Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. september 2014 Tilkynning frá HS Veitum Straumlaust í nótt 12. september kl. 01-04 Vegna vinnu í aðveitustöð verður straumlaust í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar, þ.e. vestan Hraunsholtslækjar frá kl. 01:00 til 04:00 aðfaranótt 12. september nk. Straumur ætti þó að vera kominn á aftur í suðurbæ Hafnarfjarðar, þ.e. vestan Kaldárselsvegar og Selvogsgötu um kl. 01:15. Beðist er velvirðingar á þessu straumleysi, sem er vegna endurnýjunar á rafbúnaði í aðveitustöðinni. www.hsveitur.is Öflug sjúkraþjálfun í 30 ár Sjúkraþjálfarinn ehf fagnar afmæli sínu Í ár heldur Sjúkraþjálfarinn upp á 30 ára afmæli fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur alla tíð verið staðsett í Hafnarfirði en það hóf starfsemi sína árið 1984 í húsi Dvergs að Brekkugötu 2. Þaðan var það flutt skömmu síðar að Dalshrauni 15 en árið 1996 var flutt í núverandi húsnæði að Strandgötu 75, Drafnarhúsið. Hús næðið var svo stækkað um ­ tals vert árið 2005 samhliða gagngerum endurbótum. Haraldur Sæmundsson, tals­ maður Sjúkraþjálfarans segir að frá upphafi hafi verið kapp kostað að bjóða upp á sjúkra þjálfun á breiðum grundvelli og því lögð áhersla á að þjóna eftir bestu getu öllum í Hafnarfirði og ná granna­ sveitarfélögum. „Þannig starfa hjá fyrirtækinu sjúkra þjálfarar sem sérhæft hafa sig t.d. í sjúkraþjálfun barna, með höndl un stoðkerfis­ einkenna, jafn vægisþjálfun aldr­ aðra og nála stung um. Á stofunni starfa í dag 15 sjúkraþjálfarar sem veita um 2500 manns þjónustu á ári hverju.“ Einnig heilsurækt Sjúkraþjálfun er megin starf­ semi fyrirtækisins og Haraldur segir að einnig séu starfræktir endurhæfingar hópar fyrir hjarta­ og lungna sjúklinga. „Jafnhliða sjúkra þjálfuninni er rekin heilsu­ rækt þar sem boðið er upp æfingar í tækjasal undir hand­ leiðslu sjúkraþjálfara.“ Slitgigtarskóli Nú á afmælisárinu verður bryddað upp á nýjungum að sögn Haraldar. Slitgigtarskólinn er nýjung á Íslandi sem byggir á fyrirmynd frá Norðurlöndum er gefið hefur mjög góða raun. „Þetta er vandað átta vikna námskeið fyrir fólk með slitgigt í hnjám eða mjöðmum. Einnig verður boðið upp á hópa með styrktarþjálfun fyrir 67 ára og eldri svo og hóp sem leggur áherslu á jafnvægisþjálfun.“ Vill Haraldur koma á framfæri þakklæti starfsfólks Sjúkra þjálf­ arans til Hafnfirðinga og nær­ sveitarmanna fyrir gott og árangurs ríkt samstarf og segir Haraldur starfsfólkið hlakka til að vinna með þeim að bættri heilsu og betra lífi í framtíðinni. Starfsfólk Sjúkraþjálfarans hefur víðtæka þekkingu og reynslu. „Húsið“ opnað á ný Kaffi- og menningarstaður ungs fólks Tómstunda­ og menningar­ starf í „Húsinu“ að Staðarbergi 6 hefur verið vakið úr dvala nú í byrjun september. Kaffi­ og menningarstaðurinn Húsið verður opinn á þriðju­ dögum og fimmtudögum kl. 17 ­22. Utan þess tíma er hægt að fá að nota aðstöðuna fyrir hópastarf, menningarstarf eða hverskyns aðra tómstunda­ tengda iðju. Þau ungmenni sem húsið sækja munu hafa lýðræðislegt íhlutunarvald yfir því hvernig dagskrá staðarins verður og hverjar áherslur starfsins verða. Áhersla er lögð á þátttöku lýð ræði og að dagskrá starfsins sé á forsendum þeirra sem hana sækja. Blak Góðan daginn Hafnfirðingar, núverandi og verðandi blakarar Við, fyrir norðan ykkur, höfum áhuga á að fá ykkur í lið með okkur! Bjóðum upp á byrjendablak í Ásgarði www.stjarnan.is/blak/aefingatafla og síðan erum við eldhressir strákar (nokkrir á besta aldri) með öldungablak í Ásgarði og Álftanesi sjá töflu. Nánar um öldungablak: Einar, einar.georgsson@arionbanki.is eða Halldór brosid@simnet.is Lj ós m .: G uð ni G ís la so n „Húsið“ er við Stekkjarberg í Setbergi - rétt hjá Snæland

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.