Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Page 4
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Búist er við töluverðri fækkun
leikskólabarna í Hafnarfirði á næstu
árum og endurspeglast það í til
lögum til fjárhagsáætlunar Hafnar
fjarðarbæjar þar sem gert er ráð fyrir
73 milljónir kr. á næsta ári. Á sama
tíma á að hækka leikskólagjöldin og
ná inn 18 milljónum með þeirri hækkun og hækkun á
gjaldskrá grunnskóla. Skera á niður framlög til Miðstöðvar
símenntunar um 20 milljónir. Auka á einkavæðingu á
grunnskólastiginu og fara rúmlega 36 milljónir kr. til þess.
Aðeins sparast um þriðjungur á móti vegna fækkunar
bekkjardeila í grunnskólum bæjarins. Engin almenn
umræða hefur farið fram um einkavæðingu grunnskóla,
um kosti þess og galla og pólitísk hentistefna virðist ráða
þar eins og þegar skólahúsnæði var byggt í einka
framkvæmd, eingöngu til að fegra reikningshald bæjarins
tímabundið. Þegar þessi fjárhagsáætlun verður afgreidd er
í raun gert ráð fyrir að úttekt sem ljúka á á næsta ári skili
raunhæfum tillögum til hagræðingar því þær hagræðingar
eiga að skila hallalausum Ahluta bæjarsjóðs sem ekki er
hægt að sýna fram á núna.
Það má e.t.v. segja að bæjarbúar verði að bíða til næsta
árs til að sjá hvernig ný bæjarstjórn tekur á málunum því
hún hefur farið rólega af stað og niðurstaða úr greiningu,
eins og menn vilja nú kalla úttektina, verður grunnur að
ákvörðunum sem munu skipta bæjarbúa miklu máli.
En menn geta velt því fyrir sér hvers vegna leikskóla
börnum fækkar skyndilega eftir mikinn topp. Var upp
bygging í bænum of hröð? Bæjarfélög hljóta að kjósa jafna
uppbyggingu sem hefur ekki í för með sér holskeflu nýrra
nemenda í skóla á stuttum tíma og heldur ekki að tímabil
komi þar sem lítið sem ekkert framboð er af húsnæði fyrir
ungt fólk sem er að hefja búskap.
Umræða um fjárhagsáætlun kemur á versta tíma fyrir
bæjarbúa, þegar þeir eru komnir í undirbúning jólanna,
unglingarnir í próflestri og fjölmargir að hugsa um margt
skemmtilegra en fjármál sveitarfélagsins eins og útskriftir,
jólatónleika, menningu í miðbænum og fl.
Megi gleði og friður ríkja hér í bæ í helgum mánuði jóla
og bæjarbúar hvattir til virkrar þátttöku í bæjarlífinu.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Sunnudagurinn 30. nóvember
Heimsókn frá Annríki - þjóðbúningar og skart
Messa kl. 11
Félagar úr Barbörukórnum leiða söng. Organisti er
Douglas Botchie. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs.
Messuhópur frá Annríki tekur þátt í messunni; les
bænir og ritningarorð og aðstoðar við útdeilingu.
Sunnudagaskóli kl. 11
í Hásölum Strandbergs, safnaðarheimilis.
Leiðtogi barnastarfs er Anna Elísa Gunnarsdóttir,
henni til aðstoðar eru Margrét Heba og Ingeborg.
Kaffi, kex og djús í Ljósbroti eftir messu og
sunnudagaskóla.
Föstudagur 28. nóvember
Jólafundur Kvenfélags
Hafnarfjarðarkirkju kl. 19
í Hásölum Strandbergs.
Matur, skemmtiatriði, happadrætti og hugvekja.
www.hafnarfjardarkirkja.is.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
1914 - 2014
Sunnudagurinn 30. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11
Fríkirkjubandið leiðir sönginn.
Aðventustund kl. 13
með fermingarbörnum og foreldrum
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands,
kemur í heimsókn.
Örn Arnarson, Erna Blöndal og
Guðmundur Pálsson sjá um tónlistina.
www.frikirkja.is
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Aðventuhátíð Víðistaðakirkju
verður haldin sunnudaginn 30. nóvember kl. 17:00
Kór Víðistaðakirkju, Barnakór Víðistaðakirkju og
Gisur Páll Gissurarson
flytja falleg aðventu- og jólalög undir stjórn Helgu Þórdísar organista.
Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur flytur erindið
„Hallgrímur jólabarn“ og les upp úr nýútkominni jólabók sinni.
Sr. Halldór Reynisson leiðir stundina.
Ókeypis aðgangur og
allir hjartanlega velkomnir.
Föstudaginn 28. nóvember
Lofgjörðarkvöld kl. 20
Gestur: Sigurbjörn Þorkelsson
Félagar úr kór Ástjarnarkirkju annast tónlistina.
Sunnudaginn 30. nóvember
Messa kl. 11
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn
Matthíasar V. Baldurssonar.
Prestur sr. Kjartan Jónsson.
Jólaföndur í sunnudagaskólanum.
Starf eldri borgara
miðvikudaginn 3. desember kl. 13.00
Gestur: Halldór Blöndal fv. alþingismaður.
www.astjarnarkirkja.is
Styðjum
Mæðrastyrksnefnd
Hafnarfjarðar
sem veitir neyðaraðstoð fyrir
komandi jól til þeirra sem eiga
lögheimili í Hafnarfirði 2014
Styrkja má störf nefndarinnar
með því að leggja inn á:
Íslandsbanka 0544-04-760686, kt. 460577-0399
Landsbankann 0140-15-381231, kt. 460577-0399