Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Síða 5
www.fjardarposturinn.is 5 Fimmtudagur 8. maí 2014
Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2005-2007
Leikjanámskeið í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði þar sem
farið verður í íþróttir og leiki, göngu- og hjólaferðir og margt
fleira. Námskeiðin hefjast 10. júní og standa flest yfir til 4. júlí.
Frá 7. til 11. júlí verða leikjanámskeið á þremur stöðum og frá
14.-25. júlí og frá 6.-21. ágúst á tveimur stöðum. Verð fyrir eina
viku hálfan dag er 4.000 kr.
Leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólabarna
fædd 2008
Frá 7. – 21. ágúst verður boðið uppá fjölbreytt og uppbyggileg
leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna í öllum
frístundaheimilum. Verð fyrir hálfan dag er 5.500 kr. en 11.000
kr. fyrir heilan dag.
Frístundaklúbbur fyrir börn með sérþarfir,
fædd 2001-2004
Sumar–Kletturinn er frístundaklúbbur fyrir 10-13 ára börn
með sérþarfir. Klúbburinn verður staðsettur í félags miðstöðinni
Hrauninu í Víðistaðaskóla og verður nátengdur Tómstund.
Klúbburinn starfar frá 10. júní til 4. júlí og frá 5. ágúst til 21.
ágúst. Verð fyrir eina viku í hálfan dag er 4.000 kr.
Tómstund fyrir börn fædd 2001-2004
Tómstundastarf frá kl. 9-12 fyrir 4.-5. bekk og frá kl. 13-16 fyrir
6.-7. bekk. Í Víðistaðaskóla og Hraunvallaskóla verður opið frá
10. júní til 30. júní og í Öldutúnsskóla verður opið frá 10. júní til
18. júlí. Helstu námskeið eru graffití, dans, borðtennis og leiklist.
Þátttökugjald er í ár 4.000 kr. fyrir hvert tímabil.
Spennandi starf fyrir börn og unglinga sumarið 2014
Kíktu á www.tomstund.is/sumarvefur
Logn og blíða, sumarsól
Skólagarðar fyrir börn fædd 2002-2007
Skólagarðar í Setbergi, Öldutúni, Víðistaðatúni, Ásvöllum og
Hvaleyrarholti. Hver og einn fær einn reit fyrir grænmeti og annan
fyrir kartöflur. Sjö til tólf ára börn hafa forgang til þess að skrá sig í
skólagarðana til 15. maí. Eftir þann tíma geta aðrir sótt um garða
ef laust er. Gjald fyrir leigu á garði allt sumarið er 4.500 kr.
Gæsluvöllur fyrir börn fædd 2008-2012
Gæsluvöllur við leikskólann Hlíðarberg verður opinn frá 9. júlí til
og með 1. ágúst. Opnunartími er frá kl. 8.30 til 12.00 og frá
kl. 13.00 til 16.30 (lokað í hádeginu). Gæsluvöllurinn er ætlaður
börnum á aldrinum tveggja til sex ára. Fimm skipta kort kostar
1.100 kr. og tíu skipta kort 2.000 kr.
Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar
Hressir krakkar geta sótt sumarlestursbækling á bókasafninu frá
1. júní. Krakkarnir skrifa svo sjálfir niður þær bækur sem þeir lesa
í sumar og starfsfólk bókasafnsins stimplar í bæklinginn við skil
bókanna til staðfestingar. Afgreiðslutími er frá kl. 10 til 19 alla
virka daga.
Sumarlistasmiðjur í Hafnarborg
fyrir börn fædd 2001-2007
Í júní verður boðið upp á listsmiðjur fyrir börn á aldrinum sex til
tólf ára í Hafnarborg. Farið verður í vettvangsferðir og unnin verða
skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað.
Boðið verður upp á námskeið frá 10. til 20. júní, – kl. 9 til 12, fyrir
sex til níu ára og kl. 13 - 16, fyrir tíu til tólf ára. Námskeiðsgjald
er 19.000 krónur.
Skráning í síma 585 5790 eða hafnarborg@hafnarfjordur.is
Skráning er hafin!
Allar skráningar og greiðslur fara fram á Mínum síðum á
www.hafnarfjordur.is eða hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585 5500
og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is.
Einnig veitir Vinnuskóli Hafnarfjarðar upplýsingar í síma 565 1899 eða
netfanginu vinnuskoli@hafnarfjordur.is.
Ath. skráning á leikjanámskeið þarf að
fara fram fyrir kl. 12 á föstudögum eigi
barn að byrja á mánudegi.