Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 11. september 2014 Hafðu það bragðgott alla daga! Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 14 -0 5 Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 Munið krakka matseðilinn ELDBAKAÐAR PIZZUR FLOTTIR HAMBORGARAR BBQ KJÚKLINGUR QUESADILLA GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR Hádegisverðartilboð alla daga vikunnar Borðað í sal eða sótt í lúgu Haukar töpuðu í 99. Evrópuleiknum Seinni leikurinn við Dinamo Astrakhan við Kaspíahaf í Rússlandi á sunnudag Það hefur oft verið meiri stemmning á Ásvöllum en á sunnudaginn þegar Haukar léku sinn 99. Evrópuleik við rúss­ neska liðið Dinamo Astrakhan í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Áhorfendur voru með færra móti og kannski var það ástæðan fyrir að það virtist vanta neistann í lið Haukanna. Liðið spilaði að vísu ágætlega á köflum. Komust þeir í 6­4 er Rússarnir tóku völdin og skoruðu 7 mörk gegn aðeins einu marki Hauka. Þeir náðu þó að laga stöðuna og munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik. Rússarnir voru svo mun sterkari lengst af í seinni hálfleik og náðu mest 6 marka forskoti þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum. Þá kom góður kafli hjá Haukum sem náðu að minnka muninn í 2 mörk og lauk leiknum með sigri Rússanna, 29­27. Rússneska liðið er hávaxið og leikmenn eldsnöggir og liprir. Markmenn beggja liða vörðu mjög vel á köflum og oft úr dauðafærum. Bæði liðin gerðust sek um klaufaleg mistök og einn leikmaður Rússa fékk rautt spjald er hann virtist fara í andlit Adams Hauks Baumruk, besta mann Hauka sem féll illa í gólfið. Á sunnudaginn leika Haukar síðari leikinn við Dinamo Astrakhan og þurfa því nauð­ synlega að sigra. Ferðalagið er langt enda borgin Astrakhan við Kaspíahaf. Það var ótrúlegt að sjá leikmann hnakkrífast við þjálfara sinn! Kannski svolítið einkennandi fyrir vonleysi Hauka á köflum. Selfyssingurinn Árni Steinn Steinþórsson skoraði 4 mörk fyrir Hauka. Tjörfi Þorgeirsson skoraði 3 mörk og virðist hafa náð sér vel eftir uppskurð á öxl. Adam Haukur Baumruk var markahæstur Haukanna með 9 mörk og var þeirra sterkasti maður. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.