Fjarðarpósturinn - 11.09.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. september 2014
Félagsmenn Eflingar, Hlífar og VSFK
Tökum vel á móti Gallup
Þátttakendur lenda strax í happdrættispotti
Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur
Ástjarnarkirkjuhlaup
Hausthátíð Ástjarnarkirkju á sunnudag
Árleg hausthátíð Ástjarnar
kirkju verður á sunnudaginn kl.
11. Hátíðin hefst með fjöl
skylduguðsþjónustu þar sem
félagar úr kirkjukór og barnakór
kirkjunnar syngja. Auk þess
verður fræðsla og fjölbreyttur
söngur.
Nýr unglinga-gospelkór
Á þessum degi er fjölbreytt
starf kirkjunnar kynnt og hægt er
að skrá þátttöku, t.d. í barnakór
og nýjum unglingagospelkór,
Alfanámskeiði fyrir fullorðna
o.m.fl.
Töframaður og hlaup
Á eftir guðsþjónusta kemur
magnaður töframaður í heim
sókn og hið árlega Ástjarnar
kirkjuhlaup verður á dagskrá, en
boðið verður upp á tvær vega
lengdir, 1,5 km og 5 km. Allir fá
verðlaunapening.
Það var góðæri á Íslandi þegar
leikskólinn Stekkjarás var opn
aður í september 2004. Hann er
annar tveggja leikskóla í
Áslands hverfinu, 8 deilda leik
skóli og sá stærsti í Hafnarfirði.
Alda Agnes Sveinsdóttir er leik
skólastjóri og segir hún að í upp
hafi hafi gengið nokkuð erfiðlega
að fá hæft starfsfólk. Það hafi þó
lagast og í dag starfa um 50
manns. Segir hún að 2530
manns séu í sterkum kjarna
starfs fólks en í hinum hlutanum
skipti allt of oft um fólk. Það sé
til vandræða hversu illa gengur
að ráða fagmenntað starfsfólk á
leikskólana. Alda segir starfið
öfl ugt og gott. Starfað sé eftir
nýrri skólanámskrá sem hefur
yfir skriftina „Hugmyndir barns
ins, verkefni dagsins“. Á
Stekkjar ási er starfað eftir starfs
aðferðum Reggio Emilia og
endurspeglast sú uppeldissýn í
öllu starfi skólans. Þar er lögð
áhersla á skapandi og gagnrýna
hugsun, lýðræði og það að nota
uppeldisfræðilegar skráningar til
að nálgast hugmyndir og tilgátur
barna. Það sem einkennir
Stekkjar ás er m.a skapandi hugs
un, notkun opins efniviðar í list
sköpun, útinám, leikurinn, ald
urs blöndun, sérkennsla og gott
foreldrasamstarf.
Leikskólastjórar í bænum
mættu til lítillar móttöku í skól
anum á mánudag þar sem boðið
var upp á afmælisköku. Kór
leikskólans, sem aðeins hafði æft
í 3 vikur, söng af mikill innlifun
við góðar undirtektir viðstaddra.
Af þessu misstu ýmsir, stjórn
málamenn og embættismenn
sem saknað var í afmælinu.
Sam tök leikskólastjóra færðu
skól anum gjafabréf í tilefni afm
ælisins.
Stór glæsilegur kór leikskólabarna skemmti gestum með söng sínum.
Stór 10 ára leikskóli
Stekkjarás fagnaði 10 ára afmæli sínu sl. mánudag
Alda Agnes leikskólastjóri ávarpar gesti.
Ásta María Björnsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra færði Öldu Agnesi gjafabréf til leikskólans.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n