Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. september 2014
30 ára
Stofnuð 1983
styrkir barna- og unglingastarf SH
Sundstund
gefur gull í mund
www.facebook.com/
fjardarposturinn
Skoðaðu fjölmargar
myndir úr bæjarlífinu
Smelltu á
LÍKAR VIÐ
www.ratleikur.blog.is
www.facebook.com/ratleikur
Ratleikur
Hafnarfjarðar
Ratleikur
Hafnarfjarðar
Sumarið 2014
Ratleikur
Hafnarfjarðar
Sumarið 2014
Leikurinn stendur til
21. september nk.
Lokaspretturinn
Rafmagns
laust í nótt
Vegna vinnu í aðveitustöð
verð ur straumlaust í Hafnar
firði, Álftanesi og Garða bæ
vest an Hraunsholtslækjar
frá kl. 1 til 4 aðfaranótt föstu
dagsin 12. sept em ber.
Straumur ætti þó að vera
kom inn á aftur í suðurbæ
Hafn arfjarðar, þ.e. vestan
Kald árselsvegar og Sel vogs
götu um kl. 01.15.
Straumleysið er vegna
endur nýjunar á rafbúnaði í
aðveitu stöðinni við Öldugötu.
Hættu legur
hús grunnur
Við Stekkjarberg 9 stóð
gamalt hús. Í „góðærinu“ var
það keypt og það rifið og á
staðnum átti að rísa gríðarstórt
einbýlishús af dýrustu gerð.
Ekkert varð af því og eftir
stendur byggingarsvæðið fullt
af vatni og varasamt án þess
að nokkuð sé að gert!
Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfir›i • www.steinmark.is
Prentsmi›jan Steinmark
Stofnað 1982
Stuttur afgreiðslutími á:
Skýrslum
Ritgerðum
Boðskortum
Nafnspjöldum
Vatnsyfirborð Hvaleyrarvatns mjög lágt
Á sama tíma hefur vatnsyfirborð Ástjarnar líklega aldrei verið hærra
Hæð vatnsyfirborðs Hval
eyrar vatns hefur ávallt sveiflast
nokkuð en sjaldan hefur það
verið eins lágt og nú er. Bryggjan
við vatnið norðanvert er alger
lega á þurru og nýir hólmar sem
gerður voru nv verðu við vatnið
eru líka á þurru.
Ekki er vitað hver ástæða fyrir
sveiflu á vatnshæðinni þó ýmsar
getgátur séu á lofti. Hefur
skógrækt verið nefnd sem ein
ástæða og lækir sem áður runnu
a.m.k. einhvern hluta ársins hafa
verið alveg þurrir. Hins vegar
hefur vatnsstaðan líka verið há
eftir að skógrækt varð öflug á
svæðinu og getur það alls ekki
verið eina skýringin. Þá hefur
rigning verið mikil síðustu tvö ár
og snjókoma sennilega meiri en
oft áður síðasta áratuginn.
Það vekur athygli að Ástjörnin,
sem er ekki svo langt frá Hval
eyrarvatninu hefur líka oft mátt
þola að vatnsyfirborðið þar hafi
sveiflast, einnig eftir að Áslands
hverfið var byggt. Í dag er
vatnsstaðan þar mjög há og hefur
líklega aldrei verið hærri.
Dagur Jónsson vatnsveitustjóri
í Hafnarfirði kynnti stöðuna á
fundi umhverfis og fram
kvæmdarráðs 27. ágúst sem
óskaði eftir því að sviðið skoðaði
hvort ástæða væri til að skoða
vatnafar sveitarfélagsins nánar.
Í samtali við Fjarðarpóstinn
segir Dagur að lág vatnsstaða
Hvaleyrarvatns haldist í hendur
við lága vatnsstöðu í Kaldár
botnum, vatnstökusvæði Hafnar
fjarðar. Íbúar hafa tekið eftir því
að Kaldáin hefur verið þurr í
sumur og er það einmitt merki
um vatnstöðuna í vatnsbólinu.
Hafnfirðingar nýttu um 6
milljón tonna af vatni árið 2011
sem jafngildir um 190 lítrum á
sekúndu. Vatnið kemur eins og
áður segir úr Kaldárbotnum og
hefur ekki þurft að beita dælingu
og vatnið hefur því verið
sjálfrenn andi.
Hins vegar var dælt 12 milljón
tonnum úr Vatnsenda krik um
sem Reykjavík og Kópa vogur
nýttu til helminga auk þess sem
Reykvíkingar dældu 17 milljón
tonnum árið 2011 úr Gvendar
brunnasvæðinu.
Bitist um vatnið
Telur Dagur að líkur séu á því
að hin mikla dæling í Vatns
endakrikum hafi áhrif á vatns
stöðu í Kaldárbotnum sem er á
sama vatnasvæði.
Hefur Dagur áhyggjur af
aukinni vatnstöku í Vatnsendak
rikum sem bendir á að Orkuveita
Reykjavíkur vilji auka vatnstöku
þar en minnka á Gvendar brunna
svæðinu. Þá vilji Kópavogur,
sem einnig sér Garðabæ fyrir
vatni, auka vatnstöku sem ógni
Kaldárbotnum.
Bryggja, sem einkum var ætlað
að gera fötluðum auðveldara
að veiða, stendur nú á þurru.
Hvaleyrarvatn er að verða eitt af útivistarperlum Hafnfirðinga. Þarf að dæla vatni í vatnið?
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n