Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. september 2014
Tilkynning frá HS Veitum
Straumlaust í nótt
12. september kl. 01-04
Vegna vinnu í aðveitustöð verður straumlaust í Hafnarfirði,
Álftanesi og hluta Garðabæjar, þ.e. vestan Hraunsholtslækjar
frá kl. 01:00 til 04:00 aðfaranótt 12. september nk.
Straumur ætti þó að vera kominn á aftur í suðurbæ Hafnarfjarðar,
þ.e. vestan Kaldárselsvegar og Selvogsgötu um kl. 01:15.
Beðist er velvirðingar á þessu straumleysi, sem er vegna
endurnýjunar á rafbúnaði í aðveitustöðinni.
www.hsveitur.is
Öflug sjúkraþjálfun í 30 ár
Sjúkraþjálfarinn ehf fagnar afmæli sínu
Í ár heldur Sjúkraþjálfarinn
upp á 30 ára afmæli fyrirtækisins.
Fyrirtækið hefur alla tíð verið
staðsett í Hafnarfirði en það hóf
starfsemi sína árið 1984 í húsi
Dvergs að Brekkugötu 2. Þaðan
var það flutt skömmu síðar að
Dalshrauni 15 en árið 1996 var
flutt í núverandi húsnæði að
Strandgötu 75, Drafnarhúsið.
Hús næðið var svo stækkað um
tals vert árið 2005 samhliða
gagngerum endurbótum.
Haraldur Sæmundsson, tals
maður Sjúkraþjálfarans segir að
frá upphafi hafi verið kapp kostað
að bjóða upp á sjúkra þjálfun á
breiðum grundvelli og því lögð
áhersla á að þjóna eftir bestu getu
öllum í Hafnarfirði og ná granna
sveitarfélögum. „Þannig starfa hjá
fyrirtækinu sjúkra þjálfarar sem
sérhæft hafa sig t.d. í sjúkraþjálfun
barna, með höndl un stoðkerfis
einkenna, jafn vægisþjálfun aldr
aðra og nála stung um. Á stofunni
starfa í dag 15 sjúkraþjálfarar sem
veita um 2500 manns þjónustu á
ári hverju.“
Einnig heilsurækt
Sjúkraþjálfun er megin starf
semi fyrirtækisins og Haraldur
segir að einnig séu starfræktir
endurhæfingar hópar fyrir hjarta
og lungna sjúklinga. „Jafnhliða
sjúkra þjálfuninni er rekin heilsu
rækt þar sem boðið er upp
æfingar í tækjasal undir hand
leiðslu sjúkraþjálfara.“
Slitgigtarskóli
Nú á afmælisárinu verður
bryddað upp á nýjungum að
sögn Haraldar. Slitgigtarskólinn
er nýjung á Íslandi sem byggir á
fyrirmynd frá Norðurlöndum er
gefið hefur mjög góða raun.
„Þetta er vandað átta vikna
námskeið fyrir fólk með slitgigt í
hnjám eða mjöðmum. Einnig
verður boðið upp á hópa með
styrktarþjálfun fyrir 67 ára og
eldri svo og hóp sem leggur
áherslu á jafnvægisþjálfun.“
Vill Haraldur koma á framfæri
þakklæti starfsfólks Sjúkra þjálf
arans til Hafnfirðinga og nær
sveitarmanna fyrir gott og
árangurs ríkt samstarf og segir
Haraldur starfsfólkið hlakka til
að vinna með þeim að bættri
heilsu og betra lífi í framtíðinni.
Starfsfólk Sjúkraþjálfarans hefur víðtæka þekkingu og reynslu.
„Húsið“ opnað á ný
Kaffi- og menningarstaður ungs fólks
Tómstunda og menningar
starf í „Húsinu“ að Staðarbergi
6 hefur verið vakið úr dvala nú
í byrjun september.
Kaffi og menningarstaðurinn
Húsið verður opinn á þriðju
dögum og fimmtudögum kl. 17
22. Utan þess tíma er hægt að
fá að nota aðstöðuna fyrir
hópastarf, menningarstarf eða
hverskyns aðra tómstunda
tengda iðju. Þau ungmenni sem
húsið sækja munu hafa
lýðræðislegt íhlutunarvald yfir
því hvernig dagskrá staðarins
verður og hverjar áherslur
starfsins verða. Áhersla er lögð
á þátttöku lýð ræði og að dagskrá
starfsins sé á forsendum þeirra
sem hana sækja.
Blak
Góðan daginn Hafnfirðingar,
núverandi og verðandi blakarar
Við, fyrir norðan ykkur,
höfum áhuga á að fá ykkur í lið með okkur!
Bjóðum upp á byrjendablak í Ásgarði
www.stjarnan.is/blak/aefingatafla
og síðan erum við eldhressir strákar
(nokkrir á besta aldri) með öldungablak
í Ásgarði og Álftanesi sjá töflu.
Nánar um öldungablak: Einar, einar.georgsson@arionbanki.is
eða Halldór brosid@simnet.is
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
„Húsið“ er við Stekkjarberg
í Setbergi - rétt hjá Snæland