Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Page 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. september 2014
..bæjarblað sem fer inn á öll heimili
og fyrirtæki í Hafnarfirði
Hvar auglýsir þú?
Við viljum bjóða nokkrum nemendum,
strákum og stelpum, fæddum
2003, 2004 og 2005 í hljóðfæranám á
BÁSÚNU, HORN, OG TÚBU
Innifalið í náminu er þátttaka í hljómsveitarstarfi eftir
áramótin. Nemendur fá hljóðfæri leigð frá skólanum.
Skemmtilegt og hressandi nám
sem hentar öllum.
Allar upplýsingar fást á skrifstofu skólans
í síma 555 2704 alla daga kl. 09.00-17.00
www.tonhaf.is
Gróðursetningardagur í
Vatnshlíð
Á laugardaginn stendur
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
fyrir árlegum Sjálfboðaliðadegi
þar sem áhersla er lögð á gróður
setningu á fjölbreyttum trjá
plöntum. Allir sem hafa áhuga á
að taka þátt í að hjálpa til við að
gróðursetja nokkrar tráplöntur
og græða landið eru velkomir.
Staðsetningin er í miðri
Vatnshlíð norðan við Hvaleyrar
vatn. Þeir sem ætla að mæta aka
eftir Kaldárselsvegi og beygja til
hægri inn á Hvaleyrarvatnsveg.
Þaðan er aftur beygt til hægri inn
á vegslóða sem liggur fyrir miðri
hlíðinni að bílastæði nærri skóg
ræktar reitnum. Skammt frá
stæð inu er minningarlundur um
hjónin Hjálmar R. Bárðarson og
Else S. Bárðarson en minningjar
sjóður þeirra hjóna styrkir þetta
verkefni.
Á staðnum verða verkfæri og
trjáplöntur og starfsmenn Skóg
ræktarfélagsins munu leiðbeina
við gróðursetninguna. Að gróð
ur setningu lokinni verður boðið
upp á kaffi í Selinu, starfsstöð
félagsins í Höfðaskógi. Gróður
setningarstarfið hefst kl. 10.
Minningarlundurinn í Vatnshlíð um hjónin Hjálmar R. Bárðarson
og Else S. Bárðarson.
Sumarlestri lokið
Enn tími til að sækja glaðning
Sumarlestrinum á Bókasafni
Hafnarfjarðar er nú lokið, og er
Ingibjörg Óskarsdóttir deildar
stjóri barna og unglingadeildar
afar ánægð með hvernig til tókst.
„Það er óhætt að segja að góð
þátttaka hafi verið og mikil
ánægja hefur ríkt með framtakið
hjá börnum og foreldrum; gaman
að sjá hversu duglegt fólk hefur
verið að nýta sér barna og ungl
ingadeildina í allt sumar, bæði
foreldrar og börn.“
Segir Ingibjörg sumarlesturinn
ekki vera keppni, heldur hvatn
ingu.
„Þetta snýst í raun um að
hvetja börn og ungt fólk til að
lesa, og ekki síst þau sem eru að
læra að lesa. Markmiðið með
sumarlestrinum er að auka áhuga
á lestri og að hvetja til lesturs á
þeim tíma þegar skólarnir eru í
fríi. Þannig má viðhalda og auka
við þá lestrarfærni sem börnin
hafa öðlast yfir veturinn. Það er
ekkert nema jákvætt við lestur
hann eflir málþroska, bætir við
orðaforða, eykur þekkingu,
auðveldar nám og örvar ímynd
unaraflið,“ segir Ingibjörg og
bendir á að enn sé hægt að skila
inn lestarbæklingnum og fá um
leið viðurkenningarskjal og
glaðn ing.
Ingibjörg á bókasafninu er alltaf í stuði.