Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. september 2014 ..bæjarblað sem fer inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði Hvar auglýsir þú? Við viljum bjóða nokkrum nemendum, strákum og stelpum, fæddum 2003, 2004 og 2005 í hljóðfæranám á BÁSÚNU, HORN, OG TÚBU Innifalið í náminu er þátttaka í hljómsveitarstarfi eftir áramótin. Nemendur fá hljóðfæri leigð frá skólanum. Skemmtilegt og hressandi nám sem hentar öllum. Allar upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 555 2704 alla daga kl. 09.00-17.00 www.tonhaf.is Gróðursetningardagur í Vatnshlíð Á laugardaginn stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir árlegum Sjálfboðaliðadegi þar sem áhersla er lögð á gróður­ setningu á fjölbreyttum trjá­ plöntum. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í að hjálpa til við að gróðursetja nokkrar tráplöntur og græða landið eru velkomir. Staðsetningin er í miðri Vatnshlíð norðan við Hvaleyrar­ vatn. Þeir sem ætla að mæta aka eftir Kaldárselsvegi og beygja til hægri inn á Hvaleyrarvatnsveg. Þaðan er aftur beygt til hægri inn á vegslóða sem liggur fyrir miðri hlíðinni að bílastæði nærri skóg­ ræktar reitnum. Skammt frá stæð inu er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson en minningjar­ sjóður þeirra hjóna styrkir þetta verkefni. Á staðnum verða verkfæri og trjáplöntur og starfsmenn Skóg­ ræktarfélagsins munu leiðbeina við gróðursetninguna. Að gróð­ ur setningu lokinni verður boðið upp á kaffi í Selinu, starfsstöð félagsins í Höfðaskógi. Gróður­ setningarstarfið hefst kl. 10. Minningarlundurinn í Vatnshlíð um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Sumarlestri lokið Enn tími til að sækja glaðning Sumarlestrinum á Bókasafni Hafnarfjarðar er nú lokið, og er Ingibjörg Óskarsdóttir deildar­ stjóri barna­ og unglingadeildar afar ánægð með hvernig til tókst. „Það er óhætt að segja að góð þátttaka hafi verið og mikil ánægja hefur ríkt með framtakið hjá börnum og foreldrum; gaman að sjá hversu duglegt fólk hefur verið að nýta sér barna­ og ungl­ ingadeildina í allt sumar, bæði foreldrar og börn.“ Segir Ingibjörg sumarlesturinn ekki vera keppni, heldur hvatn­ ingu. „Þetta snýst í raun um að hvetja börn og ungt fólk til að lesa, og ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Markmiðið með sumarlestrinum er að auka áhuga á lestri og að hvetja til lesturs á þeim tíma þegar skólarnir eru í fríi. Þannig má viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Það er ekkert nema jákvætt við lestur ­ hann eflir málþroska, bætir við orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímynd­ unaraflið,“ segir Ingibjörg og bendir á að enn sé hægt að skila inn lestarbæklingnum og fá um leið viðurkenningarskjal og glaðn ing. Ingibjörg á bókasafninu er alltaf í stuði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.