðhorfsbreytingu í
bænum!
Fjarðarpósturinn hefur þjónað Hafnfirðingum í yfir 30 ár.
Hann er ekki rekinn af styrktarfé en auglýsingasala er eina
tekjulindin. Hafnarfjarðarbær hefur eðlilega verið einn stærsti
einstaki auglýsandinn enda getur Fjarðarpósturinn veitt þá
þjónustu sem sóst er eftir. Auglýsendur vilja að árangur sé af
auglýsingum sem þeir kaupa og það er ástæða þess að
auglýsendur hafa verið tryggir viðskiptavinir Fjarðarpóstsins.
Fjarðapósturinn hefur einnig þjónað Hafn ar fjarðarbæ og birt
frítt tilkynningar, upplýsingar og verið með í að stuðla að
betra bæjarlífi. Stjórnmálaflokkarnir hafa ríkulega nýtt sér
blaðið til greinarskrifa enda er Fjarðarpósturinn opinn öllum.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Aðalsafnaðarfundur
Fríkirkjusafnaðarins verður haldinn
í safnaðarheimilinu
fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20
Sunnudagurinn 11. maí
Fermingar kl. 11 og 13
www.frikirkja.is
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
Vorhátíð fjölskyldunnar
sunnudaginn 11. maí kl. 11-13
Fjölskyldustund í kirkjunni kl. 11-11.30
Barna og unglingakórar kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólanum lýkur.
Kl. 11.30-13 verður boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffi.
Hoppukastali fyrir börnin, leikir og tónlist. Allir velkomnir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
1914 - 2014
Víðistaðakirkja
Sunnudagurinn 11. maí:
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11
Ragnheiður Gröndal
syngur og leikur fallega tónlist.
Sr. Gunnar Jóhannesson
héraðsprestur þjónar.
www.vidistadakirkja.is
Sunnudagurinn 11. maí
Uppskeruhátíð barnastarfs
kirkjunnar kl. 11
Barnakór Ástjarnarkirkju syngur. Hoppukastalar,
grillaðar pylsur og skemmtilegt samfélag á eftir.
Skráning í fermingar 2015
er á www.astjarnarkirkja.is
www.astjarnarkirkja.is
Að venju er keppt í kappróðri á sjómannadeginum
sem er 1. júní nk. Sex ræðarar er í hverjum bát og einn
stýrimaður. Þetta er kjörið tækifæri fyrir samhentan
hóp til að láta reyna á samhæfingu og kraft. Þeir hópar
sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Karel í
síma 690 0345 sem gefur allar nánari upplýsingar.
Bátarnir hafa verið sjósettir svo hægt er hefja æfingar.
Sjómannadagurinn
Villtu keppa í róðri?