Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. maí 2014
Hljómsveitin Pollapönk, sem
söng útlenska útgáfu af laginu
Enga fordóma, komst áfram í
lokakeppni Eurovision sem
haldin er í gömlu Burmeister &
Wein skipasmíðastöðinni á
Refshaleyju í Kaupmannahöfn.
Nöfn þeirra tíu þjóða sem
komust áfram voru lesin upp í
tilviljanakenndri röð og spennan
var mikil þegar kom að því að
nefna síðasta landið. Margir voru
orðnir úrkula vonar en fögn uð-
urinn var mikill þegar nafn
Íslands var lesið upp.
Hljómsveitin Pollapönk var
útskriftarverkefni hafnfirsku
leik skólakennaranna Heiðars
Arnar Kristjánssonar og Haralds
F. Gíslasonar árið 2006. Svo
bættist við Hafnfirðingurinn Arn
ar Gíslason og Norð firð ing urinn
Guðni Finnsson við sveitina.
Leikskólabörn hafa verið
sérstakir áhangendur sveitarinnar
enda hefur tónlist hennar höfðað
mjög vel til þess aldurshóps. Nú
hefur boðskapur hennar borist út
um allan heim og sveitin mun
örugglega vekja athygli víða um
heim. Lagið Enga fordóma er
eftir þá Harald og Heiðar en
enski textinn var þýddur á ensku
af John Grant.
Bakraddir syngja þeir Snæ-
björn Ragnarsson og Óttar
Proppé en hann er Hafnfirðingur
eins og Jónatan Garðarsson sem
er liðsstjóri íslenska hópsins. Er
það í tólfta sinn sem Jónatan er í
því hlutverki.
Hreinsunardagar
Þrifu upp
eftir þig?
Starfsmenn Hafnarfjarðar-
bæjar brutu upp hefðbundinn
starfsdag hjá sér á föstudag og
mættu galvaskir með poka til
að tína upp drasl næst sínum
vinnustað. Starfsfólk á bæjar-
skrifstofunum hreinsuðu í
mið bænum og starfsfólk á
Þjónustumiðstöðinni hreins-
aði svæðið í kring á Völlum.
Gríðarlegt drasl er víða um
bæinn og þó hreinsað sé
reglulega og er það engum
öðrum að kenna en íbúunum
sjálfum.
30 ára
Stofnuð 1983
styrkir barna- og unglingastarf SH
Sundstund
gefur gull í mund
Pappír er ekki
bara pappír
BESTA – HREYFILSHÚSINU
Grensásvegi 18 I 108 Reykjavík
Sími: 510 0000 I besta@garri.is
EasyFlush® frá KATRIN tryggir gæðin
KATRIN pappírinn færð þú í Besta, Grensásvegi
• Katrin Plus – hágæða pappír fyrir heimili og sumarbústaði
• Vistvænn fyrir rotþrær
Tælenskur
veitingastaður
NÝR
Hádegistilboð virka daga kl. 11.30-14
Þrír réttir úr borði fyrir einn kr. 1.390,-
Súpa og kaffi fylgir.
Kvöldtilboð alla daga kl. 17.15-20
Þrír réttir úr borði fyrir einn kr. 1.490,-
Fjölbreyttur matseðill alla daga
grænmetisréttir og matseðill fyrir börn
Taktu með heim eða borðaðu á staðnum
Tjarnarvöllum 15 565 5665
Ban Kúnn
Thai Restaurant
Opið: Mánudag- föstudags kl. 11-21.
Sunnudaga kl. 16-21. Laugardaga kl. 11-03 (eldhús
lokar kl. 21) karaoke og bar stemmning til kl. 03. Fja
rð
ar
pó
st
ur
in
n
14
05
©
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
e
hf
.
Rekstri
Bæjarbíós
úthýst
Menningar- og ferðamála-
nefnd Hafnarfjarðar hefur
samþykkt að ganga til samninga
við Menningar- og listafélag
Hafnarfjarðar ehf. kt. 510507-
3550 um rekstur Bæjarbíós til
eins árs. Alls gerðu 4 aðilar
tilboð í reksturinn.
Töluverðar deilur hafa verið
um þessa ráðagerð og er hún
ekki gerð í sátt við Kvik-
myndasafn Íslands en í fundar-
gerð nefndarinnar kemur fram
að nefndin mun áfram vinna að
gerð samnings við mennta- og
menningar mála ráðu neytið sem
tryggja mun sýningaþátt Kvik-
mynda safns Íslands í bíóinu
Hafnarfjarðarbær gefur eftir
leigu, rafmagns- og hitunar-
kostnað og þó samningurinn sé
til eins árs er möguleiki á fram-
lengingu til þriggja ára.
Pollapönk komst áfram í úrslitakeppnina í Eurovision
Litríkir og eldhressir Hafnfirðingarnir voru öryggið uppmálað á sviðinu
Lj
ós
m
.:
E
ur
ov
is
io
n,
A
nd
re
s
P
ut
tin
g
(E
B
U
)
Íslensku keppendurnir við kon
ungshöllina í Kaupmannahöfn.
Að lokinni keppni á þriðjudag
var dregið um í hvaða hluta
lokakeppninnar sveitirnar yrðu
og keppir Pollapönk í fyrri hluta
keppninnar á laugardag.
Lj
ós
m
.:
Jó
na
ta
n
G
ar
ða
rs
so
n
Ólafur Helgi lögfræðingur
fórnaði spariskónum.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n