Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 11. september 2014
Hafðu það bragðgott alla daga!
Kíktu á matseðilinn á
www.burgerinn.is
©
F
ja
rð
ar
pó
st
ur
in
n
20
14
-0
5
Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030
Opið alla daga kl. 11-22
Munið krakka matseðilinn ELDBAKAÐAR PIZZUR
FLOTTIR HAMBORGARAR
BBQ KJÚKLINGUR
QUESADILLA
GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR
Hádegisverðartilboð
alla daga vikunnar
Borðað í sal
eða sótt í lúgu
Haukar töpuðu í 99. Evrópuleiknum
Seinni leikurinn við Dinamo Astrakhan við Kaspíahaf í Rússlandi á sunnudag
Það hefur oft verið meiri
stemmning á Ásvöllum en á
sunnudaginn þegar Haukar léku
sinn 99. Evrópuleik við rúss
neska liðið Dinamo Astrakhan í
fyrstu umferð Evrópukeppni
bikarhafa. Áhorfendur voru með
færra móti og kannski var það
ástæðan fyrir að það virtist vanta
neistann í lið Haukanna. Liðið
spilaði að vísu ágætlega á
köflum. Komust þeir í 64 er
Rússarnir tóku völdin og skoruðu
7 mörk gegn aðeins einu marki
Hauka. Þeir náðu þó að laga
stöðuna og munurinn var aðeins
eitt mark í hálfleik.
Rússarnir voru svo mun
sterkari lengst af í seinni hálfleik
og náðu mest 6 marka forskoti
þegar 9 mínútur voru eftir af
leiknum. Þá kom góður kafli hjá
Haukum sem náðu að minnka
muninn í 2 mörk og lauk leiknum
með sigri Rússanna, 2927.
Rússneska liðið er hávaxið og
leikmenn eldsnöggir og liprir.
Markmenn beggja liða vörðu
mjög vel á köflum og oft úr
dauðafærum. Bæði liðin gerðust
sek um klaufaleg mistök og einn
leikmaður Rússa fékk rautt
spjald er hann virtist fara í andlit
Adams Hauks Baumruk, besta
mann Hauka sem féll illa í
gólfið.
Á sunnudaginn leika Haukar
síðari leikinn við Dinamo
Astrakhan og þurfa því nauð
synlega að sigra. Ferðalagið er
langt enda borgin Astrakhan við
Kaspíahaf.
Það var ótrúlegt að sjá leikmann hnakkrífast við þjálfara sinn!
Kannski svolítið einkennandi fyrir vonleysi Hauka á köflum.
Selfyssingurinn Árni Steinn Steinþórsson skoraði 4 mörk fyrir Hauka.
Tjörfi Þorgeirsson skoraði 3
mörk og virðist hafa náð sér
vel eftir uppskurð á öxl.
Adam Haukur Baumruk var
markahæstur Haukanna með 9
mörk og var þeirra sterkasti
maður.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n