Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Page 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. maí 2014
4%
6%
8%
11%
15%
16%
2%
5%
7%
12% 12%
13%
0%
2%
4%
6%
8%
10%
12%
14%
16%
18%
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur
Davíð Arnar ráðinn
verkefnastjóri Nýheima
Davíð Arnar Stefánsson hefur
verið ráðinn verkefnastjóri Þekk-
ing ar setursins Nýheima. Frá
þessu var greint á vefsíðunni
hornafjordur.is
Davíð er landfræðingur með
MS í landfræði frá Háskóla
Íslands. Davíð hefur m.a. starfað
við verkefnastjórnun fyrir Vega-
gerðina, Háskóla Íslands, Vinnu-
málastofnun og Hafnarfjarðarbæ.
Meðal verkefna hans hafa verið
greiningar og rannsóknir, skipu-
lagning og áætlanagerð af marg-
víslegu tagi.
Verkefnastjóri Nýheima er
nýtt starf sem felur í sér að auka
sam starf einstaklinga og atvinnu-
lífs í samfélaginu á meðal stofn-
anna og opinberra aðila með
sérstaka áherslu á samþættingu
menningar, menntunar, ný sköp-
unar og rannsókna.
Davíð mun vera talsmaður
Nýheima, vinna að stefnumótun,
þróun og útfærslu á starfseminni.
Þá verður lögð áhersla á að þróa
samstarfsverkefni í samvinnu
við íbúa svæðisins auk annarra
innlendra og erlendra aðila.
Davíð mun hefja störf í júní.
Davíð Arnar Stefánsson
Frá félagi eldri borgara í Hafnarfirði
Opinn fundur
með frambjóðendum allra flokka
er bjóða fram í Hafnarfirði fyrir
sveitarstjórnarkosningar í maí 2014
verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3
fimmtudaginn 15. maí kl. 14.
Óskað er eftir skriflegum fyrirspurnum frá félagsmönnum.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna.
Frítt kaffi og meðlæti.
Stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði
Íþróttamiðstöðin Björk
Hafnarfirði
Komið og sjáið mleikastjörnur framtíðarinnar!
Dagskrá
Laugardagur / 10. maí / Kl. 14.00 / Fjölþraut í einstaklings- og liðakeppni
Sunnudagur / 11. maí / Kl. 10.30 / Úrslit á áhöldum
Aðgangseyrir kr. 1.500,-
ALLIR VELKOMNIR!
Vilja háspennulínu burt
Undirskriftalisti Vallabúa
Hafin er söfnun undirskrifta á
vefnum með áskorun á Landsnet
að flýta niðurrifi háspennulína á
Völlum. Yfirskriftin var: „Vallar-
búar skora á Landsnet að flýta
niðurrifi háspennulína“
Upphafsmaður er Ófeigur
Friðriksson íbúi á Völlum en
hann skipar 4. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar sem er í meirihluta
í bæjarstjórn ásamt Vinstri græn-
um. Í dag er gert ráð fyrir að
línurnar hverfi fyrir 2020.
Söfnunin hófst á mánudags-
morgun og höfðu um 240
undirskriftir safnast á fyrsta
sólar hringn um.
Raflínur sunnan við innstu byggð á Völlum.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Staðreyndirnar tala sínu máli
Í ársreikningi fyrir árið 2013 er
staðfestur sá mikli árangur sem
náðst hefur í rekstri Hafnarfjarðar-
bæjar á undanförnum árum, þar
sem stöðunni hefur verið snúið við
eftir það áfall sem bær inn
varð fyrir í efnahags-
hruninu. Samanlagðar
skuldir og skuld bind ingar
Hafnar fjarðar nema nú
liðlega 40 millj örðum
króna en fyr ir hrun námu
þær rúmum 20 milljörð-
um. Þrátt fyr ir að skuld-
irn ar hafi tek ið stökk sök
um falls íslensku krón-
unn ar, snöggra verð-
bólgu áhrifa, yfir töku eldri einka-
fram kvæmda samninga og lífeyris-
skuldbindinga spari sjóðsins þá hafa
tekj urnar líka aukist umtals vert, í
krónum tal ið, farið úr 12 milljörðum
árið 2007 í 19 milljarða á síðasta ári.
Skuldir lækkað úr 274% í 192%
Sem hlutfall af reglulegum
tekjum hafa skuldir sveitarfélagsins
lækkað umtalsvert á þessu kjör-
tímabili og gera áætlanir ráð fyrir
að þær muni halda áfram að lækka
hratt næstu ár. Þannig námu þær
274% af reglulegum tekjum sam-
kvæmt svokölluðu skuldaviðmiði
árið 2009 en stóðu í 192% í árslok
2013. Allar spár gera ráð fyrir að
skuldirnir lækki enn frekar á næstu
árum og standist öll viðmið enda
fær bæjarfélagið nú góðar ein-
kunn ir matsfyrirtækja.
Markviss og ábyrg
fjármálastjórn
Meginástæðan fyrir
því hversu vel hefur
gengið að rétta rekstur
Hafnarfjarðarbæjar af
eftir hrunið og greiða
niður skuldir er markviss
og ábyrg fjár málastjórn.
Hún hefur miðað að því
að styrkja afkomu
bæjar félagsins varanlega
með endur skipulagningu
fjöl margra rekstrarþátta
og tryggja þannig fjár hag og
uppbyggingu Hafnar fjarðarbæjar
til framtíðar.
2,4 milljarðar í veltufé frá rekstri
Árangurinn endurspeglast ekki
síst í þeim mælikvarða sem kallast
veltufé frá rekstri. Sá mælikvarði
sýnir hverju reksturinn skilar á
hverjum tíma til að greiða niður
skuldir og standa undir nýjum
fjárfestingum. Frá hruni hefur
veltufé frá rekstri aukist jafnt og þétt
og nam 2,4 milljörðum króna, eða
sem nam um 13% af tekjum ársins í
fyrra. Á meðfylgjandi mynd má sjá
þróun þessarar lykil stærðar. Myndin
sýnir stöðuna eins og hún var árið
2002 þegar Sam fylkingin tók við
rekstri bæjar ins og hvernig hún
hefur þróast, fram að hruni, áhrif
þess og þann árangur sem náðst
hefur til dagsins í dag.
Af þessum árangri eigum við öll
að geta verið stolt. Með áfram-
haldandi ábyrgri fjármálastjórn og
jákvæðri afstöðu til þeirra enda lausu
tækifæra sem eru til nýsköp unar og
jákvæðrar þróunar getum við öll
horft björtum augum til framtíðar.
Höfundur er formaður bæj ar
ráðs og oddviti Sam fylk ing ar
innar í Hafnarfirði.
Gunnar Axel
Axelsson
Veltufé frá
rekstri í
hlutfalli við
tekjur.